Skagafjarðarrallið farið af stað

Siggi og ÍsakFjórða umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór af stað í kvöld. Rallið um helgina er í Skagafirði og haldið af Bílaklúbbi Skagafjarðar www.bks.is . Þeir halda þessa keppni árlega og gera það ætíð vel.

Eins og áður sagði er rallið farið af stað og hafa ökumennirnir þegar ekið sex sérleiðir og dagur eitt á enda komin. Sérleiða km eru töluvert fleiri á morgun og t.d. aka keppendurnir hina margfrægu og skemmtilegu leið um Mælifellsdal.

Forustuna í rallinu hafa þeir félgar Sigurður Bragi og Ísak Guðjónsson og hafa ekið vel. Þeir tóku forustuna strax á 1. leið og leiða rallið með 1, mín og 10 sekúndur í forskot á þá Jón Bjarna og Halldór Vilberg, þeir aka Jeep Cherokee og hafa ekið honum ansi vel í kvöld.

Baldur Haralds og Aðalsteinn koma í 3. sæti en ekki nema 4. sekúndum á eftir 2. sæti, þeir hafa einnig ágætt forskot í non turbo flokknum sem er fjölmennasti flokkurinn þetta árið. Baldur er heimamaður og greinilegt að hann er að láta til sín taka á heimvell.

Í 4. sæti koma Guðmundur og Ólafur Þór og eru í 2. sæti í non turbo. Í 5. sæti kemur Sigurður Arnar með Brynjar sér við hlið og þeir eru í 3. sæti í non turbo.

Gaman verður að sjá hvernig keppnin þróast á morgun og greinilegt að ekkert verður gefið eftir. Það stefnir í svaka slag í non turbo flokknum á morgun. Stöðuna í rallinu er að finna inná  http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=29&RRAction=4 .

Eins og lesendur hafa tekið eftir eru Hilmar Bragi og Dagbjört Rún ekki í efstu sætunum en þau leiða Íslandsmótið. Þau féllu því miður úr leik á annari sérleið eftir að afturöxull brotnaði í bíl þeirra. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Hilmar fellur úr leik en hann er vanur að ljúka öllum röllum, það er ekki öll nótt út um það ennþá! Þau koma inní rallið í fyrramálið, því í þessu ralli máttu koma inn ef þú fellur úr keppni. Þau fá reyndar töluverða refsingu en gætu náð í dýrmæt stig í baráttunni um titilinn.

Rallið heldur áfram í fyrramálið og verður fyrsta leið Mælifellsdalur og svo önnur Mælifellsdalur til baka. Umfjöllun um rallið kemur svo inná síðuna annað kvöld ef undirritaður kemst í tölvu þar sem hann er í sumarfríi með fjölskyldunni.

Mynd: Sigður og Ísak í Skagafjarðarralli 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband