Fjórir Finnar í efstu átta sætunum

Latvala-Sweden-2008Hinn 22 ára Finni Jari-Matti Latvala sem ekur Ford Focus sigraði sænska rallið sem lauk í dag,þetta er fyrsti sigur Finnans á heimsmeistaramótinu og hann er því orðin yngsti sigurvegarinn á heimsmeistaramótinu í rallakstri frá upphafi,þessi ungi Finni vann 6 sérleiðir af þeim 20 sem voru eknar í rallinu,það er nokkuð ljóst að Latvala mun berjast um heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili en þetta var aðeins annað mótið á tímabilinu,landi Latvala og liðsfélagi Mikko Hirvonen lendi í öðru sæti en hann endaði 58 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum,Mikko Hirvonen hefur tekið forustu í heildarkeppninni efir tvö mót hann er með 16 stig en næstir koma Loeb og Latvala báðir með 10 stig.Fyrstu átta sætin gefa stig til meistara og það voru fjórir Finnar sem náðu inn á átta efstu sætin auk þessara tveggja sem eru nefndir hér að ofan voru það Toni Gardemeister sem náði sjöunda sætinu en hann ekur Suzuki SX4 og Juho Hanninen lendi í áttunda sæti hann ekur Mitsubishi Lancer.Næsta keppni fer fram í Mexico í lok febrúar.

Staðan í heildarkeppninni eftir tvær keppnir

1st  Mikko Hirvonen88-------------16
2nd  Jari-Matti Latvala010-------------10
3rd  Sébastien Loeb100-------------10
4th  Gigi Galli36-------------9
5th  Petter Solberg45-------------9
6th  Chris Atkinson60-------------6
7th  Francois Duval5--------------5
8th  Andreas Mikkelsen-4-------------4
9th  Daniel Sordo03-------------3
10th  Jean-Marie Cuoq2--------------2
10th  Toni Gardemeister02-------------2
12th  Per-Gunnar Andersson10-------------1
12th  Juho Hänninen-1-------------1

Video af Jari-Matti Latvala á síðustu sérleiðinni í dag  www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=310&featureid=244&desc=Latvala%20wins%20Swedish%20Rally  .

Mynd: www.latvalamotorsport.com .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband