Jón Bjarni og Sæmundur sigruðu örugglega - systkini í fyrstu 3.sætunum í jeppaflokki

elvaro 2030Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór fram á Krísuvíkursvæðinu í dag. 23.áhafnir voru skráðar til leiks en tvær mættu ekki á ráslínu útaf bilunum og svo duttu fjórar hafnir út í viðbót og því kláruðu 16.bílar keppnina.

Eknar voru fjórar sérleiðar og voru fyrstu þrjár leiðarnar Ísólfsskáli/Djúpavatn/kleifarvatn allt ekið í einum rikk og svona voru fyrstu þrjár ferðirnar og sú síðasta var kleifarvatn ein og sér.

Slagurinn um fyrsta sætið var ekki mikil og til að gera langa sögu stutta þá sigruðu félagarnir Jón Bjarni og Sæmundur örugglega og voru þeir 2,32 mínútum á undan næsta bíl sem voru þeir Fylkir og Þórður en þeir gerðu samt vel að að mæta í þessa keppni því þeir voru á síðustu stundu að skrúfa mótorinn ofaní. Jóhannes (jói þýski) og Björgvin gerðu vel og lendu í 3.sæti og enduðu þeir 56.sekúndum á eftir 2.sætinu, það verður að segja Jóa það til hróss að hann var að auka hraðann sinn nokkuð í þessu ralli og til að mynda var hann með 2.besta tímann á fyrstu leið gott hjá þeimWink.

elvaro 2122Feðgarnir Óskar Sól og Oddur lentu í 4.sæti og er það flottur árangur hjá þeim feðgum en Óskar er engin nýgræðingur í rallinu og hefur ávalt verið hraður ökumaður og það er virkilega gaman að sjá hann mættan til leiks aftur í rallið eftir stutt hlé.

Daníel og Gerða mættu á fjósinuSmile Toyota Hilux og þau gerðu sér lítið fyrir og lendu í 5.sæti og það verður að teljast gott á þessum bíl, eins og flestir vita er Danni margfaldur Íslandsmeistari í ralli og hefur verið að ná fínum árangri í Bretlandi undanfarið og hann bauð Gerðu í laugardagsbíltúr en hún hefur verið duglega að mynda rallkeppnir undanfarin ár!!, þetta var kannski aðeins meira en bíltúr hjá þeim því þau sigruðu jeppaflokkinn nokkuð örugglega.

elvaro 2150Hilmar og Stefán óku vel og sigruðu í 2000 flokki með töluverðum yfirburðum og hafa nú gott forskot þar, þeir lentu jafnframt í 6.sæti í heildarkeppninni, þeir félagar hafa nú 8.stig í heildarkeppni og eru jafnir tveim öðrum áhöfnum en ef Hilmar og Stefán halda áfram að aka svona vel og vera framarlega gætu þeir lend í topp 3 á Íslandsmótinu í haust og það yrði að sjálfsögðu mjög gott! þar sem þeir eru ekki á eins hröðum og góðum bíl og flestir í rallinu hreinlega.

elvaro 1963Skvísurnar Ásta og Tinna lentu í 3.sæti í jeppaflokki og í 10.sæti í heildarkeppninni, þær voru 9.sekúndum á eftir 3.sætinu í jeppaflokki fyrir síðustu leið en þær gerðu sér lítið fyrir og tóku 11.sek af Steina og Mckinstry og Þórði og fóru því fram fyrir þá, þetta var virkilega vel gert hjá þeim og ég myndi segja að þær væru áhöfn þessa ralls, þær létu mótlætið ekki á sig fá því þær sprengdu á fyrstu leið og þurftu að aka nokkra kílómetra á sprungnu, þær leiða áfram Íslandsmótið í jeppaflokki og það er alveg greinilegt að þessar stelpur eru á réttri leið í rallinu!Smile.

Það er ekki hjá því komist að rita um þau systkini Danna, Marra og Ástu Sigurðarbörn en þau óku öll í jeppaflokki og þau gerðu sér litið fyrir og röðuðu sér í fyrstu 3.sætin í þeim flokki sannarlega frábær árngur hjá þeimSmile, þetta örugglega í fyrsta skipti í akstursíþróttum hér á landi sem systkin ráða sér í efstu 3.sætin í flokka keppni, það skal taka fram að það voru þrír aðrir bílar í jeppaflokki.

elvaro 2492Í 1600 flokki sigruðu þeir Halldór Vilberg og Sigurður og lentu í 14.sæti í heildina, það var þeim til happs að helstu keppinautar þeirra féllu úr leik en þeir gerðu sitt og gott betur og komu í mark sem öruggir sigurvegarar í 1600 flokki og Halldór hefur nú gott forskot í slagnum um titilinn í 1600 flokki.

Næsta keppni fer fram í Skagafirði í lok júlí og þar verður án efa mikið gaman því Bílaklúbbur Skagafjarðar heldur upp á stórafmæli  á þessu ári. Það er aldrei að vita nema undirritaður sjáist i keppnisgallanum með sínar leiðarnótur fyrir norðanSmile en það verður tíminn að leiða í ljós.

Lokastaðan í rallinu

1. Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson
2. Fylkir A. Jónsson og Þórður Ingvason
3. Jóhannes V. Gunnarsson og Björgvin Benediktsson
4. Sigurður Óskar Sólmundarson og Oddur B Sigurðsson
5. Daníel Sigurðsson og Gerða Gunnarsdóttir (Unnu jeppaflokk)
6. Hilmar Bragi Þráinsson og Stefán Þór Jónsson (unnu 2000 flokk)
7. Aðalsteinn Jóhannsson og Guðmundur Jóhannsson
8. Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson
9. Sigurður Óli Gunnarsson og Elsa K. Sigurðardóttir
10. Ásta Sigurðardóttir og Tinna Viðarsdóttir
11. Þorsteinn S. Mckinstry og Þórður Andri Mckinstry
12. Ragnar Einarsson og Steinar Sturluson
13. Guðmundur Snorri Sigurðsson og Guðleif Ósk Árnadóttir
14. Halldór Vilberg og Sigurður Arnar Pálsson (unnu 1600 flokk)
15. Linda Karlsdóttir og Íris Ragnarsdóttir
16. Örn (Dali) Ingólfsson og Óskar Hreinsson

Svo er Elvar snilli búin að setja inn myndir af keppninni http://ehrally.blog.is/album/rally_4_juli_2009  . Elvar á mikið hrós skilið fyrir þessar myndir og er alltaf fyrstur að setja þær á netið!.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert líka Snilli.

Glæsileg grein

Elvar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 01:11

2 identicon

Flott grein glæsilegt framtak strákar Halldór og Elvar

Árni Jósnsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ hæ.

Takk fyrir það báðir. Vona að fólk að gaman af  þessum greinum..

Heimir og Halldór Jónssynir, 5.7.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband