Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hver vinnur Svíþjóð um helgina

marcus-sweden-2007Önnur umferðin á þessu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni í rallakstri fer fram í Svíþjóð um helgina,rallið byrjar í dag og því líkur á sunnudag.Finninn Marcus Grönholm hefur unnið Sænska rallið oftast eða fimm sinnum,árin sem  Grönholm vann voru 2000,2002 og 2003 öll skiptin á Peugeot 206,svo vann hann 2006 og 2007 á Ford Focus.Þessi fyrrum meistari í rallakstri er hættur keppni í heimsmeistarakeppni og er mikil eftirsjá í honum.

Slagurinn um helgina  verður örugglega harður og mín spá er að  Sebastian Loeb,Mikko Hirvonen og Chris Atkinson eiga eftir að slást um fyrsta sætið,Loeb sem er heimsmeistari síðustu fjögra ára hefur aðeins einu sinni fagnað sigri í Svíþjóð en það var árið 2004 hann þyrstir alveg örugglega í sinn annan sigur um helgina.Það er gaman að sjá að Suzuki er komið á fullt í wrc og Per-Gunnar Andersson sem ekur fyrir Suzuki verður á heimavelli um helgina og hann gæti látið að sér kveða í þessu ralli,hann náði 8.sætinu í Monte Carlo fyrir tveimur vikum.Það er hægt að fylgjast með rallinu inn á  www.wrc.com  og hægt að sjá tíma eftir hverja leið.

Video frá Sænska rallinu í fyrra hér  www.youtube.com/watch?v=a1uXHdk4DaA  .

Mynd:  www.rallye-info.com .


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband