Aðalskoðunar rallið farið af stað með látum

400Aðalskoðunar rallið hófst í kvöld með fjórum leiðum en rallið er haldið á Suðurnesjum. Fyrsta leiðin lá um Nikkel þar sem Íslandsmeistarinn Hilmar B og Dagbjört Rún tóku besta tímann. Á næstu leið um Stapafell-Ökugerði náðu Valdimar og Sigurjón forustu í rallinu með því að taka 4 sekúndur af Hilmari og Dagbjörtu.

Síðustu tvær leiðarnar voru um Keflavíkurhöfn og þar gerðu Valdimar og Sigurjóns mistök og keyrðu á kar og í seinni ferð óku þeir einfaldlega of hægt. Þeir vildu meina að þeir hafi valið vitlaus dekk fyrir malbikið. Hilmar og Dagbjört eru því í forustu í rallinu með 10 sekúndur í forskot á Valdimar og Sigurjón. Ljóst er að hart verður barist milli þessara áhafna á morgun og ekkert verður gefið eftir.

Kristinn og Gunnar sem aka í jeppaflokki koma í 3. sæti, 31 sekúndu á eftir 2. sæti. Þeir hafa því forustu í jeppaflokknum. Þeir félagar óku mjög vel í kvöld á sínum Cherokee bíll. Í 4. sæti koma heimamennirnir Henning og Árni sem aka í eindrifsflokki. Þeir hafa bætt mikið við hraðann frá því í fyrstu keppninni og óku lista vel í kvöld. Það verður gaman að fylgjast með þeim á morgun.

Guðmundur og Ólafur Þór eru í 5. sæti og í forustu í non turbo flokki. Þeir félagar eru 8 sekúndum á eftir 4. sæti. Feðginin Sigður Óli og Elsa Kristín eru í 6. sæti á sinni Celicu og ekki nema 1 sek á eftir þeim Guðmundi og Ólafi. Guðmundur Snorri og Guðni koma í 7. sæti aðeins 3 sekúndum á eftir feðginunum.

Í 8. sæti kemur efnilegasti rallökumaður landsins um þessar mundir, Bragi með Lejon sér við hlið. Það er hrein unun að horfa á þá félaga og ég segi það og skrifa Bragi er mesta efni sem fram hefur komið í íslensku ralli í langan tíma. Þeir voru í 1. sæti í non tubro flokki eftir tvær leiðar en sýndu mikla skynsemi á höfninni og eru því í 2. sæti í flokknum þegar rallið heldur áfram á morgun. Sjö bílar eru ennþá inní keppninni í non turbo flokki en ein áhöfn er því miður fallin úr leik þeir Katarínus og Ívar Örn með brotinn öxul.

374Pétur bakari og Gunnar bílnet eru í 9. sæti á gömlu corollunni og verða þeir örugglega grimmir á morgun. Í 10. sæti koma Baldur Haralds og Aðalsteinn og eru jafnfram í 3. sæti í non turbo flokki, ekki nema 2 sekúndum á eftir 2. sæti í flokknum.

Í 11. sæti eru Skagfirðingarnir Þórður og Björn Ingi. Þeir félagar eru í 4. sæti í non tubro flokki og gaman að sjá að þeir hafa bætt töluvert við hraðann frá fyrstu keppni.

Í 12. sæti og Gylfi og Holgeir en þeir eru jafnframt í 2. sæti í jeppaflokki. Baldur Arnar og Hjalti aka í non turbo flokki eru í 13. sæti og í því 5 í sínum flokki. Væri gaman að sjá Baldur vera aðeins grimmari á gjöfinni því hann getur það vel. Sigurður Arnar og Brynjar eru í 14. sæti og 6. í non turbo. Í 15. sæti eru bræðurnir Hörður og Þórður og í 3. í jeppafloki. Síðastir en ekki sístir eru Jóakim og Brynjar og eru í 7. sæti í non turbo flokki.

Mjög skemmtilegur dagur er framundan á morgun og þá hefst rallið fyrir alvöru. Þá verða eknar níu sérleiðir og fyrstu tvær eru um Djúpavatn fram og til baka. Umfjöllun um rallið kemur svo annað kvöld.

Myndir: Efri heimamennirnir Henning og Árni sýndu flotta takta í kvöld. Neðri Bragi og Lejon halda uppteknum hætti frá fyrsta rallinu og keyra af mikilli snilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband