Staðan á Íslandsmótinu

danni og ásta 2008Eins og áður hefur komið fram á síðunni eru þrjár keppnir búnar af fimm á Íslandsmótinu í rallakstri. Línur eru þegar farnar að skýrast en nóg er eftir af stigum svo mikið á eftir að gerast áður en mótið er úti.

Íslandsmeistarinn Hilmar með Dagbjörtu sér við hlið leiða Íslandsmótið með fullt hús stiga. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að mesta baráttan um titilinn verði í non tubro flokki.

Staðan á Íslandmótinu http://asisport.is/index.php/St/Rally.

Ef Dagbjört landar titli aðstoðarökumann yfir heildina, sem lítur nú út fyrir að hún geri, þá verður hún aðeins önnur konan til að hampa þeim titli. Hin er Ásta Sigurðardóttir sem varð Íslandsmeistari 2006 og 2007 með bróður sínum Daníel. Þau systkinin hafa ekki keppt mikið saman hér á landi eftir titilinn 2007. Þau hafa þó keppt töluvert eftir það í Bretlandi með góðum árangri.

Næsta keppni fer fram í Skagafirði 27. og 28. júlí og munu upplýsingar um það rall koma inná www.bks.is . Síðasta rallið sem er jafnframt það stæðsta er Rally Reykjavík www.rallyreykjavik.net sem fer fram 6. til 8. september. Ehrally er komið í stutt sumarfrí enda ekki mikið um rallýfréttir þessa dagana.

Mynd: Systkinin Daníel og Ásta á fullri ferð í RR 2008 - Ljósmyndari Elvar Örn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband