Hlöðver snýr aftur

Alþjóðarallið 2003Hlöðver Baldursson snýr aftur í rallið og verður með í Skagafjarðarrallinu um aðra helgi, hann er margfaldur Íslandsmeistari í þessari grein og á að baki marga sigra í 1600 flokki sem og 2000 flokki. Hlöðver hefur ekkert keppt í nokkur ár en hefur verið mikið í kringum rallið þrátt fyrir það.

Undirritaður byrjaði sinn rallferil einmitt með Hlöðveri 2001 og urðum við Íslandsmeistarar þá í eindrifsflokki sem er nú 2000 flokkur. Hlölli hefur festi kaup á gömlu Toyotuni sem hann ók 2001, 2002 og 2003, eins og flestir vita náði hann frábærum árangri á henni og til að mynda árið 2003 lendi hann ásamt undirrituðum í 2.sæti í Rallý Rvk það áriðSmile.

Með Hlöðveri fer Borgar Ólafsson en hann var aðstoðarökumaður hjá Jón Bjarna 2006, 2007 og 2008, Boggi ákvað svo að taka sér hlé nú í vor, Hlölli ætti því að rata leiðina því Boggi er einn af okkar betri aðstoðarökumönnum.

Mynd: Hlölli og Dóri í Rallý Reykjavík 2003.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband