ehrally mætt uppá kaldadal - uppfært rallið búið

Ehrally er mætt uppá kaldadal. Erum sirka inná miðri leið, fyrsti bíll ræsir eftir eftir 30mín. Ætla reyna vera með tíma á fyrstu bílunum.

Þið uppfærið með því að ýta á F5 takkann.

Eftir fyrstu serleið um kaldadal náðu eygjó og heimir besta tima 22:28 og tóku þeir 5 sek af sigga og ísaki sem voru 22:33 . 3 besta tima tóku hilmar og dagbjört 23:20. Þvi miður ekki með tima á fleiri keppendum en margir sýntu flottan akstur! . Gaman verður að sja framhaldið en þetta er mjog óvænt staða eftir fyrstu leið. Rallinu lauk nú fyrir stundu og náðu sigurður og ísak að sigra rallið. Í non turbo sigruðu baldur og aðalsteinn.

Umfjöllun um rallið kemur sirka um 18:00 í dag (laugardag)...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dóri, hvað klikkaði hjá Eyjó og Heimir? voru þeir ekki með bensín eftir kaldadal? Glæsilegur akstur hjá þeim, hvað er eiginlega í þessum jeppa?, hann nánast flengir stóru kallana.

Jónbi (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 08:52

2 identicon

Þeir fóru útaf á uxahryggjum og sprengdu bæði afturdekkinn. Gríðarlega svekkjandi. eins og þú segir þá var þetta glæsilegur akstur hjá þeim! Ótrulegt að svona bíll nái betra tima en tveir evo 7 með öllum græjum yfit 39km leið um kaldadal. Sýnir hvað goðar nótur og grimmur akstur ökumanns getur skilað!! En mer skilst á ökumönnum dýru bílana að þeir hafi ekkert verið að keyra hahaha...

Dóri (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 13:14

3 Smámynd: Árni Jónsson

Þetta var svakalega óvænt þegar þeir komu af fyrstu leið og átti held ég engin von á þeim þarna fremst en eins og Dóri segir þá er magnað hvað grimmur keyrari og góður kóari geta gert saman á gömlum búiðing.

Árni Jónsson, 30.6.2012 kl. 14:14

4 identicon

já ok, inná hjá Tryggva segir að þeir hafi orðið bensínlausir.

Mjög flott hjá þeim en svekkjandi að klúðra þessu á síðustu leið...en svona er þetta manni hleypur stundum of mikið kapp í kinn :-) Hvað hefur maður heyrt þetta oft: "við vorum ekkert að keyra"

Jónbi (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 14:45

5 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já rétt Jónbi stundum ætlar maður sér um of, við þekkjum það sem erum keppnismenn . En ég áhvað þar sem þú og Boggi eruð ekki á Facebook hehehe að fer copy og er paste sem Heimir skrifaði í dag og lýsir því aflverju þeir eru skráðir af hafa verið bensínlausir, kemur her að neðan.

Ákvöðum að fara með alla þá grimmt og geðveiki sem við mögulega gátum. Ætluðum að ná 1. sætinu þó það eigi að vera ómögulegt beri maður bílana saman. En í stuttu máli þá fórum við útaf í H2 kreppist í V, rétt áður en þú ferð niður á beina kafla á Uxahryggjum. Við þetta sprengjum við bæði afturdekkin, ákvðum að klára leiðina en þegar c.a 1,5km er eftir af leiðinni deyr á bílnum, á bensínljósið flassar á okkur. Okkar 1.hugsun gat á tankinn og allt bensin farið. Við pæltum ekkert meir í því náðum ekki 1.sætinu, þannig við settumst bara niður sáttir við að hafa reynt allt sem við gátum til að ná 1.sæti. Þegar serviceinn kom og fór að skipta um dekk og kíkja á þetta þá kom í ljós að plöggið sem stingst á bensíndælunna hafði losnað. Því var stungið í samband skipt um bæði dekkin og keyrt í bæinn á þeim hálfa tank sem var á bílnum.

Heimir og Halldór Jónssynir, 30.6.2012 kl. 20:52

6 identicon

væri nú gaman að sjá fleirri rallara hugsa svona ekki bara sætta sig við sættinn sín í öllum keppnum

valdi (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 20:57

7 identicon

Já Valdi þetta er helvíti hart að vera búinn að þurfa að sætta mig við 10 stig í öllum keppnum núna,við keyrðum ekki hratt og er ekki við neinn að sakast nema mig í því tilfelli,leiðaskoðun var nánast engin því kiðpur vegna tímaleysis en það var annaðhvort að keyra rólega eða sleppa því að vera með,við vorum nótulaus hálfan kaldadal upp og gátum ekki yfirfarið nótur af surtshelli,eins gátum við ekki leiðaskoðað kaldadal niður og uxahryggi og keyrðum það á nótum frá 2004,samt náum við besta tíma á annari leið um surtshelli og besta tíma á uxahryggjum,kaldidalur hefur aldrei verið mín leið og verður það ekki fyrr en það verða gerðar nýjar leiðanótur af þeirri leið,Eyjó og Heimir keyrðu flott og var ég alveg búinn að sætta mig við að vera búinn að tapa fyrir þeim enda átti ég ekki skilið að vinna þá með eins litlum undirbúningi og fór í þetta,þetta kennir manni að undirbúningur skiptir miklu máli eins og þú valdi ættir að vera farinn að átta þig á,ég er samt sáttur við að taka besta tíma á 2 leiðum af 5 í þessu ralli því við erum að reyna að vera með þó tíminn hafi ekki verið til þess í þetta skipti......

Hilmar (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:11

8 identicon

Valdi þetta snýst alltaf um að spila á stöðuna sem kemur upp og Himmi gerir það mjög vel, þess vegna er hann efstur að stigum. Og eins og Himmi segir undirbúningur og ennþá meiri undirbúningur og góðar nótur, reynsla og sérleiða kílómetrar er undistaðan að sigri, þú verður ekki Íslandsmeistari í ralli á fyrsta ári sama hversu góður ökumaður þú ert í daglegri umferð. þetta vita allir góðir rallarar.

Hvar er hægt að sjá stöðuna í Íslandsmótinu??

Jónbi (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:52

9 identicon

Staðan í Íslandsmótinu ætti að vera inná www.asisport.is

Virkilega flottur akstur hjá Eyjó og Heimi.

Guðmundur Höskuldsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband