Mexíkó rallinu lauk með sigri Loeb

Loeb.Mexico-2008Heimsmeistarinn í rallakstri Frakkinn Sébastien Loeb sigraði Mexíkó rallið sem lauk í dag,þetta er þriðji sigur Loeb í röð í Mexíkórallinu,Loeb hefur nú unnið tvær keppnir af þrem sem búnar eru í heimsmeistarakeppninni en alls verða fimmtán keppnir í ár.

Ástralinn Chris Atkinson sem ekur Subaru Imprezu lendi í öðru sæti en hann endaði rúmri mínútu á eftir Loeb,þetta er besti árangur Atkinson í heimsmeistarakeppninni frá upphafi,Atkinson er nú í fjórða sæti í heildarkeppninni eftir þrjú mót með 14 stig.Finninn Jari-Matti Latvala sem vann síðustu keppni í Svíþjóð endaði í þriðja sæti í þessari keppni og var þrjátíu sekúndum á eftir öðru sætinu.

Mikko Hirvonen kláraði þessa keppni í fjórða sæti og hann endaði tveim mínútum á eftir Latvala.Hirvonen heldur forustunni í heildarkeppninni með 21 stig en hann er eini toppökumaðurinn sem hefur fengið stig í fyrstu þremur keppnunum sem búnar eru á þessu tímabili,hann hefur þó ekki enn unnið mót fengið tvisvar átta stig og nú fimm stig.

Staðan í heildarkeppninni eftir þrjú mót.

1st  Mikko Hirvonen885------------21
2nd  Sébastien Loeb10010------------20
3rd  Jari-Matti Latvala0106------------16
4th  Chris Atkinson608------------14
5th  Gigi Galli360------------9
6th  Petter Solberg450------------9
7th  Francois Duval5--------------5
8th  Henning Solberg 004------------4
9th  Andreas Mikkelsen-4-------------4
10th  Matthew Wilson003------------3
11th  Daniel Sordo030------------3
12th  Toni Gardemeister020------------2
12th  Frederico Villagra--2------------2
12th  Jean-Marie Cuoq2--------------2
15th  Per-Gunnar Andersson100------------1
15th  Juho Hänninen-1-------------1
15th  Ricardo Trivino--1------------1

Mynd: www.rallymexico.com .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband