Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

55.tímar í ræsingu

Raggi - haustall 2008

23.bílar mæta til leiks í rallið á laugardag og verða eknar fjórar sérleiðar og alls 117 km.

Þetta rall er vel sett upp fyrir áheyrendur og ekki oft sem kostur gefst að sjá svona mikinn part ef einu ralli og ekki skemmir fyrir að margir bílar mæta til leiks

Það virkilega gaman að sjá Ragga mæta á Audi í þessa keppni, þessi bíll hjá honum er mjög svo fallegur og er vel smíðaður bíll!. Ragnar og Steinar krössuðu illa í haustralli 2005 á samskonar bíl og hafa aðeins keppt í einu ralli síðan þá en það var í haustrallinu í fyrra en þá var smíðinni á nýja bílnum ný lokið og líklega þurfa þeir 2/3 keppnir til að ná upp góðum hraða á nýja bílnum.

Eins og flestir vita átti þetta rall að fara fram á Snæfellsnesi en því miður sökum ófærðar verður að færa þessa keppni á höfuðborgarsvæðið.

Hér er linkur á tímamaster rallsins  http://www.bikr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=72  .

Mynd: Ragnar og Steinar á Audi í hausralli 2008.


Íslandsmótið í ralli - 3.umferð

elvaro 72583.umferð Íslandsmótsins í ralli fer fram á laugardaginn, upphaflega átti að ralla á Snæfellsnesi en sökum þess að vegirnir eru ekki orðnir færir verður að færa þessa keppni á höfuðborgarsvæðið eða öllu heldur til Krísuvíkur.

Leiðarnar sem verða keyrðar eru Ísólfsskáli, Djúpavatn og Kleifarvatn og verða þessar leiðar eknar í einum rikk eða öllu heldur ein leið, fyrstu tvær leiðarnar verða Ísólfsská/Djúpav/Kleifarv og svo leið 3 til baka Kleifarv/Djúpav/Ísólfsská og svo síðasta leið kleifarvatn ein og sér í átt að Rvk.

Spenna veðrur líklega mest í jeppaflokki en þar eru margir góðir ökumenn skráðir til leiks og gaman að sjá Hvata mæta til leiks aftur, einnig verður mikil barátta í 1600 og 2000 flokki og margir sigurvegar koma til greina þar og það er eitthvað sem segir mér að sekúndur slagur verði í þessum tveim flokkum, það verður engin svikin af því að taka daginn snemma á laugardag og horfa á þessa keppni.

elvaro 1025Því miður er ekki búist við miklum slag um fyrsta sætið en auðvita gætu óvæntir hlutir sett strik í reikninginn. Jón Bjarni og Sæmundur munu sigla öruggum sigri í höfn ef þeir sleppa við bilanir EN það er aldrei að vita hvað hinir í toppbaráttunni gera, það eru að minnsta kosti 2/3 bílar sem eiga að geta keppt við Jón og Sæmund. Í næstu sætum eru líklegir til að vera Páll Harðar og Aðalsteinn en þeir aka gríðarlega öflugum Subaru og Jóhannes og Björgvin sem aka MMC Lancer einnig öflugur bíll, svo verða Guðmundur Höskulds og Ólafur Þór á Subaru en þeir aka ekki á eins góðri græju og hinir en samt heldur undirritaður að þeir verði að slást við Pál og Aðalstein og Jóhannes og Björgvin.

Til að fá allar upplýsingar um þetta rall þá vil ég binda á nýja glæsilega heimasíðu www.bikr.is og þar á að vera hægt að finna allt um þessa keppni.

Aðrar heimasíður af fjallað um þessa keppni og hér eru tenglar á þær, www.rally.hradi.is  -  www.teamx-tra.blogcentral.is - www.rallysport.blog.is .

Kveðja / Dóri


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband