Hirvonen sigraði fyrstu keppni ársins

WIWHIRVONEN-05Finninn Mikko Hirvonen gerði sér lítið fyrir og sigraði fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri.  Hann lét forustuna ekki af hendi en hann var með 3 sekúndu forskot á annað sætið þegar síðasti dagur hófst.

Norðmaðurinn Mads Ostberg lendi í öðru sæti en hann var í forustu eftir fyrsta dag. Hann var ekki nema sexúndum á eftir Hirvonen og það er ljóst að slagurinn á þessu tímabili verður skemmtilegur með tilkomu nýju bílana. Bæði Ostberg og Hirvonen aka Ford Fiesta RS WRC bíl.

 Fininn Jari Matti Latvala náði þriðja sætinu.  Frakkinn ungi og efnilegi Sebastien Ogier lendi í fjórða sæti.  Petter Solberg varð fimmti en hann var í þriðja sæti fyrir lokadaginn.

Heimsmeistari undanfarinn sjö ár Sebastien Loeb varð að láta sér sjötta sætið að góðu.  Næsta keppni fer fram í Mexico í byrjun mars.

Lokastaðan í Svíþjóð á þessum link http://wrc.com/results/2011/rally-sweden/stage-times .

Video frá fyrsta deginum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband