Ekki okkar dagur

Fjórða umferðin í Íslandsmótinu í ralli fór fram í skagafirði í gær(laugardag).Árangur okkar Eyjó var alls ekki góður,á fyrstu sérleið fórum við félagar langt útaf, við útafaksturinn sprengdum við dekk,við stoppuðum bílinn og skiptum um dekkið felgan var einnig mölbrotinn svo datt tjakkurinn niður,við kláruðum leiðina á 25mín og 27sek,töpuðum í kringum níu mínútum á þessu ævintýri okkar.Eftir þessa fyrstu leið áttum við enga möguleika á fyrstu sætunum í rallinu,og í stað þess að vera reyna að rembast við ná upp töpuðum tíma þá ákváðum við að klára rallið og safna fleiri kílómetrum á bílinn,en þetta var aðeins okkar annað rallý á bílnum,en við lærðum helling á þessari keppni,og nú er bara að fara að undirbúa næsta rall sem er rallý reykjavík.

Pétur og Heimir keyrðu mjög vel í þessari keppni og eru þeir félagar að aka gríðarlega vel,þeir eru komnir með afgerandi forustu í 1600 flokki og 2000 flokki og það þarf eitthvað mikið að koma fyrir ef þeir landa ekki Íslandsmeistaratitli í haust í báðum flokkum.Það yrði mjög gaman fyrir okkur bræðurna,mig,Heimi og Hannes ef þetta tekst hjá Pétri og Heimi,því þá höfum við bræður allir orðið Íslandsmeistarar í ralli,ég 2001 í 2000 flokki,Hannes í 1600 flokki og 2000 flokki 2002,ég 2004 í 2000 flokki,og svo Heimir kannski 2007 í 1600 flokki og 2000 flokki,en þetta kemur allt saman í ljós.

Úrslit úr rallinu koma hér að neðan.Fyrstu 8 sætin fá stig í Íslandsmótinu yfir heildina

1.Sigurður Bragi Guðmundsson-Ísak Guðjónsson 1:02:18 10stig
2.Jón Bjarni Hrólfsson-Borgar Ólafsson 1:03:22 8stig
3.Óskar Sólmundarson-Valtýr Kristjánsson 1:03:27 6stig
4.Valdimar Jón Sveinsson-Ingi Mar Jónsson 1:08:05 5stig
5.Fylkir A. Jónsson-Elvar Jónsson 1:08:05 4stig
6.Hilmar Bragi Þráinsson-Vignir Rúnar Vignisson 1:09:17 3stig
7.Pétur S. Pétursson-Heimir Snær Jónsson 1:09:22 2stig
8.Marían Sigurðsson-Jón Þór Jónsson 1:13:14 1stig
9.Guðmundur Sigurðsson-Ingimar Loftsson 1:14:09
10.Helgi Óskarsson-Benedikt Helgason 1:15:12
11.Henning Ólafsson-Anna Birna Björnsdóttir 1:15:25
12.Sigmundur Guðnason-Jón Sigmundsson 1:15:30
13.Eyjólfur D. Jóhannsson-Halldór Gunnar Jónsson 1:16:47
14.Örn Ingólfsson-Óskar Jón Hreinsson 1:35:48.

Myndir af rallinu koma inn eftir helgi.


mbl.is Sigurður og Ísak sigruðu í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband