Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Góður árangur hjá Danna og Ástu

25206_10150155862355442_865605441_11538122_3343140_n[1]Systkinin Daníel og Ásta kepptu í Bulldog rallinu sem fram fór síðastliðin laugardag í Norður - Wales. Þau óku af skinsemi í þessari keppni, engu að síður komu þau í mark í 8 sæti í heildarkeppninni

Í Evo Challenge mótaröðinni lendu þau í 2 sæti sem er flottur árangur. Þetta var fyrsta keppnin á þessu tímabili en næsta keppni fer fram í lok Apríl og þar verða þau að sjálfsögðu með.

Keith Cronin og Barry McNulty sem aka Subaru Imprezu N15 sigruðu keppnina og voru þeir rúmum fimm mínútum á undan okkar fólki þegar rallinu lauk.  Önnur Íslensk áhöfn tók þátt, það voru þeir Jóhannes og Ísak. Því miður þurftu þeir frá að hverfa eftir aðeins tvær leiðar en það gengur betur næst!.

Daníel og Ásta sýndu mjög jafnan akstur í þessari keppni en þau tóku þrisvar sinnum 8 besta tíma, tvisvar 9, einu sinni 10 og tvisvar 11 besta. Vissulega hefur Danni oft keyrt hraðar en í þessari keppni, hinsvegar var farið með það markmið að klára og koma sér í mark sem og þau gerðu!.

ÁFRAM Ísland! og ÁFRAM Rallý

Mynd: Danni og Ásta á ferð í Bulldog.


DVD diskur til sölu

25225_380187401850_158848896850_4329922_5109940_n[1]

Elvar ljósmyndari er að selja þennan rallýdisk á aðeins 2500 krónur. Mjög góður diskur með fullt af skemmtilegu efni.

hafið samband við hann til að nálgast diskinn

Elvar Örn
6997412
elvaro@talnet.is


Bulldog rallið um helgina

elvaro 9597Tvær Íslenskar áhafnir taka þátt í Bulldog rallinu sem fram fer á laugardag og ekið verður í Norður - Wales.

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn aka MMC Lancer Evo 10, hin Íslenska áhöfnin er Jóhannes Gunnarsson og Ísak Guðjónsson en þeir aka MMC Lancer Ev0 7.

Danni hefur keppt í mörgum mótum í Bretlandi með fínum árangri og er orðin stórt nafni í rallýheiminum í Bretlandi. Ásta og Ísak hafa oftast verið í hægra sætinu hjá honum þarna úti en Breskur aðstoðarökumaður hefur einnig verið í hægra sætinu hjá Danna.

Þetta er önnur keppnin hans Jóa í Bretlandi. Fyrsta mótið hans var fyrir mánuði síðan í Sunseeker rallinu, þar gekk honum mjög vel áður en hann keyrði útaf á síðustu leið rallsins. Það er dýrmætt fyrir Jóhannes að hafa Ísak sér við hlið, þar sem hann hefur áður keppt í þessu ralli, Jói var með Breskan aðstoðarökumann í Sunseeker.

elvaro 8143Báðar áhafnirnar keppa í Evo Challenge mótaröðin sem er einnig hluti af bresku meistarakeppninni. Það verður virkilega gaman að fylgjast með okkar fólki á laugardag.

Heimsíða keppninnar er hér http://www.bulldog-rally.co.uk .

Myndir: Efri er af Jóa í Rallý Reykjavík 2009 og niðri er af bíl Danna í sama ralli.

Áfram Ísland!!.


Tveir mánuðir í Íslandsmót

elvaro 9301Ekki eru nema tveir mánuðir í að Íslandsmótið í rallakstri hefjist en fyrsta rallið verður 21 til 22 Maí.  Keppnin í ár verður mjög skemmtileg, eins og staðan er í dag munu töluvert af bílum keppa í sumar. 

Einn nýr flokkur mun lýta dagsins ljós, sá flokkur kallast 4x4 non turbo en þessi flokkur gæti orðið áhugaverður á næstu árum og nú strax í sumar.

Gengi N verður auðvita á sínum stað og munu þeir bílar slást um sigur í heildarkeppninni. Eitthvað af nýjum og glæsilegum bílum verða í þeim flokki í sumar, ásamt gömlu sem hafa farið í svokallað Makeover!.  Svo verður auðvita eindrifsflokkur og jeppaflokkur á sínum stað og þar er alltaf skemmtilegur slagur í gangi.

Fyrstu helgina í Maí mun fara fram Rallýbílasýning í Reykjavík en það verður auglýst nánar síðar.

Ef einhverjir rallarar hafa fréttir af sér eða öðrum af undirbúningi fyrir tímabilið meiga þeir senda mér á dorijons@gmail.com .

Mynd: MMC Evo 5 sem hefur nánast tekið þátt í öllum rallmótum frá árinu 1999, er nú í eigu Hilmars Þráinssonar sem er margfaldur Íslandsmeistari í ralli og rallýkrossi.


Krassið hjá Kimi í Mexíkó

Krassið hjá Kimi Raikkönen í Mexíkó.


Bikarmót BÍKR úrslit

20090724 IMG 5477Vetrarsprettur BÍKR var haldin í dag upp í Gufunesi. Þessi keppni var liður í bikarmóti BÍKR en tveim keppnum er nú lokið.

Ragnar Magnússon á Jeep Cherokee sigraði keppnina í dag og var það vel gert hjá pilti. Töluverða drulla og mikil bleyta gerði keppendum erfitt fyrir í þessari keppni en allur höfðu gaman af.

Sýnt var frá rallinu í fréttum á Rúv, hægt að skoða það myndskeið með því að klikka á þenna link http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497924/2010/03/07/18 . 

Lokastaðan í dag

1. 23:39 Ragnar Magnússon Jeep Cherokee
2. 24:02 Trausti Guðmundsson Jeep Cherokee
3. 24:38 Sigurður Óli Gunnarsson Toyota Celica GT4
4. 24:41 Hlöðver Baldursson Toyota Corolla
5. 24:49 Katarínus Jón Jónsson Honda Civic
6. 25:05 Hilmar B. Þráinsson MMC Lancer
7. 26:26 Jóhannes V. Gunnarsson Toyota Corolla
8. 26:36 Daníel Sigurðsson Ford Escort
9. 26:46 Ásgeir Ingvi Elvarsson Honda Civic
10. 26:50 Björgvin Benediktsson Suzuki Swift

Mynd: Bíllinn sem Ragnar ók til sigurs í dag (Hvalurinn gamli).


Góður sigur hjá Loeb

100307_blur[1]Frakkinn og heimsmeistarinn Sebastien Loeb sigraði í Mexíkórallinu sem lauk í dag, hann tók um leið forustuna í heimmeistarakeppninni en tvær keppnir eru búnar.

Loeb tók forustuna á degi tvö en þann dag byrjaði hann þriðji og var þá 20 sekúndum á eftir Petter Solberg, þegar degi tvö lauk var Frakkinn komin með um 20 sekúnda forskot. Hann sér lítið fyrir og sigraði allar sérleiðir á degi tvö nema þá síðustu.

Norðmaðurinn Petter Solberg varð annar en hann var í forustu þangað til Loeb tók við henni á degi tvö eins og áður hefur komið fram. Solberg keyrði vel í þessari keppni og sigraði hann sjö sérleiðar af 22 sem voru eknar.

Frakkinn Sebastien Ogier lendi í þriðja sæti en hann var ekki nema 1 sekúndu á eftir Solberg. Ogier sigraði fimm sérleiðar í rallinu. Solberg og Ogier slóustu um 1. sætið á fyrsta degi.

Lokastaðan í Mexíkó hér http://www.wrc.com/jsp/index.jsp?lnk=405&season=2010&rally_id=MEX&stage=22

Mynd: www.wrc.com - Loeb ánægður með sigurinn í dag.


Fyrsta rallkeppni ársins fer fram á morgun

elvaro 8934Fyrsta rall ársins fer fram á morgun og eru 16. áhafnir skráðar til leiks en þetta er liður í bikarmóti BÍKR og er þetta önnur umferð en fyrsta var ekin í haust.

 Þetta er góð upphitun fyrir ökumenn og bíla fyrir Íslandsmótið sem hefst um miðjan Maí.

Keppnin á morgun fer fram upp í Gufunesi og eknar verða 6 umferðir með viðsnúningi 3 í hvora átt. Fyrsti bíll er ræstur kl: 11:00 inná fyrstu leið en alls munu ökumennirnir aka 28 km.

 Nánari upplýsingar um keppnina hér http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=1425 og hér http://www.bikr.is .

Mynd: Páll Harðarson og Aðalsteinn Símonarson leiða bikarmót BÍKR.

Góða skemmtun og ÁFRAM rallý!!.


Fríið búið

Jæja núna er kallinn komnir úr góðu fríi um rallýskrif og eitthvað fer að gerast á þessari síðu. Ástæðan  er auðvita að fyrsta rallkeppni ársins fer fram á morgun og wrc er komið af stað líka

Ég mun halda þessari síðu gangandi í sumar en kannski ekki eins mikið og undanfarin þrjú tímabil en maður veit aldrei Smile.

Kveðja / Dóri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband