Íslandsmótið galopið

Valdi á flugi í suðurnesjaralli

Fjórða rallkeppni sumarsins fór fram í Skagafirði í gær í frábæru veðri,ekið var fjórar ferðir um Mælifellsdal og tvær ferðir um Nafir innanbæjarleið á Sauðárkróki.

Spennan í Íslandsmótinu var mikil fyrir mótið í gær en hún er ekki minni núna því mótið er galopið og ekki munar nema 10.stigum á 1 og 4 sæti þegar fjórum mótum af sex er lokið.

Sigurður Bragi og Ísak gerðu vel og sigruðu í rallinu og tóku þar með forustuna í Íslandsmótinu sem er nú ekki nema 1.stig,þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri þar sem helstu keppinautar þeirra sprengdu dekk og töpuðu töluverðum tíma á því,ég óska Sigga og Ísak til hamingju með þeirra anna sigur í sumar.

Í 2.sæti lentu Jón Bjarni og Borgar og er það vel af sér vikið hjá þeim félögum,þeir sprengdu dekk á leið 3 upp dalinn og þar sem mikið var eftir var af leiðinni ákváðu þeir að skipta um dekkið rétt ákvörðun núnaWink.Jón og Borgar keyrðu gríðarlega vel í þessu ralli og gaman verður að sjá hvað þeir gera í rallý reykjavík.

Bræðurnir Fylkir og Elvar tóku 3.sætið mjög vel gert hjá þeim,þeir bræður óku vel í rallinu og voru að bæta tíma sína talsvert frá því í fyrra á þessari sömu leið,þeir eru nú komnir með 15.stig á Íslandsmótu og þrátt fyrir að hafa mist af rallinu á Snæfellsnesi.

Valdimar og Ingi lentu í 4.sæti og eru þeir nú komnir í 3.sætið á Íslandsmótinu með 20.stig,þeir voru að keyra vel í þessu ralli og voru í 2.sæti þegar 3.leiðar voru búnar en þeir sprengdu dekk á leið 4 síðustu ferð niður dalinn og ákváðu að keyra sirka 15km á sprungnu og við þetta duttu þeir niðrí 4.sætið þeir hefðu tapað fleirum sætum ef þeir hefðu skipt um dekkið,það er gaman að sjá að Valdi hefur tekið miklu framförum frá því í fyrra,það væri gaman að sjá Valda á öflugri bíl á næsta ári því hann kemur þessum bíl ekki hraðar.

Pétur og Heimir(bróðir) leiddu Íslandsmótið fyrir keppnina í gær en þeir hafa staðið sig vel það sem af er sumri,þetta var samt ekki þeirra rallý og komust þeir aldrei almennilega í gang í þessari keppni,þeir byrjuðu á því að sprengja á 1.leið og ákváðu að skipta um dekkið og líklega töpuðu þeir rúmum 3 mínútum á því og svo í ofanálag fengu þeir 1 mínútu í refsingu fyrir að mæta of seint í ræsingu keppninnar,það er ljóst að einhverjir keppendur gerðu athugasemd við þetta hjá þeim en keppistjórn tók ákvörðun um refsinguna okey gott og blessað EN ef það á að fara eftir reglum í ralli væri þá ekki rétt að fara eftir þeim ALLTAF ekki bara stundum!.

Það er vert að minnast á þáttöku Ástu og Steinunnar en þær stóðu sig með miklu ágætum í þessu ralli,þær keyrðu fyrstu tvær leiðarnar með bilaðan bíl en svo náðist að gera við bíl þeirra og það sást heldur betur á tímunum og sýndu þær flotta takta sem eftir var ralls og enduðu þær í 13.sæti af 16 sem kláruðu.

Næsta rall fer fram 21/23 ágúst en það er rallý reykjavík ( www.rallyreykjavik.net ).

Mynd: www.valdi.is .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jú auðvitað á alltaf að fara eftir reglum, maður á líka alltaf að gera ráð fyrir því að keppnisstjórn sé með allt á hreinu, sem var raunin þarna

Ef maður mætir löggunni á 140 einu sinni, og hún stoppar þig ekki, þá er ekki þarmeð sagt að hún stoppi þig ekki þegar þú mætir henni næst á 140...

þetta hefur verið voðalega frjálslegt þar sem af er sumars með tímavarðsstöðvar ofl, en það er bara gott mál að BÍKS taki harðar á, enda er það ekki þeirra að apa vitleysu eftir öðrum. 

Ólafur Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:55

2 identicon

Auðvita gerir maður ráð fyrir að keppnisstjórn sé með allt á hreinu!..Keppnisstjórn í Skagafirði var ekki með allt á hreinu það voru engin tímavarðarskilti! fyrir ræsingu út úr parc farme svo ef Pétur og Heimir hefðu lagt fram kæru þá hefðu þeir unnið hana og fengið eitt stig í viðbót í Íslandsmótinu...

Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband