Upphitun fyrir fyrsta rall sumarsins

Fyrsta rallmót ársins fer fram á laugardag og eru 20.bílar skráðir til leiks. Ég ætla að fjalla um þá bíla sem koma til með að lenda í efstu sætunum og líklega verða það bílar með fjórhjóladrif, tek Fylkir & Elvar 2008fram að þetta er ekki spá heldur er þetta svona létt upphitun fyrir laugardaginn:-) og smá kynning á nokkrum áhöfnum.

Bræðurnir Fylkir og Elvar mæta til leiks á sama bíl og í fyrra Subaru Imprezu STi en sögur segja að bíllinn sé orðin betri:-) og Fylkir brosir víst allan hringinn. Þeir voru farnir að auka töluvert við hraðan í fyrra og verður örugglega gaman að sjá hvað þeir gera í sumar, þeir eru á bíl sem getur keppt um fyrsta sætið og líklega verður það raunin hjá þeim bræðrum allavega bindur undritaður miklar vonir við þá í sumar, bræðurnir verða með rásnúmer 5 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.motormynd.net .

Jói - 2008Jóhannes og Björgvin aka sama bíl og í fyrra en sá er af gerðinni MMC Lancer Evo 7 og er mjög öflugur en þetta er bíllinn sem Danni keppti á í Bretlandi 2007 með fínum árangri. Þeir ættu að vera að keppa um fyrsta sætið miða við bíl og reynslu Jóa, þeir voru heinsvegar langt frá bestu tímunum í fyrra og því er komin töluverða pressa á þá að gera eitthvað á þessum öfluga bíl!, Jói og Björgvin verða með rásnúmer 8 á bílnum í sumar. Mynd tekin af síðu www.evorally.blog.is .

Evo 6Aðalsteinn og Guðmundur eru nýliðar í rallinu og bíllinn sem þeir munu keppa á í sumar er ekkert slor, MMC Lancer Evo 6 og er öflugur bíll og einnig mjög fallegur!. Þar sem þeir eru nýliðar hlýtur þeirra markmið að vera að komast í mark! og safna km á bílinn og ná sér í reynslu. Það er mjög létt að fara of geyst á svona græju og það getur stundum kostað sitt, það er sigur fyrir þá félaga að komast áfallalaust í gengnum þessa fyrstu keppni og venjast því hvað raGuðmundur & Ragnar 2008ll er því menn læra ekki á einni keppni eða tveim hvað rallý getur oft verið krefjandi fyrir menn og bíla. Mynd tekin af fésbókinu hans Danna.

Guðmundur og Lárus munu keppa á Subaru Imprezu GT en gírkassi úr Sti Imprezu, þeir félagar hafa ekki keppt áður saman og er Lárus nýliði í rallinu. Gummi keppti á þessum bíl í alþjóðarallinu í fyrra og sýndi fína takta þá. Bíllinn sem þeir eru á er ekki eins öflugur og hinir Subaruarnir og Lancerarnir en þeir gætu alveg strítt þessum köllum og verða örugglega skæðir í sumar og gætu náð í verðlaunasæti í einhverjum keppnum, þeir félagar munu vera með rásnúmer 15 á bílnum í sumar. Mynd tekin af síðu www.motormynd.net .

Jón & Borgar - 2008Jón Bjarni og Sæmundur aka MMC Lancer Evo 7, Jón Bjarni er að hefja sitt þriðja tímabil í toppbaráttunni, hann mun aka sama bíl og í fyrra en 2007 var hann á bílnum sem Fylkir er á í dag. Sæmundur er nýr aðstoðarökumaður hjá Jónba en Borgar sem hefur verið í hægra sætinu ákvað að taka sér pásu í sumar og er það mikil blóðtaka fyrir Jónba því Boggi er einn af betri aðstoðarökumönnum landsins. Jónbi ók mjög hratt í fyrra og var að setja Íslandsmet á nokkrum leiðum og þess má einnig geta að hann sigraði alþjóðarallið en það er erfiðasta rall tímabilsins. Það er spurning hvort hann muni ná að halda uppi sama hraða til að byrja með allavega með nýjan cóara og svo verður hann ekki með eins gott þjónustulið og í fyrra og það gæti háð þeim eitthvað. Það er samt ljóst að Jónbi er maðurinn sem menn verða að vinna ætli menn sér fyrsta sætið í sumar, þeir verða með rásnúmer 3 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.evorally.com .

Páll & Aðalsteinn - 2008Páll og Aðalsteinn eru að hefja sitt annað tímabil og þeir verða á sama bíl og í fyrra eins og reyndar flest allir. Bíllinn þeirra er geysi öflugur og er af gerðinni Subaru Impreza STi og það er alveg ljóst að þessi bíll á að vera að keppa um fyrsta sætið í sumar!. Þeir voru báðir að koma til baka í rallið í fyrra eftir rúman áratug og mættu þeir í allar keppnir síðasta sumars, til að byrja með óku þeir varlega sem er skiljanlegt og hraði þeirra jókst með hverri keppni. Núna er komið eitt sumar í reynslu og þeir ættu að vera farnir að þekkja þetta allt. Undirritaður gerir þá gröfu að þeir berjist allavega um verðlaunasæti í sumar, þeir félagar verða með rásnúmer 7 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.gullibriem.blog.is .

Nafir - 4.ralliðPétur og Heimir ætla að mæta í þessa fyrstu keppni og líklega verður þetta eina keppni þeirra í sumar en það er þó aldrei að vita!. Þeir verða á sama bíl og í fyrra MMC Lancer Evo 6, þeir voru að keppa í fyrsta skipti í toppbaráttunni í fyrra og er alveg óhætt að segja að þeir hafi átti sviðið því þeir unnu tvær keppnir og voru í slag allt sumarið um fyrsta sætið við tvær aðrar áhafnir. Þeir lentu í 2.sæti á Íslandsmótinu og miða við árangurinn í fyrra verða þeir í hörku slag við Jón Bjarna og Sæmund í þessu fyrsta ralli, þeir ætla sér fyrsta sætið og ekkert annað, félagarnir verða með rásnúmer 2 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.rally.blog.is .

Góða skemmtun um helginaSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband