Flottasta myndin árið 2008

Jæja þá er könnuninni lokið sem ég setti af stað fyrir rúmum tveim vikum um flottustu rallý myndina árið 2008. Ég valdi 10 myndir sem MÉR fannst vera þær flottustu og ekki er hægt að kvarta yfir þátttökunni í könnuninni en 91 greiddu atkvæði.

Ekki munaði nema einu atkvæði á flottustu myndin og þeirri sem lenti í 2.sæti. Myndin af Pétri og Heimi á Stapanum(mynd 2) sigraði með 18,7% og voru 17 sem greiddu henni atkvæði og gaman að segja frá því að Pétur og Heimir unnu þessa keppni þar sem myndin er tekin, myndin af Danna og Ástu lenti í 2.sæti(mynd 5) en þau fengu 17,6% greidda atkvæða og eins og áður sagði gat munurinn ekki verið minni!.

Flottasta myndin árið 2008

Staður Stapinn - ökumenn Pétur og Heimir - Ljósmyndari Elvar(elvaro).

Flottasta myndin árið 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Þetta er mér mikill heiður á mínu fyrsta ári í rallý-ljósmyndun.

Spurning að taka þetta einu skrefi lengra og velja flottustu mynd ársins á lokahófi LÍA. Ég var með þá hugmynd en gerði ekkert úr henni að ljósmyndarar veldu sinn akstursíþróttamann ársins eða svona "tilþrifameistara ársins" eða eitthvað álíka. Ég gerði reyndar ekki nóg í því en það er líka hugmynd fyrir næsta ár.

kveðja

Elvar Örn Reynisson, 13.1.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband