Pétur og Heimir sigruðu

Pétur & Heimir á Djúpavatni - 2008

Síðasta rallmót ársins fór fram á Suðurnesjum í gær og var þetta örugglega stysta rallkeppni í mörg ár því aðeins voru eknir 72 km af þeim 117 sem átti að aka upphaflega, réttir gerðu það að verkum að stytta þurftu rallið og kom það í ljós þegar rallið var byrjað.

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hélt þessa keppni og hafði öll til skilin leyfi til að halda þetta rallý en eins og oft áður þurfum við rallýfólk að gefa eftir og er það orðið óþolandi hvað við þurfum oft að láta undanAngry.

En þá að keppninni sjálfri, mínir drengir mættu mjög grimmir til leiks enda þurftu þeir á sigri að halda til að að hampa titlinum og vona að Siggi og Ísak mundu lenda í 3.sæti eða neðar þá mundu Pétur og Heimir vinna titilinn, þetta byrjaði allt mjög vel á 1.leið sem lá um Ísólfsskála/Djúpavatn/Kleifarvatn sem var ekið í einum rykk, P og H tóku langbesta tíman á þessari leið og S og Í voru með 2.besta 20sek á eftir fyrsta en P og H töpuðu 8sek á því að drepa á bílnum í startinu svo yfirburðir þeirra voru greinilega mjög miklir, Jón og Borgar duttu út strax á 1.leið en þeir áttu líka smá möguleika á titlinum, þessar þrjár áhafnir sem ég hef nefnt hafa verið langhraðasta í sumar og það var ljóst eftir þessa 1.leið að S og Í mundu keyra uppá 2.sætið þar sem J og B voru dottnir út og engin gat ógnað S og Í.

Leið 2 sem var sú sama á fyrsta keyrðu Pétur og Heimir af öruggi þar sem þetta var síðasta leiðin og 1.sætið var ekki í neinni hættu og þeir bara vonuðu að Siggi og Ísak dyttu niðrí 3.sæti eða neðar en svo fór ekki og Siggi og Ísak lendu í 2.sæti og urðu Íslandsmeistarar með 1,5 stigum meira en Pétur og Heimir.

Pétur og Heimir stóðu við stóru orðin og kannski gott betur en það var að vinna rallið sem tókst og er þetta annar sigur þeirra í sumarSmile. Þeir lenda í 2.sæti á Íslandsmótinu 2008 sem er frábær árangur!! á fyrsta ári í toppbaráttu og þeir geta gengið afar stoltir frá þessu sumri, þeir kláru öll sex mót ársins og lentu fimm sinnum í verðlaunasæti og þar af tveir sigar eins og áður sagði, þetta kalla ég góðan árangurHappy, til hamingju drengir og takk fyrir mjög skemmtilegt sumarJoyful..

Mynd: Elvar - http://www.flickr.com/photos/elvarorn


mbl.is Unnu Íslandsmeistaratitil í rallakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband