Góður árangur hjá Danna og Ástu

25206_10150155862355442_865605441_11538122_3343140_n[1]Systkinin Daníel og Ásta kepptu í Bulldog rallinu sem fram fór síðastliðin laugardag í Norður - Wales. Þau óku af skinsemi í þessari keppni, engu að síður komu þau í mark í 8 sæti í heildarkeppninni

Í Evo Challenge mótaröðinni lendu þau í 2 sæti sem er flottur árangur. Þetta var fyrsta keppnin á þessu tímabili en næsta keppni fer fram í lok Apríl og þar verða þau að sjálfsögðu með.

Keith Cronin og Barry McNulty sem aka Subaru Imprezu N15 sigruðu keppnina og voru þeir rúmum fimm mínútum á undan okkar fólki þegar rallinu lauk.  Önnur Íslensk áhöfn tók þátt, það voru þeir Jóhannes og Ísak. Því miður þurftu þeir frá að hverfa eftir aðeins tvær leiðar en það gengur betur næst!.

Daníel og Ásta sýndu mjög jafnan akstur í þessari keppni en þau tóku þrisvar sinnum 8 besta tíma, tvisvar 9, einu sinni 10 og tvisvar 11 besta. Vissulega hefur Danni oft keyrt hraðar en í þessari keppni, hinsvegar var farið með það markmið að klára og koma sér í mark sem og þau gerðu!.

ÁFRAM Ísland! og ÁFRAM Rallý

Mynd: Danni og Ásta á ferð í Bulldog.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Hvað kom fyrir hjá Jóa og Ísak?

Fyrst var skráð Driver Error, síðan var því breytt yfir Driver Illness..........

Halldór Vilberg Ómarsson, 30.3.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband