Yfirlýsing frá pislahöfundi

Töluverð umfjöllun hefur átt sér stað frá því að fyrsta ralli sumarsins lauk á laugardaginn var og þá sérstaklega um niðurstöðu dómnefndar um að ekki þætti tilefni til þess að veita refsingu fyrir meint brot þeirra félaga Guðmundar Höskuldssonar og Ólafs Ólafssonar. Undirritaður fjallaði um framangreint í samantekt frá keppninni í pistli sem birtist hér á síðunni á laugardaginn enda markmiðið með síðunni að koma fram með hlutlausa og skemmtilega umfjöllun um rallíþróttina á Íslandi.

Í morgun barst undirrituðum tölvupóstur frá manni sem þekktur er meðal akstursíþróttamanna á Íslandi fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og jafnframt sem gamals keppanda. Undirritaður hefur tekið þá ákvöðun að birta ekki nafn hans né tölvupóstinn í heild sinni heldur einungis að varpa skýrari ljósi á hvað kom fram í honum. 

Í þessum umrædda tölvupósti lýsti þessi tiltekni maður skoðunum sínum á skrifum undirritaðs á síðunni hvað varðar hið meinta brot Guðmundar og Ólafs. Maðurinn lýsti þeirri skoðunn sinni að Guðmundur hefði ekki gert neitt sem hefði átt að refsa honum fyrir enda hefðu þessi mál verið skilgreind af LÍA fyrir nokkrum árum. Þá var hann með ásakanir gagnvart undirrituðum um það að pirringur og óhlutleysi hefði áhrif á umfjöllun undirritaðs um þetta meinta brot og þeir sem fjalli um mótorsport yrðu að kynna sér þær reglur sem giltu þegar þeir nafngreindu keppendur í umfjöllunum sínum.

Í ljósi stöðu mannsins innan akstursíþróttarinnar og tengsla hans innan hennar dró undirritaður þá ályktun í morgun að pósturinn hefði ef til vill verið sendur fyrir tilstuðlan eins keppandans. Það hefur nú verið staðfest að svo er ekki!

Á Íslandi  ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer, og hafa allir rétt á að lýsa skoðun sinni þar á meðal undirritaður sem og þessi maður. Það skal tekið skýrt fram, hafi það ekki verið ljóst áður, að umfjöllun undirritaðs á síðunni hefur verið eins hlutlaus og vönduð og kostur er á, enda hefur undirritaður engra hagsmuna að gæta í tengslum við þetta tiltekna atvik.

Vissulega má gagnrýna marga hluti og er undirritaður ekki hafinn yfir gangrýni en telur þó að sér vegið þegar bornar eru upp á hann ásakanir eins og þær sem framan greinir. Í umfjöllun á síðunni um rallið á laugardaginn kom fram sú skoðun undirritaðs að dómnefndin hafi ekki tekið á málinu. Það er ekki rétt og ekki var rétt að alhæfa slíkt í umfjölluninni því vissulega var farið yfir málið, en ekki talin ástæða til þess að beita refsingum. Það er skoðun undirritaðs að sú ákvörðun hafi verið kolröng. 

Það er alltaf gott að menn geti deilt skoðunum sínum og rætt um einstaka atvik eins og það sem hér um ræðir en til þess að koma í veg fyrir skítkast og leiðindi í kjölfar þeirra væri rétt að dómnefndir sem færu yfir einstaka mál sem varðar hverja keppni birti opinberlega umfjöllun um hvert einstaka atvik sem dómnefndin hefur séð ástæðu til þess að fjalla um eða verið kært til hennar. Væri það gert lægju rök dómnefndar fyrir og hver og einn gæti síðan dæmt út frá þeim og öðrum staðreyndum sem þar kæmu fram. Með þessu má koma í veg fyrir ýmis leiðindi. Skorar undirritaður á dómnefndina í þessu tiltekna máli, sem og öðrum sem munu koma upp í framtíðinni, að birta ákvarðanir sínar og rökstuðning fyrir þeim opinberlega!

Undirritaður hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram að skrifa um rall á Íslandi hér á síðunni þrátt fyrir efasemdir um tilgang þess í morgun, enda síðan gríðalega vel sótt síðustu vikur. Sú ákvörðun á ekki sýst að þakka þeim mikla stuðningi og áskorunum um áframhaldandi skrif sem undirrituðum hefur borist í dag.

Áfram íslenskt rall!

Halldór Gunnar Jónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott hjá þér og fagna því mikið að þú heldur áfram þetta er leiðinda mál og örugglega ekki mikið gaman að vinna flokkinn sinn svona ,en það skiptir kannski meira máli að þetta gerist ekki aftur og menn læri af þessu .

Kiddi sprautari (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:17

2 identicon

Ég veit frá hverjum þetta meil er og það er staðreynd að sá einstaklingur tekur uppá því að minnsta kosti einu sinni á ári að stökkva upp á nef sér og verða sér að athlægi án nokkurs tilefnis,að maður sem var þetta háttsettur í íslensku mótorsporti hagi sér svona er mér aslgjörlega óskiljanlegt,Dóri þú verður bara að gera eins og ég og Kiddi gerðum fyrir löngu síðan og það er að hætta að taka mark á nokkru sem þessi maður segir því það meikar ekkert sens þegar hann tekur þessi köst sín......Þetta er mín persónulega skoðun og er búin að vera mjög lengi........

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:24

3 identicon

Sæll Dóri.

Ég hef mjög gaman af skrifum þínum, þú ert beittur og liggur ekki á skoðunum þínum, það er gaman af því.

Ég hef ekki rætt við neinn mér æðri um þetta mál (til að taka allan vafa af því) nema Jón Þór Jónsson keppnisstjóra.

Ég átti von á því að okkar keppinautar myndu kæra þetta tiltekna atvik, og veit ég að menn voru að pæla í því.

Ég hefði aldrei erft það við neinn að kæra okkur.

Leiðinlegt finnst mér að þú skulir fá svona leiðindapósta, eini maðurinn sem nennir að fjalla um sportið okkar.

kv Óli

Óli Þór (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:24

4 identicon

Mæltu manna heilastur Dóri !

Það er gott að þú ætlar að halda áfram að skrifa um íslenskt rall. Höldum hlutunum áfram á uppbyggilegu nótunum og látum neikvæðar athugasemdir ekki á okkur fá.

Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:25

5 identicon

Tek undir með Kidda,þess má samt geta að Ólafur ólafsson hefur sjálfur viðurkennt að hafa fengið vatnsbrúsa úr servisbílnum,þrátt fyrir að í reglum keppninnar hafi verið tekið fram"aðeins þeir varahlutir og með þeim verkfærum sem í bifreiðinni er og er framkvæmt af áhöfn hennar,leiðinlegt því þeir voru að keyra fanta vel einsog margir aðrir sem duttu út af ýmsum ástæðum.

ps gaman að fylgjast með síðunni hjá þér

Gunnar Freyr Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:37

6 Smámynd: Þórður Bragason

Það að vera með beittann penna fer þér mjög vel Dóri, vonandi verða skrif þín til að taka umræðuna úr "gróusögur í skúrunum" of varpa ljósi á hlutina, mæltu manna heilastur.

Óli, ef þú myndir ekki erfa það við neinn að hafa kært ykkur... Nei, nú verð ég að hætta, ég er að hlæja úr mér lungun hérna..

Þórður Bragason, 21.5.2012 kl. 20:44

7 identicon

Þú verður nú bara að trúa því Doddi, ég er ekki maður sem erfi neitt við neinn.

Óli Þór (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:52

8 Smámynd: Þórður Bragason

Ég veit það Óli, en þú ert að mála þig sekari en syndina. Sjáfur hef ég lent í að vera dæmdur úr keppni, reyndar bara í ákveðnum flokki, vann sigur í næsta flokki fyrir ofan og Pétur bakari og Heimir unnu verðskuldað í 1600 flokki.

Eftir á að hyggja hefði verið erfitt að horfast í augu við Pétur og Heimi ef ég hefði haldið sigrinum þeirra, sem betur fer var það ólán tekið af mér.

Þess vegna langar mig alls ekki til að beina spjótum mínum að ykkur Gumma. En ég hef endalausann áhuga á að keppni fari fram eftir reglum, og reglur, boð og bönn, séu þannig að hægt sé að vinna eftir þeim. Þess vegna veit ég að það eina sem vantar núna er að hreinsa loftið með upplýsingum um hvað gerðist, mátti það gerast, og hvernig tók keppnisstjórn og dómnefnd á því. Það skal vera einhver eðlileg skýring á því hvernig fór. Hver er hún?

Þórður Bragason, 21.5.2012 kl. 21:12

9 identicon

Það má vel vera að ég sé að mála mig sekan, enda var það ekki neitt leyndarmál að ég hafi fengið eitthvað úr servisbílnum, ég hef játað það á mig og það er til uppáskrifað á blaði, að vísu eru fleiri fullyrðingar á því blaði sem eru ekki sannar.

Það að dómnefnd hafi dregið þetta til baka er ekki mín ákvörðun og átti ég ekki samtal við neinn úr dómnefnd né nokkurn annan um þetta mál nema Jón Þór Jónsson.

Óli Þór (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 21:34

10 identicon

Virkilega góð skrif hjá þér og alltaf gaman að lesa fréttir frá þér ásamt því að skoða myndirnar þínar!

Frábært að heyra að þú haldir áfram! og ekki láta þetta skemma hlutleysi þitt ásamt þínum skoðunum!

takk fyrir frábæra umfjöllun!

Björn Ingi Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:16

11 identicon

Sælir allir. Það er eitthvað sem allir mótorsporáhugamenn ættu að þakka fyrir er að einhver skuli eyða tíma í að fjalla og skrifa um sportið. Við sem höfum áhuga og viljum fylgjast með erum í það minnsta þakklátir fyrir það. Ég er þeirrar skoðunar að ef það eru á annað borð einhverjar reglur þá beri að fara eftir þeim. Einnig er ljóst þegar fjallað er um sportið ber að fara yfir alla hluti sem upp koma hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er enginn að draga í efa að þeir sem um ræðir óku hratt og vel í rallinu en ef reglur hafa verið brotnar ber að taka það alvarlega og skoða ofan í kjölinn. Ef keppnisstjóri hefur ákveðið að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu og enginn ákvað að kæra þá sé ég ekki að það þurfi að vera neinir eftirmálar. Reynum nú að halda friðinn í sportinu og endilega lofum þeim sem fást til að fjalla um þetta annars skemmtilega sport að gera það í friði án þess að veitast að þeim þó að þeir drepi á því sem þeim finnst aflaga hafa farið.

Með vinsemd og virðingu.

Krummi

Krummi (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 23:53

12 identicon

Í fyrsta lagi áttir þú alls ekki að taka þetta bréf eitthvað inná þig! jafnvel bara henda þessum pósti frá þessum aðila sem held ég allir vita hver er, hvað er hann að skipta sér af því sem honum kemur ekkert við. Gummi og Óli hljóta að geta staðið fyrir sínu máli sjálfir!!!

þetta er ekki í fyrsta og síðasta skiptið sem svona tilfelli koma upp í þessu ágæta sporti okkar. En öllu eftirliti með reglum hefur farið rosalega aftur og það er því miður staðreynd. Ég man bara þegar ég var að byrja í þessu sporti árið sautjánhundruð og eitthvað þá var mikið betur fylgst með öllum keppendum og þá mættir þú á réttum tíma í skoðun eða park-farme annars fékkstu bara refsingu og ekkert múður.

Þetta er ekkert flókið, Það þarf ekki nema einn aðila sem að fylgist eingöngu með að bílarnir koma á réttum tíma.

Alltaf gaman að fylgjast með þessari síðu hjá þér Dóri.

þú ert lang flottastur í þessu :-)

Jónbi (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband