24.dagar í fyrstu keppni

Evo 6-2007

Það styttist óðum í að ralltímabilið byrji hér á Íslandi en fyrsta keppnin fer fram 17.maí,gaman verður fylgjast með rallinu í sumar og spennan á eftir að vera mikil,margir nýjir bílar mun líta dagsins ljós og það verða 8-10 bílar í toppbaráttunni.

Mínir drengir Pétur og Heimir keppa á Mitsubishi Lancer Evo 6 í sumar en þetta er bíllinn sem Daníel og Ásta óku síðustu tvö tímabil og urðu Íslandsmeistarar á í bæði skiptin.Pétur og Heimir hafa verið að vinna mikið í bílnum undanfarnar vikur og eru að taka bílinn allan í gegn fyrir átökin í sumar.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim en þeir þurfa einhvern tíma til að venjast hraðanum,en þegar líður á verða þeir skæðir,Þeir náðu frábærum árangri í fyrra og urðu Íslandsmeistarar í nýliða og 2000 flokki og yfirburðir þeirra voru með eindæmum í þessum tveimur flokkum.Ég hef mikla trú á þeim og þeir eiga eftir að gera það gott í sumar.

Það er einna helst Jón Bjarni og Borgar og Sigurður Bragi og Ísak sem eru á vörum fólks sem líklegustu Íslandsmeistarar 2008 enda eru þeir með bestu bílana og mestu reynsluna en það segir ekki alltaf allt,þessir menn þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum því nokkrir ökumenn verða ekki langt á eftir þeim t.d Óskar sól verður mjög hraður en bíll hans er ekki eins góður og þeirra,svo verða menn eins og Valdi kaldi á Subaru Imprezu og Jói Gunn á Evo 7 sem koma til með að blanda sér í þessa baráttu og svo koma alltaf einhverjir á óvart.

Mín spá er að Jónbi og Boggi standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust en eins og áður sagði þá verður baráttan mikil í sumar og í raunin mjög erfitt að spá í hvernig þetta fer.

Fleiri fréttir af Íslenska rallinu þegar nær dregur fyrsta móti.

Mynd: www.hipporace.blog.is ,bíllinn hjá Pétri og Heimi en útlitið á bílnum verður allt öðruvísi en það var í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Raggi M

hvernig er það ætlið þið að vera með í sumar ??

Raggi M, 25.4.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Sæll Raggi.

Nei við verðum ekki með í sumar,það verður kannski mætt í rallý reykjavík.

Heimir og Halldór Jónssynir, 29.4.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband