Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ítalska rallið - video

Flott og skemmtilegt video frá Ítalska rallinu sem var um síðustu helgi en þar fór Latvala með sigur af hólmi, á 4.mínútu í þessu videoi má sjá Elena aðstoðarökumann Loeb fara snemma úr beltunum þegar þeir voru að fara að skipta um dekk en þeir fengu refsingu fyrir þetta og duttu niður um eitt sæti fyrir vikið.


Latvala sigraði á Ítalíu

P.SolbergFinninn Jari-Matti Latvala vann Ítalska rallið sem lauk í morgun en hann var með forustu allt rallið og er þetta annar sigur Finnans á heimsmeistaramótinu, landi hans og liðsfélagi Mikko Hirvonen lenti í öðru sæti og var hann 30 sekúndum á eftir landa sínum, Norðmaðurinn Petter Solberg tók þriðja sætið og var hann tveim mínútum á eftir Latvala. Það er gaman að sjá Solberg svona framarlega því hann er ekki á eins góðum bíl og helstu keppinautar hans en bíllinn hans er samt ekkert slæmur:-).

Frakkinn Sebastien Loeb var í 3.sæti eftir keppnina en á 11.sérleiðinni í gær sprengdi hann dekk og áhvað hann að skipta sem tók ekki langan tíma eða rétt rúmlega mínútu, Elena aðstoðarökumaður Loeb er talin hafa farið of fljótt úr beltunum áður en bíllinn stöðvaðist og fengu þeir því tveggja mínútu refsingu eftir að keppninni lauk og duttu þeir því niðrí 4.sæti.

Þrátt fyrir þessi áföll hjá Loeb er hann enn með góða forustu í stigamótinu en næstur honum er Hirvonen og munar 17.stigum á þeim. Það eru enn sex mót eftir og vissulega getur margt skeð en Loeb sem er fimmfaldur heimsmeistari er í góðri stöðu, næsta keppni fer fram í Grikklandi um miðjan Júní.

Lokastaðan á Ítalíu (topp 8)

1.

4

Jari-Matti LATVALA

M

4:00:55.7

0.0

0.0

2.

3

Mikko HIRVONEN

M

4:01:25.1

+29.4

+29.4

3.

11

Petter SOLBERG

 

4:02:53.3

+1:28.2

+1:57.6

4.

1

Sébastien LOEB

M

4:04:39.4

+1:46.1

+3:43.7

5.

7

Evgeny NOVIKOV

M

4:06:07.5

+1:28.1

+5:11.8

6.

5

Matthew WILSON

M

4:08:25.0

+2:17.5

+7:29.3

7.

21

Mads ÖSTBERG

 

4:14:16.3

+5:51.3

+13:20.6

8.

6

Henning SOLBERG

M

4:14:16.9

+0.6

+13:21.2

Mynd:Petter Solberg var örugglega sáttur með að ná 3.sætinu.


Úrslitin úr rallycrossinu í dag

rallycross - 2009

Önnur umferð rallycrosskeppni sumarsins fór fram í dag á rallycrossbrautinn að sjálfsögðu. Mættir voru 17.bílar í fjórum flokkum.

Það er mjög gaman að sjá hvað mikil vakning hefur orðið í crossinu en það hefur ekkert verið keppt í því undanfarin ár en nú er það heldur betur farið af stað.

Keppnin í dag var var mjög skemmtileg og það voru nokkur tilþrif sem sáust og t.d. voru tvær veltur, það sem komst mest á óvart var að Himmi sigraði 2000 flokkinn:) en það væri gaman að vita hvað þessi drengur hefur unnið margar rallycrosskepnir. 

Það er gaman að segja frá því að gamli Clioin minn náði að klára:) og gott betur en það því hann sigraði í krónuflokknum.

Rallycross - 2009Úrslitin frá keppninni í dag, topp 3 í flokkunum.

Krónuflokkur

1. Gunnar Hjálmarsson
2. Úlfar Bjarki Stefánsson  
3. Tómas Orri Einarsson

2000 flokkur

1. Hilmar B. Þráinsson
2. Valgeir Mar Friðriksson
3. Linnet Ríkharðsson

Opinn flokkur

1. Steinar N. Kjartansson
2. Gunnar Bjarnason
3. Ágúst Aðalbjörnsson

Unglingaflokkur

1. Bragi Þórðarson

Myndir: Maggi http://teamyellow.blog.is/blog/teamyellow


Latvala leiðir eftir fyrsta dag

Latvala1[1]Sjötta umferðin á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram um helgina á Ítalíu. Finninn Jari-Matti Latvala leiðir eftir fyrsta keppnisdag en hann er með 39.sekúndur í forskot á landa sinn og lið félaga Mikko Hirvonen.

Þriðji er fimmfaldur heimsmeistari Sebastian Loeb og er hann 42 sekúndum á eftir Latvala. Latvala hefur byrjað vel í flestum mótum á þessu ári en ekki náð að fylgja því eftir til enda móts, því forvitnilegt að sjá hvað hann gerir á þessum tveim dögum sem eftir eru.

Minn maður Petter Solberg er í fjórða sætinu og ekki nema 4.sekúndur í Loeb en Solberg er ekki á eins góðum bíl og fremstu menn og gaman verður að sjá hvað Solberg gerir á morgun.

Eknar voru sex leiðar í dag og sigraði Latvala á fjórum þeirra. Á morgun aka þeir 6.sérleiðar og ekki nema 134 km á sérleiðum:, það er eins og rúmlega eitt venjulegt rall hér á klakanum:-).

Staðan eftir fyrsta dag (8 efstu)

1.

4

Jari-Matti LATVALA

1:24:14.5

0.0

2.

3

Mikko HIRVONEN

1:24:54.3

+39.8

3.

1

Sébastien LOEB

1:24:57.3

+42.8

4.

11

Petter SOLBERG

1:25:00.9

+46.4

5.

7

Evgeny NOVIKOV

1:25:19.2

+1:04.7

6.

6

Henning SOLBERG

1:25:22.7

+1:08.2

7.

21

Mads ÖSTBERG

1:25:31.1

+1:16.6

8.

2

Dani SORDO

1:25:51.8

+1:37.3


Vorrally - myndir

elvaro 3546

Elvar snillingur tók þessar flottu myndir um síðustu helgi en þá fór fram fyrsta rall sumarsins, mun fleiri myndir frá rallinu hér http://www.ehrally.blog.is/album/vorrrally_2009 Smile.

elvaro 0774


Góður sigur hjá Jón Bjarna og Sæmundi

Jón & Sæmi

Fyrsta rallið á þessu sumri fór fram í gær í hreint út sagt frábæru veðri. 19.áhafnir mættu til leiks en aðeins 10 komust alla leið. Baráttan um fyrsta sætið stóð á milli Jóns Bjarna og Sæmundar og hinsvegar Péturs og Heimis en þessar tvær áhafnir voru í algjörum sérflokki í þessu ralli.

Það sem kom undirrituðum soltið á óvart að báðar þessar áhafnir sem slógust um fyrsta sætið voru að bæta sig mikið frá því í fyrra, Jón og Sæmundur sigruðu 6.sérleiðar og Pétur og Heimir 4 en á einni leið voru þeir jafnir og það fór svo að Jón Bjarni og Sæmundur sigruðu rallið með 31.sekúndu og var þetta virkilega sætur sigur hjá þeim og þó sérstaklega fyrir Jón Bjarna því hann var með nýja aðstoðarökumann en það háð honum greinilega ekkert en menn voru búnir að spá því fyrir rallið að það myndi koma niðrá tímunum hjá þeim en það var nú öðru nær! og ég óska þeim til hamingju með sigur í fyrsta ralli sumarsins.

Pétur og Heimir lendu í 2.sæti í þessu ralli, það var ekki búist við þáttöku þeirra í sumar og líklega mæta þeir ekki í margar keppnir sem eftir er af þessu sumri, þeir sýndu það í þessu ralli að árangurinn í fyrra var engin tilviljun en þar lendu þeir í 2.sæti á Íslandsmótinu. Þeir voru að keyra mun hraðar í þessu ralli en í fyrra og til að mynda bættu þeir sinni persónulega tíma á Lyngdalsheiði í átt að Laugarvatni um 20.sekúndur og það er engin smá bæting hjá þeim félögum. Þeir félagar geta verið nokkuð sáttir með sitt í þessu ralli því það ráða fáir við Jón Bjarna í þessum ham sem hann var í gær.

Hilmar og Stefán á Hondu Civic sigruðu í 2000 flokki með flottum akstri, það var ótrúlegt að fylgjast með þeim því þeir voru með orginal fjöðrun og Hilmar hlífði bílnum hvergi þrátt fyrir það, þeir voru að taka fína tíma og þeir lendu í 4.sæti í heildarkeppninni og þetta er góður árangur hjá þeim og jafnvel hefðu þeir náð 3.sætinu með betri fjöðrun.

Júlíus og EyjólfurJúlíus og Eyjólfur sigruðu 1600 flokkinn á Honda Civic og verður sá flokkur mjög skemmtilegur í sumar. Júlíus og Eyjólfur óku vel í þessu ralli og hraði þeirra á bara eftir að aukast, undiriðaður var mjög hrifin af þeirra akstri allavega með við það sem hann sá, ef þeir undirbúa sig jafnvel fyrir næstu keppnir gætu þeir endað sem Íslandsmeistarar í haust en tíminn mun leiða það í ljós:-).

Ásta og Tinna - 2009Eina kvenáhöfnin í þessu ralli Ásta og Tinna voru mættar í jeppaflokkinn og stóðu sig með miklum sóma!:-). Þessar sætu píur gerðu sér lítið fyrir og unnu jeppaflokkinn, þetta er fyrstu sigur þeirra í á þessum bleika fagra bíl og gaman væri að sjá þær í fleirum keppnum og halda áfram að stríða þessu köllum:-).

Því miður er ekki hjá því komist að rita um keppnishaldið en það var illa af því staðið í þessu ralli, ég geri mér FULLA grein fyrir því að þetta er allt í sjálfboðavinnu og allt starfsfólk á heiður skilið fyrir að vinna við þessar keppnir! EN þegar fólk er að bjóða sig fram í keppnisstjórn á það að gera það með betri árangri en í gær!.

Ég nefni fjögur dæmi það var eftir Tröllháls fyrri ferð að þegar undanfari kemur útaf leið eru engir tímaverðir og þeir verða því að taka bílana út, það er í sjálfu sér allt í lagi en þarna var öryggi keppanda í hættu því hver sem er hefði getað komist inn á leið. Dæmi 2 Bremsukafli eftir Hengil seinni ferð var svona 60 til 80 metrar en bílarnar koma á svona 180 til 200 km hraða yfir blindhæð, það munaði ekki miklu að fyrsti bíll hefði farið á tímavarða bílinn og það hefði endað illa!!, fyrsti bíll bendi á þetta að sjálfsögðu og því voru næstu bílar ekki í hættu, þetta koma tvisvar fyrir í rallinu með bremsukaflann hitt var á lyngdalsheiði fyrstu ferð. Dæmi 3 Seinkun á Gufunesi þónokkur en fyrsti bíll átti að ræsa 16:30 en það var ekki ræst fyrr en um 16:50. Dæmi 4 verðlaunafending var með mikilli niðurlægingu fyrir keppendur að annað eins hef ég ekki séð, það var drifið af að lesa upp hvernig rallið endaði og svo var endapunkturinn eftir því, bikararnir tíndust sem voru keyptir og þið fáið þá seinna og aðeins voru bikarar fyrir 1.sætið en medalía fyrir 2 og 3 sætið, þetta finnst mér lélegt en ég vona innilega að þetta verði MUN betra í næstu röllum. Ég endurtek að ALLT starfsfólk á heiður skilið að standa í þessari sjálfboðavinnu EN það má gagngrína sjálfboðavinnu.

Lokastaðan í rallinu

1. Jón Bjarni Hrólfsson Sæmundur Sæmundsson - 0:51:08
2. Pétur S. Pétursson Heimir Snær Jónsson - 0:51:39 
3. Páll Harðarson Aðalsteinn Símonarson - 0:58:18 
4. Hilmar Þráinsson Stefán Jónsson - 1:00:42 
5. Sigurður Óli Gunnarsson Elsa Sigurðardóttir - 1:03:12 
6. Aðalsteinn Jóhannsson Guðmundur Jóhannsson - 1:04:17 
7. Júlíus Ævarsson Eyjólfur Guðmundsson - 1:04:27 
8. Halldór Vilberg Ólafur Tryggvason - 1:04:53 
9. Ásta Sigurðardóttir Tinna Viðarsdóttir - 1.06:23 
10. Guðmundur Mckinstry Hörður Mckinstry - 1.17:14

Myndir: www.flickr.com/elvarorn .


Sérleiðarnar um helgina

Upphaf alþjóðarallsins 2008

Fyrsta rall sumarsins er á laugardaginn og eru 19.bílar sem mæta til leiks í þessa fyrstu keppni sumarsins.

Sérleiðarnar í rallinu eru 11.talsins og eru þær 115 km á sérleiðum. Það ættu flestir sem hafa fylgst með ralli undanfarin ár að þekkja þessar leiðar og þær eru eftirfarandi hér að neðan.

Leið 1 - Hengill Norður - fyrsti bíll er ræstur 8:00

Leið 2 - Lyngdalsheiði að Laugarvatni (servise bann) - fyrsti bíll er ræstur 8:50

Leið 3 - Lyngdalsheiði að Þingvöllum - fyrsti bíll er ræstur 9:50

Leið 4 - Tröllháls Norður - fyrsti bíll er ræstur 10:50

Leið 5 - Uxahryggir Vestur (servise bann) - fyrsti bíll er ræstur 11:15

Leið 6 - Uxahryggir Austur - fyrsti bíll er ræstur 12:10

Leið 7 - Uxahryggir Vestur (servise bann) - fyrsti bíll er ræstur 13:15

Leið 8 - Uxahryggir Austur - fyrsti bíll er ræstur 14:10.

Leið 9 - Tröllháls Suður - fyrsti bíll er ræstur 14:45

Leið 10 - Hengill Suður - fyrsti bíll er ræstur 15:40

Leið 11 - Gufunes - fyrsti bíll er ræstur 16:30.

Keppnisskoðun fer fram á morgun 14.05. kl. 18:00 að Rauðhellu 5 (húsnæði Danna).

Svo vil ég benda fólki á vefsíðu sem ég datt inn á í kvöld www.raggim.is , stórglæsileg síða hjá honum Ragga!.

Mynd: http://www.heimsnet.is/elvarorn  .


Upphitun fyrir fyrsta rall sumarsins

Fyrsta rallmót ársins fer fram á laugardag og eru 20.bílar skráðir til leiks. Ég ætla að fjalla um þá bíla sem koma til með að lenda í efstu sætunum og líklega verða það bílar með fjórhjóladrif, tek Fylkir & Elvar 2008fram að þetta er ekki spá heldur er þetta svona létt upphitun fyrir laugardaginn:-) og smá kynning á nokkrum áhöfnum.

Bræðurnir Fylkir og Elvar mæta til leiks á sama bíl og í fyrra Subaru Imprezu STi en sögur segja að bíllinn sé orðin betri:-) og Fylkir brosir víst allan hringinn. Þeir voru farnir að auka töluvert við hraðan í fyrra og verður örugglega gaman að sjá hvað þeir gera í sumar, þeir eru á bíl sem getur keppt um fyrsta sætið og líklega verður það raunin hjá þeim bræðrum allavega bindur undritaður miklar vonir við þá í sumar, bræðurnir verða með rásnúmer 5 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.motormynd.net .

Jói - 2008Jóhannes og Björgvin aka sama bíl og í fyrra en sá er af gerðinni MMC Lancer Evo 7 og er mjög öflugur en þetta er bíllinn sem Danni keppti á í Bretlandi 2007 með fínum árangri. Þeir ættu að vera að keppa um fyrsta sætið miða við bíl og reynslu Jóa, þeir voru heinsvegar langt frá bestu tímunum í fyrra og því er komin töluverða pressa á þá að gera eitthvað á þessum öfluga bíl!, Jói og Björgvin verða með rásnúmer 8 á bílnum í sumar. Mynd tekin af síðu www.evorally.blog.is .

Evo 6Aðalsteinn og Guðmundur eru nýliðar í rallinu og bíllinn sem þeir munu keppa á í sumar er ekkert slor, MMC Lancer Evo 6 og er öflugur bíll og einnig mjög fallegur!. Þar sem þeir eru nýliðar hlýtur þeirra markmið að vera að komast í mark! og safna km á bílinn og ná sér í reynslu. Það er mjög létt að fara of geyst á svona græju og það getur stundum kostað sitt, það er sigur fyrir þá félaga að komast áfallalaust í gengnum þessa fyrstu keppni og venjast því hvað raGuðmundur & Ragnar 2008ll er því menn læra ekki á einni keppni eða tveim hvað rallý getur oft verið krefjandi fyrir menn og bíla. Mynd tekin af fésbókinu hans Danna.

Guðmundur og Lárus munu keppa á Subaru Imprezu GT en gírkassi úr Sti Imprezu, þeir félagar hafa ekki keppt áður saman og er Lárus nýliði í rallinu. Gummi keppti á þessum bíl í alþjóðarallinu í fyrra og sýndi fína takta þá. Bíllinn sem þeir eru á er ekki eins öflugur og hinir Subaruarnir og Lancerarnir en þeir gætu alveg strítt þessum köllum og verða örugglega skæðir í sumar og gætu náð í verðlaunasæti í einhverjum keppnum, þeir félagar munu vera með rásnúmer 15 á bílnum í sumar. Mynd tekin af síðu www.motormynd.net .

Jón & Borgar - 2008Jón Bjarni og Sæmundur aka MMC Lancer Evo 7, Jón Bjarni er að hefja sitt þriðja tímabil í toppbaráttunni, hann mun aka sama bíl og í fyrra en 2007 var hann á bílnum sem Fylkir er á í dag. Sæmundur er nýr aðstoðarökumaður hjá Jónba en Borgar sem hefur verið í hægra sætinu ákvað að taka sér pásu í sumar og er það mikil blóðtaka fyrir Jónba því Boggi er einn af betri aðstoðarökumönnum landsins. Jónbi ók mjög hratt í fyrra og var að setja Íslandsmet á nokkrum leiðum og þess má einnig geta að hann sigraði alþjóðarallið en það er erfiðasta rall tímabilsins. Það er spurning hvort hann muni ná að halda uppi sama hraða til að byrja með allavega með nýjan cóara og svo verður hann ekki með eins gott þjónustulið og í fyrra og það gæti háð þeim eitthvað. Það er samt ljóst að Jónbi er maðurinn sem menn verða að vinna ætli menn sér fyrsta sætið í sumar, þeir verða með rásnúmer 3 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.evorally.com .

Páll & Aðalsteinn - 2008Páll og Aðalsteinn eru að hefja sitt annað tímabil og þeir verða á sama bíl og í fyrra eins og reyndar flest allir. Bíllinn þeirra er geysi öflugur og er af gerðinni Subaru Impreza STi og það er alveg ljóst að þessi bíll á að vera að keppa um fyrsta sætið í sumar!. Þeir voru báðir að koma til baka í rallið í fyrra eftir rúman áratug og mættu þeir í allar keppnir síðasta sumars, til að byrja með óku þeir varlega sem er skiljanlegt og hraði þeirra jókst með hverri keppni. Núna er komið eitt sumar í reynslu og þeir ættu að vera farnir að þekkja þetta allt. Undirritaður gerir þá gröfu að þeir berjist allavega um verðlaunasæti í sumar, þeir félagar verða með rásnúmer 7 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.gullibriem.blog.is .

Nafir - 4.ralliðPétur og Heimir ætla að mæta í þessa fyrstu keppni og líklega verður þetta eina keppni þeirra í sumar en það er þó aldrei að vita!. Þeir verða á sama bíl og í fyrra MMC Lancer Evo 6, þeir voru að keppa í fyrsta skipti í toppbaráttunni í fyrra og er alveg óhætt að segja að þeir hafi átti sviðið því þeir unnu tvær keppnir og voru í slag allt sumarið um fyrsta sætið við tvær aðrar áhafnir. Þeir lentu í 2.sæti á Íslandsmótinu og miða við árangurinn í fyrra verða þeir í hörku slag við Jón Bjarna og Sæmund í þessu fyrsta ralli, þeir ætla sér fyrsta sætið og ekkert annað, félagarnir verða með rásnúmer 2 á bílnum. Mynd tekin af síðu www.rally.blog.is .

Góða skemmtun um helginaSmile.


Ný vefsíða opnuð í rallinu

Pétur & Heimir - 2007Ný glæsileg vefsíða hefur verið opnuð í rallinu og það eru keppendurnir Halldór Vilberg og Ragnar sem hafa opnað þessa síðu.

Tengill inn á þessa glæsilegu síðu hér www.rally.hradi.is .

Bíllinn sem þeir félagar aka í sumar er Toyota Corolla 1600 með framdrifi en þetta er bíllinn sem Pétur og Heimir óku 2007 með frábærum árangri og urðu meistara í 1600 og 2000 flokki, þetta var TAKK corollan í fyrra.

Halldór og Ragnar eru báðir nýliðar í rallinu og verður gaman að sjá hvað þeir gera í sumar en báðir hafa þeir starfað við margar mótorsports keppnir og komin tími á vera keppandi.

Halldór Vilberg var mjög öflugur að taka upp vídeó af röllunum í fyrra og voru þau myndbönd mjög flott! hjá honum og nú verður einhver annar að taka það að sér:).

Mynd: Bíllinn sem þeir munu aka í sumar en þessi mynd er tekin af Pétri og Heimi 2007.


Margir nýliðar mun líta dagsins ljós

Corolla - 2008Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri fer fram eftir tvær vikur, töluverðar breytingar verða á ökumönnum í rallinu í sumar eða kannski réttara sagt mikil nýliðun og eru flestir nýliðanna á eindrifsbílum og það kemur ekki á óvart að bílarnir í toppbaráttunni verða ekki eins margir og í fyrra.

Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir að Jón Bjarni verði líklegastur til að hampa titlinum yfir heildina en hann mun aka sama bíl og í fyrra MMC Lancer Evo 7, það verða allavega tveir til þrír sambærilegir bílar og hans en spurning hvað ökumennirnir gera? en það er alveg ljóst að sumir sem óku í toppbaráttuni í fyrra eiga að geta ekið mun hraðar.

Peugeot 306 árg

Í 1600 og 2000 flokki verður baráttan mikil og verður örugglega gaman að fylgjast með þessum tveim flokkum en bæði verða bílar sem ekki hafa sést lengi og töluvert af nýliðum í þessum flokkum, sögur herma að Gummi Snorri sé búin að laga Peugeot verulega til en hann varð Íslandsmeistari í jeppaflokki í fyrra og gaman verður að sjá hvað hann gerir á Peugeot en undirritaður var Íslandsmeistari í 2000 flokki árið 2004 með Hlöðveri á þessum bíl. 

Gaman verður að sjá hvað Halldór Vilberg og Ragnar gera á KC - 868(TAKK corollan í fyrra) en þeir eru nýliðar og reynsla bílsins mun sennilega hjálpa þeim!:-). Bræðurnir Magnús og Bragi verða örugglega grimmir og verður gaman að fylgjast með þeim en Maggi er aðeins á 18 aldurs ári og í fyrra náði hann sér í góða reynslu og hraðinn hans kemur með hverri keppni. Júlli sem á Honduna góðu sem Steingrímur smíðaði er einn af þessum nýliðum sem verður gaman að horfa á í sumar en hjá honum eins og mörgum er þetta spurning um að safna flestum km!, svo verða fleiri ökumenn í þessum flokkum sem ég er alveg pottþétt að gleyma..

Um Jeppaflokkinn veit ég því miður lítið nema að Ásta mun mæta í einhverjar keppir.

Ásta - Skagafjörður 2008

Fréttir herma að Ásta mæti í fyrsta rallið á Bleika fagra bílnum sínum með nýjan aðstoðarökumann og hefur sú stelpa náð þeim árangri sem undirritaður hefur ekki náð en það er vinna rallkeppni, gaman verður að sjá hvað þessar sætu píur munu gera!!:-)..

P.S. Vonandi er einhver sem nennir að lesa þessa ritgerð hehe.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband