Aðeins 13 áhafnir skráðar til leiks

421Miðsumars rally BÍKR fer fram næstkomandi föstudagskvöld og aðfara nótt laugardags og fer rallið að mestu fram á Kaldadal.

Aðeins 13 áhafnir mæta til leiks að þessu sinni sem er mjög döpur þáttaka. Hver ástæðan er fyrir því er ekki gott að segja. Í fyrstu tveimur keppnunum voru 18 og 17 áhafnir svo þetta er veruleg fækkun, ekki síst í ljósi þess að tvær áhafnir eru með núna sem ekki voru í fyrstu tveim keppnunum.

Undirritaður hefði viljað sjá aðrar leiðar í þessari keppni t.d. leiðarnar fyrir austan fjall þ.e. Dómadal og Tungná. 

Rásröð rallsins er að finna inná www.bikr.is . Af þessum 13 áhöfnum verða sex í non turbo flokki en hingað til í sumar hefur það verið fjölmennasti flokkurinn. Í jeppa og eindrifsflokki mætir aðeins ein áhöfn í hvorum flokki. Í stóra flokknum, grubbu N, eru aðeins fjórar áhafnir að þessu sinni. Gaman hefði verið að sjá menn eins og t.d. Jón Örn og Marian mæta til leiks, en nóg er til af bílum í grubbu N hér á landi.

Keppnisskoðun fer fram á fimmtudag kl. 18:00 en keppnisstjórn hefur enn ekki gefið út staðsetingu þrátt fyrir að aðeins rúmir tveir sólarhringar eru í skoðun.

Mynd: Þórður og Björn í fyrsta rallinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði nú verði hægt að hafa fleirri með ef fólk væri ekki í ruglinu

valdi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 23:10

2 identicon

ég hafði ekki tíma til að mæta í þetta skiptið en einnig heillar kaldidalur mig ekki

Kiddi sprautari (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 10:44

3 identicon

Hefði viljað fara austur fyrir með þessa keppni en ætla nú ekkert að væla þetta - Kaldidalurinn er skemmtilegur.

 Ég geri ekki ráð fyrir því að keyra alþjóðarallið en leiðinlegt fyrir þá sem það ætla að gera að vera þá að keppa 3ja rallið (af 5) á sömu slóðum.

Maggi Þ (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 15:50

4 identicon

Kaldidalur er náttúrulega móðir allra sérleiða ! :-)

Ég held að það sé nú verið að plana að fara með RallyReykjavík austur án þess að ég sé viss þannig að menn ættu nú að fá að keyra eitthvað þar líka.

Ef að menn skoða nú tölfræðina þá var hlutfall nýrra leiða (eða leiða sem að hafa ekki verið eknar í ralli í mörg ár) í fyrsta ralli sumarsins um 40% og í þessu ralli núna ríflega 60%. Svo ég tjái mig ekki um suðurnesjarallið sem að var fullt af ferskum leiðum líka. Það er nú einfaldlega þannig að leiðaval verður sífellt erfiðara, þ.e. þeim fækkar stöðugt þannig að það er óhjákvæmilegt að sömu leiðirnar dúkki upp í fleiru en einu ralli yfir sumarið. Fjölbreytileikinn er samt að mér finnst með besta móti þetta árið og verður vonandi í Skagafirðinum líka....

kv. Jónsi

Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 16:13

5 identicon

auðvitað snéri ég tölunum við.... það var 60% í fyrsta og er 40% núna :-)

kv. Jónsi

Jón Þór Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband