5 dagar í fyrstu keppni - Fréttir af Tomcat

elvaro 8905Áfram höldum við að telja niður og koma með fréttir af keppendum og liðum sem taka þátt í Íslandsmótinu í sumar.

Samkvæmt Þorsteini McKinstry mun Tomcat liðið vera með tvo jeppa í vorralli BÍKR en það verða erlendar áhafnir á þeim báðum. Fyrst er að nefna Íslandsvininn og samstarfsfélaga þeirra Paul Williamson frá Tomcat Motorsports UK sem keppir með Michael Troup. Báðir eru þeir sjóaðir og marg verðlaunaðir keppendur úr ýmsum jeppagreinum og ralli í sínu heimalandi. Munu þeir aka rauða Tomcat jeppanum sem er sá sami og hefur tvisvar landað Íslandsmeistaratitli fyrir Tomcat liðið. Einhverjir muna e.t.v. eftir Paul en hann keppti hér í ralli árið 2005 og kom einnig með John Lewis í Rally Reykjavík sama ár.

Perthshire HR wheel (1)Á bláa Tomcatinum (jeppinn sem Hvati og Andrés óku 2005 og Einnig Aðalsteinn og Heimir Snær í ICCRC fjallarallinu 2009) verða þeir Andrew Graham og Gavin Neate. Andrew er Íslendingum líkt og öllum mótorsportsheiminum fyrst og fremst kunnur vegna framleiðslu sinnar á millikælum og öðrum álíhlutum fyrir keppnisbíla. Hann er eigandi Allysport. Það vita líklegast færri að hann stundar akstursíþróttir af kappi sjálfur og hefur gert í mörg ár. Hann hefur meðal annars keppt á Peugeot 205, Metro 6R4 og mörgum Tomcat jeppum auk þess sem hann hefur smíðað ófáa slíka þ.m.t. Tomcat jeppann sem vann Outback Challenge í Morocco. Þá er hann með einn dísel knúinn Tomcat í smíðum sem hann vonast til að koma með til Íslands bráðlega. Aðstoðarökumaður hans Gavin keppir einnig sjálfur á Peugeot 106 Sprint bíl. Þegar Gavin er ekki í rallgallanum sínum starfar hann sem framleiðslustjóri hjá JCB landbúnaðartækjadeild.

Helstu styrktaraðilar Tomcat liðsins þetta keppnistímabilið eru: CRI Carbon Recycling International, Bílaglerið, BSA varahlutaverslun, Cargo sendibílaleiga, Húsasmiðjan, Securitas, Stálnaust, VDO, Vélaverkstæði Kistufell,  Motul, Quick Fist og NecksGen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband