Skemmtileg grein

N1 rallýliðið birti í dag skemmtilega grein inná heimasíðu sinni www.evorally.com um íslenska rallið,Borgar Ólafsson skrifaði þessa grein en hann er aðstoðarökumaður Jóns Bjarna,þeir félagar verða auðvita í slagnum í rallinu í sumar.Ég set þessa frétt hér að neðan en endilega að kíkja á þessa flottu heimasíðu þeirra www.evorally.com  .

Það stefnir í mikla keppni í sumar í rallinu líklega þá mestu í mörg ár, síðan reglunum var breytt fyrir 2 árum hefur bílum fjölgað sem eru í toppbaráttunni eftir mjög slök ár þar á undan. Það höfðu nú ekki allir trú á því að þetta mundi gerast en með því að banna “stóru” bílana þá hafa fleiri grúbbu N bílar verið fluttir til landsins. Það eru nokkrar áhafnir sem eiga eftir að slást um titil og sigur í hverri keppni hér að neðan er okkar mat á því hvernig þetta kemur til með að vera.
900_5936[1]
Sigurður Bragi og Ísak mæta á MMC EVO 7 þetta er þriðja árið sem þeir mæta á þessum bíl en þeir hafa nú ekki verið mjög heppnir hvað varðar bílarnir. Núna eru þeir búnir að skipta út öllu sem verið hefur að bila og bíllinn orðinn svona eiginlega rúmlega EVO 7, komnir m.a með drifrás úr EVO 8 sem á að vera betri. Það ber ekki mikið á þessum mönnum og ekki er Siggi með bílinn útum allan veg en hann nær góðum tímum og er með mestu reynsluna af öllum. Þeir verða pottþétt í efstu sætunum í sumar og líklega erfiðustu andstæðingarnir.
sigurdarson07[1] 
Jóhannes Gunnarsson mætir á nýjum bíl með nýjan aðstoðarökumann sem við vitum nú reyndar ekki hver er. Hann keypti MMC EVO 7 sem Daníel Sigurðarson var að keppa á í Bretlandi í fyrra, og eins og Danni sagði “fljótasti EVO 7 í Bretlandi” og þá hlýtur það að eiga við Ísland líka! Jói er búinn að vera að keppa á EVO 5 sem var nú ekki besti bíllinn hér, fjöðrunin í bílnum var ekki góð og einnig var hann ekki með alvöru gírkassa. Það verður því spennandi að sjá þá á alvöru bíl og ættu þeir að blanda sér í toppbaráttuna.
900_5927[1] 
Pétur bakari Pétursson og Heimir Jónsson festu kaup á EVO 6 bíl sem Danni er búinn að vera meistari á 2006 og 2007 sumir sögðu að þetta væri ónýtur bíll en það var langt frá sannleikanum. Eina sem var að þessum bíl er að hann var sjúskaður, þeir eru búnir að taka allann bílinn í gegn og verður virkilega gaman að sjá þessa stráka á alvöru bíl en í fyrra urðu þeir Íslandsmeistarar í 1600 og 2000 flokki geri aðrir betur. Tímarnir sem þeir náðu í fyrra á 20 ára gamalli Toyotu Corollu voru hreint út sagt frábærir og greinilegt að Heimir hefur haft góð áhrif á Pétur en hann hefur lengi verið svolítið villtur. Í sumar verða þeir þó að venjast miklu meiri hraða en í fyrra og einnig að læra á bílinn en þegar líður á sumarið verða þeir orðnir ansi fljótir.
900_5949[1] 
Óskar Sólmundarson og Valtýr eru á Subaru Impreza, í fyrra þá gekk þeim vel í fyrstu (2sæti) og síðustu keppninni sem þeir unnu, í hinum voru þeir með bilaðan gírkassa. Þeir sýndu það í haustrallinu að þeir geta verið mjög hraðir en þá voru þeir loksins komnir með gírkassann í lag og einnig driflæsingu að framan eða eins og Óskar sagði “þetta er allt annar bíll núna” Án efa verða þeir í toppbaráttunni enda unnið eitt rall og vilja örugglega meira.
rally3[1] 
Við svo erum að fá þriðja bílinn á þrem árum, nokkuð gott fyrir rallflotann en sumir segja að við þurfum bara að læra meira þetta sé ekki bíllinn! En að öllu gamli slepptu þá settum við markið hátt í fyrra, kannski of hátt og náðum ekki þeim markmiðum sem við ætluðum okkur. En til að vinna þá þarf að setja markið hátt og vinna út frá því. Við vorum í töluverðum vandræðum með gírkassann allt sumarið (hann var tekinn 6 sinnum úr bílnum), veltum einu sinni og einnig fór vélin í bílnum rétt fyrir alþjóðarallið, það var því nóg að gera hjá okkur. Eftir að hafa skoðað ýmsa möguleika þá ákváðum við að kaupa MMC Lancer EVO7, margir segja að Lancerinn sé fljótari en Subaru og það horfum við svolítið á en einnig á að vera ódýrara að reka Lancerinn. Þessi bíll á að vera samanburðarhæfur við bílana hér að ofan, spurningin er hvað við verðum fljótir að ná tökum á bílnum við allavega ætlum að gera okkar besta og eins og alltaf setjum við stefnuna á sigur eins og allir aðrir.

untitled[3] 

Daniel Sigurðarson sem ásamt systur sinni Ástu en þau vorur Íslandsmeistarar 2006 og 2007 hefur ákveðið að taka þátt í Bresku meistarakeppninni þetta árið. Ísak Guðjónsson hefur farið með honum í einhverjar keppnir og einnig verður Ásta eitthvað með honum úti. Hann hefur keyptsér MMC EVO 9 enga smá græju og fyrsta keppnin á þeim bíl úti lofar góðu, ef bíllinn hefði haldist í lagi er engin spurning að hann hefði endað í góðu sæti en því miður bilaði kúpling hjá honum. Danni sannaði það þarna að hann á fullt erindi í keppninni ekki bara topp 5 heldur getur hann unnið ef allt gengur upp. Erfitt hefur verið fyrir hann að finna kostendur til að standa við bakið á honum en við vonum að það fari að ganga betur þannig að hann geti farið að einbeita sér að keppninni á fullu.

Myndir: www.motormynd.net  , www.evorally.comwww.hipporace.blog.is  .Þetta eru bílarnir sem ökumennirnir munu aka á í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband