Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Öruggur og góður akstur skilaði Danna og Ástu í 7 sæti

31067_1390220089416_1649526680_882087_4012341_n3. umferðin af 6 í bresku meistarakeppninni fór fram um helgina. Daníel og Ásta Sigurðarbörn tóku þátt en keppnin fór fram í Skotlandi og ekið var malbiki.  Alls óku þau rúmlega 200 km á sérleiðum. Það var auðvita ekki að spyrja að þeim systkinum að þau stóðu sig með stakri prýði og urðu landi og þjóð til mikils sóma eins og þeim er von og vísa! Smile.

Þau keyrðu rallið af miklu öruggi en samt hratt því Danni er ekki þekktur fyrir það að dóla í rallakstri.  Þau enduðu keppnina í 7 sæti sem er mjög góður árangur.   Gwyndaf Evans liðsfélagi Danna og Ástu sigraði rallið en hann ekur samskonarbíl.  Lið þeirra sem heitir JRM hefur forustu í liðakeppninni og eru Íslendingar stoltir að eiga stóran þátt í að liðið leiði stigakeppnina.  Spennan hjá ökumönnum er geysilega hörð og ekki munar nema 9 stigum á 1 og 6 sæti eftir þrjár keppnir. Daníel og Ásta eru í 4 til 5 sæti með 38 stig.

Það er gleðilegt að segja frá því að þau systkini fengu verðlaun sem fólk rallsins efir keppnina í gær og óskar undirritaður þeim hjartanlega til hamingju með það Smile.  Næsta keppni fer fram 9 til 10 Júlí.

Mynd: Danni og Ásta á ferð um helgina, mynd fengi af láni af facebook hans Danna.


Fyrsta ralli sumarsins lokið

29237_399749323900_642228900_4061506_7888187_n[1]Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í rallakstri fór fram á laugardaginn var í nágrenni Þingvalla. 14 áhafnir hófu keppni en 10 luku leik. Rallið fór fram í blíðskapar veðri og töluvert af áhorfendum mættu á inná leiðarnar sem er ánægjulegt Smile

Slagurinn um fyrsta sætið var enginn nema á fyrstu leið. Pétur og Halldór tóku forustuna á leið 1 en urðu frá að hverfa á sérleið númer 2 með bilaðan mótor, eftir það voru Jón Bjarni og Borgar í fyrsta sætið og létu það sæti ekki af hendi það sem eftir lifði ralls þó þeim hafi verið ógnað á nokkrum leiðum.  Hilmar og Sigurður gerðu vel og lentu í 2 sæti. Þeir náðu þrisvar sinnum 2 besta og keyrðu rallið öruggt. Flott hjá Himma að landa 2 sæti í sínu fyrstu keppni á alvöru bíl!.

Aðalsteinn og Heimir lendu í 3 sæti þrátt fyrir refsingar og smá bilanir sem komu upp. Þetta er frábær árangur hjá .þeim( www.xrally.is ). Þeir fengu bílinn ekki afhentan úr tolli fyrr en tveim dögum fyrir rall og náðu því ekkert að prufakeyra bílinn fyrir keppnina. Þeir sigruðu 5 sérleiðar af 12 og stungu þeir uppí ansi margar raddir því margir voru ekki búnir að spá þeim góðu gengi en það var nú öðru nær!.

elvaro 9353Feðgarnir Hlöðver og Baldur óku mjög vel og lendu í 6 sæti þrátt fyrir að vera á 25 ára gamalli Corollu og aðeins með 1600 mótor. Þeir voru í miklum slaga við bræðurna Þorstein Pál og Ragnar sem óku nýjum bíl í rallinu en þeir aka í nýjum flokki sem heitir Non-turbo, sá flokkur verður áhugaverður en aðeins tveir bílar voru í flokknum í þessu ralli. Ásta og Eva voru hin áhöfnin í nýja flokknum og alltaf gaman að sjá Ástu þeytast um rallývegina. Eva var að taka þátt í sinni fyrstu rallkeppni. Þær lentu í 10 sæti í rallinu.

Aðeins voru tveir jeppar í þessu ralli en þessi flokkur var mjög fjölmennur í fyrra. Vonandi mæta fleiri í þennan flokk í sumar því þessi flokkur er mjög skemmtilegur og alltaf mikill slagur milli manna. Sighvatur og Andrés leiddu slaginn milli jeppanna en þeir luku leik leið 8 með bilaðan gírkassa. Baldur og Elísa unnu því flokkinn en Baldur er efnilegur ökumaður og verðum gaman að fylgjast með honum á næstu árum.   Einar Sigurðsson og Símon Grétar Rúnarsson óku Audi Quattro en þeir urðu því miður frá að hverfa á sérleið 2 með bilaðan mótor, þeir tóku mjög góðan tíma á 1 leið og voru þar með 4 besta tímann. Þessir strákar eru nýliðar í rallinu og það verður greinilega gaman að fylgjast með í sumar.

Næsta rall fram á Suðurnesjum 11 og 12 júní og væntanlega koma upplýsingar um þið inná www.aifs.is , flott síða hjá þeim suðurnesjamönnum.

Hér eru flotta myndir sem Gulli Briem tók http://gullibriem.123.is/album/default.aspx?aid=179672

Lokaúrslit í rallinu.

1. 54:38 Jón Bjarni og Borgar - Subaru Impreza WRX STi
2. 56:52 Hilmar og Sigurður - MMC Lancer Evo 5
3. 57:41 Aðalsteinn og Heimir - MMC Lancer Evo X
4. 57:43 Marían og Jón Þór - MMC Lancer Evo 8 
5. 57:49 Fylkir og Elvar - Subaru Impreza STi
6. 59:54 Hlöðver og Baldur - Toyota Corolla
7. 1:00:55 Þorsteinn Páll og Ragnar - Subaru Impreza
8. 1:01:45 Baldur og Elias - Jeep Grand Cherokee
9. 1:04:29 Sigurður Óli og Elsa Kristín - Toyota Celica
10. 1:07:48 Ásta og Eva - Subaru Impreza.

Myndir: Efri af Alla og Heimi á Uxahryggjum (ljósmyndari Gerða sæta). Neðri af Hlölla og Baldri í Rallý Reykjavík 2009(ljósmyndari Elvar snilli).


Vorrall BÍKR - rásröð og tímamaster

c_documents_and_settings_kolla_my_documents_my_pictures_bikr-logo_1Vorrall BÍKR verður haldið laugardaginn 22 maí n.k.  Keppnin fer fram í nágrenni Þingvalla en hún hefst í Reykjavík með keppnisskoðun á morgun 19. maí kl: 17:00, keppnisskoðun fer fram við Fákafen 9 við hliðina á Hróa Hetti.

Alls verða eknar 12 sérleiðar og ökumenn munu keyra 111 km á sérleiðum. upplýsingar    hér http://darri.iccrc.is/123/Timamaster_vorrall_2010.pdf  um keppnina og hvenær leiðir loka.

13 bílar eru skráðir til leiks og hér að neðan er rásröð.

1. Jón Bjarni Hrólfsson AIFS - Borgar Ólafsson BÍKR - Subaru Impreza - N

2. Jóhannes V Gunnarsson BÍKR - Björgvin Benidiktsson BÍKR - MMC Lancer Evo VII - N

3. Fylkir A. Jónsson BÍKR - Elvar Jónsson BÍKR - Subaru Impreza - N

4. Hilmar B Þráinsson AÍH - Sigurður Sören Guðjónsson MMC Lancer Evo V - N

5. Aðalsteinn G Jóhannsson BÍKR - Heimir S. Jónsson BÍKR - MMC Lancer Evo X - N

6. Pétur S. Pétursson BÍKR - Halldór Gunnar Jónsson - MMC Lancer Evo VI - N

7. Marian Sigurðsson BÍKR - Jón Þór Jónsson BÍKR - MMC Lancer Evo VIII

8. Sigurður Óli Gunnarsson BÍKR - Elsa  Sigurðardóttir  BÍKR - Toyota Celica - N

9. Einar Sigurðson BÍKR - Símon Grétar Rúnarsson KK - Audi Quattro S2 - N

10. Hlöðver Baldursson BÍKR - Baldur Hlöðversson BÍKR - Toyota Corollla - Eindrif

11. Ásta Sigurðardóttir BÍKR -  BÍKR - Subaru Impreza - Non-turbo

12. Þorsteinn  Sverrisson BÍKR - Ragnar Sverrisson BÍKR - Subaru Impreza - Non-turbo 

13. Sighvatur Sigurðson BÍKR - Andrés F. Gíslason BÍKR - MMC Pajero Sport - J


6 dagar - höldum áfram að kynna áhafnir

elvaro 6805Aðeins eru 6 dagar í að Íslandsmótið byrji hér á klakanum og spennan farin að magnast með hverjum degi núna.  Hægt er að sjá leiðarlýsinu  um rallið sem verður næstkomandi laugardag inná  www.bikr.is  

En núna höldum við áfram að kynna þá menn og bíla sem koma til með að vera í toppbaráttunni í sumar.  Þeir Jóhannes V. Gunnarson og Björgvin  Benediktsson mæta á MMC Lancer Evo 7 en þeir eru að hefja sitt þriðja tímabil á þessum bíl.  Þeir félagar náðu góðum árangri í fyrra og lentu í 2. sæti á Íslandsmótinu og er það besti árangur þeirra.  Eðlilega verður töluverð pressa á þeim, því auðvita er alltaf pressa á mönnum sem ná árangri, ekki skemmir fyrir að þeirra bíll er með þeim fljótari hér á landi.  Það verður gaman að sjá hvað þeir gera í sumar og hvort þeir nái að toppa árangurinn frá síðasta sumri.

elvaro 8834Næstu menn eru bræðurnir Fylkir og Elvar Jónssynir en þeir mæta til leiks á sama bíl og undanfarin tvö tímabil.  Bíllinn Subaru Impreza STi og geysiöflugur sem er klárlega bíll sem getur gert tilkall sem Íslandsmeistarabíll árið 2010.

Að mati undirrituðum er þetta áhöfn sem menn gleyma soldið, ef þeir bræður mæta vel undirbúnir og með bílinn í lagi þá mun það fleyta þeim langt.  Þeir voru farnir að keyra hratt í fyrra og Fylkir virðist bæta sig sem ökumaður á hverju sumri og ef hann gerir það í sumar þá eru þeir líklegir til árangurs.

Annað kvöld  kemur svo síðasta kynningin af áhöfnum í toppbaráttunni og einnig keppnislisti yfir þeim keppendum sem taka þátt í fyrsta rallinu.

Myndir: Efri af Jóa og Björgvini í Rallý Reykjavík í fyrra og Fylkir og Elvar í sama ralli.


8 dagar - höldum áfram með kynningu á áhöfnum

Noregur_myndir_2.dagur_009[1]Áfram höldum við að kynna til leiks þá bíla og menn sem munu vera í toppbaráttunni í sumar.

Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson og Heimir Snær Jónsson mæta á MMC Lancer Evo X . Þeir félagar óku Lancer Evo 6 í fyrra en Aðalsteinn var þá að aka í fyrsta skipti í ralli, Heimir er hinsvegar með reyndari aðstoðarökumönnum landsins og einn sá besti.

Bíllinn hjá þeim er ekki enn komin til landsins þegar þetta er skrifað en von er á honum á næstu dögum.  Þetta er geysi öflugur bíll og það mun taka smá tíma fyrir þá að ná góðum tökum á honum, reyndar æfðu þeir sig á bílnum  í Noregi í Febrúar og það mun klárlega nýtast þeim í sumar.  Þeir hafa náð sér í allra bestu þjónustumenn landsins sem munu sjá til þess að bíllinn verði í toppstandi.  Það verður virkilega fróðlegt og gaman að fylgjast með þessu liði í sumar og á dögunum opnuðu þeir stórglæsilega heimasíðu www.xrally.is en liðið kallar sig einmitt X rallý keppnisliðið.

30095_429500036456_666221456_5171979_898119_n.jpgNæstu menn eru Marían Sigurðarson og Jón Þór Jónsson.

Þeir mæta til leiks á MMC Lancer Evo 8 í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim.  Þeir óku MMC Lancer Evo 5 sumarið 2008 með góðum árangri og enduðu þá í 6 sæti á Íslandsmótinu, voru á tíma í 2 sæti í mótinu en bíllinn fór að gefa eftir þegar leið á sumarið. Marían og Jón hafa mikla reynslu í rallinu og það mun klárlega nýtast þeim í sumar. Bíllinn gullfallegur og sá flottasti sem þeir vinir hafa mætt á.  Undirritaður þreytist seint á að hrósa mönnum fyrir útlitið á bílunum sem eru alltaf að verða fleiri og fleiri Smile.

Á sunnudag munu birtast fleiri kynningar af mönnum í toppbaráttunni.

Ásta bleika sæta var í kastljósinu í kvöld. Virkilega flott viðtal við hana og kom rallinu vel á framfæri Smile. Viðtalið á þessum link  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472191/2010/05/14/2  .

Myndir:Efri er af nýja bílnum hjá Alla og Heimi í Noregi í Febrúar. Neðri af bíl Marra og Jónsa á Burnout sýningunni í Kauptúni á dögunum.


9 dagar - kynning áhöfnum

Ekki eru nemar 9 dagar í að Íslandsmótið í rallakstri byrji og það lýtur út fyrir mjög skemmtilegt sumar. Hægt er að sjá upplýsingar um rallið inná www.bikr.is . Undirritaður verður á hliðarlínunni þetta sumarið og ætlar að reyna að vera öflugur á þessari síðu. 

Ef fólki mislíkar það sem ég set fram á síðunni getur það haft samband við mig dorijons@gmail.com  eða 899-4758, ég get örugglega ekki þóknast öllum en mun reyna.  Ég skrifa það sem mér finnst um rallið ! Smile.

Næstu daga ætla ég kynna þær áhafnir sem verða í toppbaráttunni í sumar.  Ég mun birta tvær kynningar í hverri grein.  Fyrstir sem verða kyntir til leiks eru Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson, reyndar var Jón með annan aðstoðarökumann í fyrra.

Þeir félagar munu aka Subaru Imprezu WRX STi með 2,5 mótor. Þeir óku samskonar bíl sumarið 2007 með fínum árangri.  Eðlilega er mikil pressa á þeim  enda báðir með mikla reynslu úr rallinu og þekkja það að vinna og ekki skemmir fyrir að Jón er hraður ökumaður.  Bíllinn þeirra er vel samkeppnishæfur hinum í toppbaráttunni. Það má kannski segja að þeir séu eins og KR í fótboltanum ef þeir verða ekki meistarar þá yrði það skandall Smile , það er samt ekkert unnið fyrir fram og þeir munu örugglega þurfa að hafa fyrir þessu

elvaro 9925Næstir til leiks eru Hilmar B. Þráinsson og Stefán Þór Jónsson en þeir munu aka MMC Lancer Evo 5.  Þessi bíll kom til landsins fyrir sirka 10 árum og hefur nánast tekið þátt í öllum röllum síðan.  Hilmar tók bílinn allan í gegn í vetur og hefur hann aldrei litið eins vel út og hann gerir í dag(bíllinn sko LoL). Þeir félagar urðu Íslandsmeistarar í 2000 flokki í fyrra og lentu í 4 sæti á Íslandsmótinu yfir heildina, svo árangur þeirra í fyrra var mjög góður.  Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim og Hilmar slæst alltaf um sigur í þeim flokkum sem hann keppir í og svo verður einnig í sumar.

Næstu kynningar á áhöfnum koma inn á morgun.

Myndir: Eftir af Jóni og Borgari 2007 á Sauðárkróki og sú neðri er af Hilmari í sprettinum á dögunum við Sundahöfn.


Dramatík í wrc - Latvala stal sigrinum

latvala7.jpgFinninn Jari-Matti Latvala náði að landa sigri í Nýsjálenska rallinu sem lauk í nótt.  Latvala náði forustunni í lok síðustu sérleiðar, Frakkinn Sebastien Ogier var í forustu en hann fór útaf þegar lítið var eftir af síðustu leiðinni og datt við það niður í annað sætið.  Mjög sárt fyrir Frakkann unga en jafnframt mjög sætt fyrir Finnann ! Smile.

Sebastien Loeb lendi í þriðja sæti en hann var komin í fyrsta eftir 18 sérleiðar af 21, svo á 19 leið fór hann útaf og tapaði töluverðum tíma og við það datt hann niðrí fjórða sætið.  Óhapp Solbergs gerði það svo að það verkum að Loeb endaði í þriðja sæti

Petter Solberg var í forustu eftir 9 sérleiðar og í því þriðja fyrir síðustu leið.  Hann varð hinsvegar að hætta keppni á síðustu sérleið eftir að hafa keyrt útaf og gat ekki haldið áfram,  mjög dýr stig sem hann missti af þarna.

Það sem ótrúlegast er við sigur Latvala að hann sigraði ekki eina sérleið í rallinu en stendur eins og áður sagði uppi sem sigurvegari .

Mynd: Latvala vann dramatískan sigur í morgun.


13 dagar í mót

elvaro 0575Aðeins eru 13 dagar í að Íslandsmótið í ralli byrji og er undirbúningur liðanna í fullum gangi þessa daganna. Sálfræðistríðið er þegar hafið hjá nokkrum keppenda og það er það sem hinni almenni áhugamaður vill Smile .

Eins og áður hefur komið fram á síðunni stefnir í spennandi og skemmtilegt sumar ! Smile.  Ekki bara á toppnum heldur verður baráttan ekki síðri í hinum flokkunum.

Hvet fólk sem heimsækir síðuna að taka þátt í skoðanakönnun  hér til vinstri á síðunni.

Mynd: Bíllinn hjá Fylki og Elvari er einn af mörgum sem hafa fengið upplyftingu í vetur.


18 dagar í mót - Enn fjölgar bílum sem verða í toppbaráttunni

30095_429500036456_666221456_5171979_898119_n.jpgÞað verður heldur betur fróðlegt að fylgjast með toppbaráttunni í rallakstri í sumar því það fjölgar bílum í hverri viku nánast sem ætla að taka þátt Smile.  Þessir bílar eru heldur ekki af verri gerðinni og allir stórglæsilegir !.

Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson ætla að mæta á MMC Lancer Evo 8 í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim.  Þeir óku MMC Lancer Evo 5 sumarið 2008 með góðum árangri, það er bíllinn sem Hilmar B Þráinsson á í dag.

Það verður gaman að fylgjast með rallinu í sumar og margir góðir ökumenn munu kljást á Íslenskum malarvegum.  Ég óska Marra og Jónsa til hamingju með nýja bílinn sem er stórglæsilegur.

Mynd: Bíllinn hjá Marra og Jónsa á  sýningunni um helgina.


Bikarmeistarar BÍKR 2010

c_documents_and_settings_kolla_my_documents_my_pictures_bikr-logo_1_987015.jpgBikarmótaröð BÍKR lauk í gær við Sundahöfn. Hilmar B Þráinsson sigraði keppnina og varð um leið Bikarmeistari í heildarkeppninni. Himmi keppti á MMC Lancer Evo 5 sem hann festi kaup á í fyrra, hann gerði algjörar endurbætur á bílnum í vetur og tók hverja einustu skrúfu úr bílnum og bíllinn leit glæsilega út í gær. Til hamingju Himmi með titilinn og bílinn ! Smile.

Í eindrifsflokki varð Hlöðver Baldursson  Bikarmeistari en hann lendi í 3 sæti í keppninni í gær. Hlöðver ekur 26 ára gamall Toyotu Corollu með afturdrifi. Til hamingju Hlölli Smile.

Ragnar Magnússon er Bikarmeistari í jeppaflokki. Ragnar lendi í 3 sæti í jeppa í gær og hann lendi jafnframt í 3 sæti yfir heildina í Bikarmótinu. Til hamingju Rangar Smile.

Vil minna á að Íslandsmótið byrjar 21 Maí sem er föstudagur en keppnin heldur áfram á laugadeginum 22. þetta verður allt auglýst þegar nær dregur.

Video frá Elvari SNILLA sem er frá keppninni í gær. Í þessu video er Sigurður Bragi á rauða Evoinum og Hilmar á hvíta Evo.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband