Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Degi tvö lokið

10660272_10203879969953619_6590642253145608345_n.jpgDagur tvö að kveldi kominn. Staðan eftir daginn er þannig að strákarnir leiða jeppaflokkinn með rúmlega tveggja og hálfs mínútu forskoti á næsta bíl og eru í 11. sæti yfir heildina.

Dagurinn tók töluvert á þar sem þeir lentu í að sprengja tvö dekk og keyrðu síðan bremsulausir nánast allan Dómadal, rétt um 23 kílómetra. En þrátt fyrir allt skiluðu þeir sér í park ferme í kvöld sem skiptir náttúrlega mestu.

Dómnefnd hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hvort að leiðin um Áfangagil gildi þar sem nokkrar áhafnir óku vitlausa leið og hefur leiðin verið kærð og bíður úrskurðar. Fari svo að leiðin verði tekin gild munu strákarnir mögulega fara upp um tvð til þrjú sæti þar sem að þeir voru með mjög góðan tíma á þeirri leið og fóru rétta leið Það skýrist vonandi strax í fyrramálið.

Ennþá er samt heill dagur eftir og margt getur gerst þar sem enn eru eftir sjö sérleiðar og þeirra á meðal erfið og skemmtileg leið um Kaldadal.

Yfir og út
PACTA Rallyteam

Mynd: Halldór Björnsson tekið á Dómadal í dag.


Dagur eitt búin

10641105_10152360121592775_5780156021921140580_n.jpg

Þá er degi eitt af þremur lokið í Rally Reykjavík. Búið að aka fjórar af tuttugu sérleiðum. Eftir daginn eru strákarnir í 10. sæti í heildarkeppninni en 1. sæti í jeppaflokki. Það verður að teljast gott enda eru þeir að venja sig við ýmsar breytingar sem búið er að gera á bílnum frá því í fyrra.

Á morgun verður byrjað að aka Hekluna en allar nema tvær af sérleiðum dags tvö verða eknar á Suðurlandinu. Dagurinn verður strembinn en skemmtilegur

 Bíllinn er klár fyrir átök morgundagsins og strákarnir líka. PACTA Rallyteam

 

Mynd: www.sunnlenska.is  


Undirbúningur fyrir Rally Reykjavík

Undirbúningur í fullum gangi hjá PACTA Rallyteam!

 10574219_715738205178040_874661431130321736_n.jpg


Fjórir dagar í Rally Reykjavík

Aðeins fjórir dagar í að fjörið byrji! Rásröð fyrsta dags hér að neðan og svo er endurraðað eftir dag eitt.

  1. Baldur Haraldsson / Aðalsteinn Símonarson
  2. Henning Ólafsson / Árni Gunnlaugsson
  3. Daníel Sigurðarson / Ásta Sigurðardóttir
  4. Sigurður Bragi Guðmundsson / Björgvin Benediktsson
  5. Þór Líni Sævarsson / Sigurjón Þór Þrastarson
  6. Sigvaldi Jónsson / Skafti Skúlason
  7. Gunnar Karl Jóhannesson / Witek Bogdanski
  8. Baldur Arnar Hlöðversson / Guðni Freyr Ómarsson
  9. Sigurður Arnar Pálsson / Brynjar S Guðmundsson
  10. Gunnlaugur Einar Briem / Jóhannes Jóhannesson
  11. Kári Sveinsson / Björgvin Hermannsson
  12. Dali (Örn Ingólfsson) / Óskar Jón Hreinsson
  13. Heimir Snær Jónsson / Halldór Gunnar Jónsson
  14. Alan Paramore / TBN
  15. Marc Paynter / TBN
  16. Gari Hazelby / TBN
  17. John Hickinbotham / TBN
  18. Steve Partridge / TBN

 


Fimm dagar í Rally Reykjavík

Fimm dagar í að Rally Reykjavík byrji! PACTA Rallyteam er að sjálfsögðu skráð til leiks og það er mikil tilhlökkun innan liðsins Bíllinn hefur tekið miklum breytingum síðustu vikur og búið að endurnýja mikið í honum m.a. kominn nýr litur á kaggann! Meira síðar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband