Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

8 dagar í Rally Reykjavík

Aðeins eru sjö sólarhringar og fjórtán klukkutímar í að ræst verið í þrítugasta og þriðja Rally Reykjavík. Upplýsingar um keppnina inná www.rallyreykjavik.net .

Hitum aðeins upp og kíkum á eitt stutt video frá rallinu 2010 Smile.


Flestir í AÍFS og BÍKR

Himmi og DagbjörtSíðustu daga hefur staðið yfir könnun hér á síðunni: Hverjir eru í hvaða klúbbi. Þetta var mjög jöfn könnun eins og sést hér að neðan.

AÍFS fékk 7 atkvæði

BÍKR sömuleiðis 7

BS 6 atkvæði

AÍH 5 atkvæði.

Aðrir fengu minna.

Mynd: Íslandsmeistarinn Hilmar Bragi er í AÍH.


18 dagar í Rally Reykjavík

HJ Rally TeamAðeins eru 18 dagar í að Rally Reykjavík byrji. Rallið er nú haldið í þrítugasta og þriðja sinn og er þessi keppni langstæðsta rallkeppin sem er haldin hér á landi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna inná www.rallyreykjavik.net  .

Af okkur bræðrum er það að frétta að búið er að prufakeyra bílinn aðeins og kom það mjög vel út. Eyjó fór með okkur og gaf Heimi nokkrar góða punkta sem munu koma sér vel. Einnig leyst Dóra vel á Heimi undir stýri og þetta á bara eftir að verða skemmtilegt hjá okkur. Nú er bíllinn kominn inní skúr aftur og verður tekin í smá yfirhalningu og allt ætti að vera í toppstandi þegar keppnin hefst.

Hér að neðan eru klippur Rally Reykjavík 2010 sem var sýnt á Motors Tv, sem er ein stæðsta Mótorsportstöð í heiminum. Gaman að segja frá því að Elvar Örn Reynisson tók upp þetta myndefni.


Sigurðarbörn mæta í Rally Reykjavík

danni, ásta og marriFullt af slúðri er í gangi þessa dagana um það hverjir ætla að mæta í Rally Reykjavík og það lítur út fyrir mjög góða þátttöku í síðasta og stærsta ralli ársins. Mörg þekkt nöfn rallara sem ekki hafa verið með í sumar hafa meðal annars komið fram í umræðunni.

Þrjú þeirra nafna eru Sigurðarbörnin þau Daníel, Ásta og Marian. Sagan segir að á þeirra vegum muni koma fjórir bílar í rallið. Á þeim verða tvær erlendar og tvær íslenskar áhafnir og líklega verður annar ökmaðurinn af erlendu áhöfnunum enginn annar en Stuart Jones sem sigraði Rally Reykjavík árið 2009.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikil gleðitíðindi þetta eru því þessi systkinin hafa verið afar sigursæl hér á landi. Þá hefur Daníel verði okkar fremsti ökumaður um nokkur ára skeið og einnig náð góðum árangir í Bretlandi með systur sinni. Eins og allir vita urðu Daníel og Ásta Íslandsmeistarar árið 2006 og 2007 með miklu yfirburðum.

Fréttir herma að fleiri erlendar áhafnir muni koma fyrir utan þær sem að framan greinir. Þar má fremstan nefna Drew Bowler en hann mun koma til með að keppa í jeppaflokki.

Hér með skora ég á íslenska ökumenn sem eiga rallýbíla heima í skúr að mæta til leiks í Rally Reykjavík. Þessi keppni hefur uppá allt að bjóða og allt stefnir í hörku keppni á virkilega skemmtilegum leiðum. Meðal leiða sem nú verða eknar aftur eftir nokkur ára hlé eru Hekla 32km og Stöng í Þjórsárdal 10km, báðar gríðarlega skemmtilegar leiðar. Upplýsingar um rallið er að finna inná www.rallyreykjavik.net .  Minnum á könnun hér til hægri á síðunni.

Mynd: Systkinin Ásta, Danni og Marri með son sinni á góðri stundu - Ljósmyndari Gerða.


HJ Rally Team mætir í Rally Reykjavík

Heimir og DóriVið bræður ætlum að mæta í Rally Reykjavík www.rallyreykjavik.net sem hefst eftir 31 dag. Heimir keyrir og Dóri verður aðstoðarökumaður. Liðið okkar heitir að sjálfsögðu HJ Rally Team.

Þetta verður jafnframt okkar heimasíða og hér verðum við með myndir og fréttir af okkur svo vinir, ættingar og aðrir áhugamenn geti fylgst með okkur.

Bíllinn sem við mætum á í RR er Jeep Cherokee, sá sami og Eyjó og Heimir kepptu á í Miðsumars rally Bíkr í sumar. Heimir á þennan bíl ásamt Árna Jónssyni.

Mjög mikil tilhlökkun er í herbúðum okkar bræðra og stefnan er auðvita sett á að vera eins ofarlega og hægt er enda báðir miklir keppnismenn. Við höfum einu sinni ekið samskonar bíl en það var 2009 á Sauðárkróki og lendum þar í 3. sæti í jeppaflokki.

Við bræður höfum mikla reynslu sem keppendur í rallakstri en aðeins farið í sex keppnir saman. Gaman að segja frá því að Dóri er að fara sína 45 rallkeppni á Íslandsmóti og Heimir sína 35 svo það ætti að vera næg reynsla um borð í bílnum Smile.

Fleiri fréttir af okkur koma inná síðuna þegar nær dregur stærsta ralli ársins.

Video http://vimeo.com/37892918 þetta video er heimildamynd eftir Stefán Örn en það var eitt af lokaverkefnum hans í kvikmyndaskólanum í vor. Bíll Íslansdmeistarans Hilmars B kemur nokkrum sinnum fyrir sjónir ásamt bíl okkar bræðra.

Mynd: Heimir og Dóri í Skagafirði 2009 - Ljósmyndari Elvar Örn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband