Þjálfari Keflavíkur í 14-2

Kristján þjálfari Keflavíkur kemur í þáttinn 14-2 í kvöld.Hann sagði að Guðjón ætti að koma fram og biðjast afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla eftir leikinn í garð Kristjáns þjálfara.Bíddu alveg rólegur hann er greinilega búin að gleyma hvað hann sagði sjálfur eftir leikinn í gær.Þá sagði hann að Bjarni hafi ætlað að skora þarna og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann væri óheiðarlegur.Ætlar Kristján þá ekki að biðja Bjarna afsökunar.Nei ég var búin að gleyma Keflavík kemur ekki fram og biðst afsökunar og þeir harma ekkert.Þeir eru að verða frekar sorglegir þessir Keflvíkingar.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð bara að viðurkenna að ég veit ekkert hverju ég á að trúa í þessu máli... Getur samt séð mitt álit á þessu á mínu bloggi
http://www.minnsirkus.is/userpage/article_view.aspx?user_id=4236&article_id=342543

Björn A. (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:51

2 identicon

 

Eftir að hafa horft á leikinn,viðbrögð Bjarna,Viðbrögð Keflvíkinga,og viðbrögð forráðamanna beggja liða þá er ekki hægt að segja annað en,það er sama hvað þið vælið,það er leyfilegt að skora svona og ekki við Bjarna Guðjónsson að sakast að það megi.

Hins vegar má velta fyrir sér viðbrögðum forráðamanna Keflavíkur sem breyða yfir að  ráðist var á Bjarna líkamlega og andlega og óumdeilanlegt að leikmaður keflavíkur reyndi með óyggjandi hætti að meiða hann en fékk rautt spjald fyrir,ég held hvorki með ÍA eða Keflavík og finnst fótbolti á Íslandi með eindæmum lélegur,en hverju töpuðu Keflvíkingar ? fyrst og fremst mannorði sínu í íþróttum,enginn vafi að Bjarni biðst afsökunar,en það nægir ekki keflvíkingum,enginn vafi að viðbrögð Bjarna voru að gefa Keflavík mark,en Bjarni er ekki guð almáttugur og maður gefur ekki villidýri sem ræðst á mann verðlaun svo keflvíkingar ættu að líta í eigin barm og það er hætt við að glerhúsið sem þið búið í brotni yfir ykkur...............annars er þetta búið og gert og ekki hægt að taka gerðan hlut til baka,en hægt að snúa sér að því að þetta eigi sér ekki stað aftur !!!! enginn hefur leyst það. Kannski væri best að félögin stæðu að því að setja á óskrifaðar eða skrifaðar reglur um að boltinn ætti að spilast í innkast aftur í svona tilvikum. En sirkusinn vill athygli að hverju brosir keflvíkingurinn sem fékk rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Bjarna þegar hann labbar með hliðarlínunni eftir að hafa verið rekinn útaf ? líklega stoltur af að hafa verið skipt inná og rekinn útaf stuttu síðar ? Margt sem keflvíkingar mættu huga að í eigin liði leysir ekki þeirra mál að leysa vandamál annarra.

ÓÁS (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband