Heimir og Halldór Jónssynir

Þessi síða er í eigu bræðrana Halldórs og Heimis sem báðir hafa mikla reynslu af rallakstri. Dóri byrjaði árið 2001 og Heimir 2004. Saman hafa þeir farið í 80 rallkeppnir.

 

Halldór Gunnar - í sambúð með Jónínu Guðmundsdóttur lögmanni. Halldór á tvær dætur, önnur heitir Tinna Rós fædd  24.02.07 og hin Harpa Ru fædd 06.05.13. Nína á eina prinsessu líka sem heitir Alma Björk fædd 12.04.2002. Dóri hefur keppt í rallakstri frá árinu 2001 og á hann tvo Íslandsmeistarartitla árið 2001 eindrifsflokki og 2004 varð hann Íslandsmeistarar í 2000 flokki sem var flokkur sem kom útaf frá eindrifsflokki, báðir titlarnir komu þegar Dóri ók með Hlöðveri Baldurssyni en þeir áttu mikilli velgegni að fagna þegar þeir óku saman. Dóri hefur unnið marga sigra í einstökum flokkum og einu sinni sigrað rall yfir heildina. Hann hefur ekið í 45 rallkeppnum á Íslandsmóti og er einn af reyndustu aðstoðarökumönnum landsins.

 

Heimir Snær - í sambúð með Tinnu Viðarsdóttur. Þau eiga prinsessuna Jóhönnu Líf fædd 25.09.10. Heimir byrjaði að keppa árið 2004 en hann hefur tekið þátt í öllum röllum frá árinu 2006 fyrir utan fjórar. Heimir á einnig tvo Íslandsmeistaratitla og komu þeir báðir 2007 þegar Heimir og Pétur urðu Íslandsmeistarar í 1600 flokki og 2000 flokki með miklum yfirburðum. Hann hefur unnið fjölda sigra bæði í flokkum og yfir heildina. Heimir hefur verið einn fremsti aðstoðarökumaður landsins síðustu ár. Nú hefur hann fært sig yfir í vinstra sætið og ef hann verður janf farsæll þar og hægra megin þurfum við bræður ekki að kvíða neinu :-).

 

 Hannes Sigurbjön Jónsson bróðir okkar varð Íslandsmeistari 2002 með Hlöðveri og urðu þeir meistarar í 1600 og 2000 flokki, við eigum því sex titla bræðurnir sem er verður að teljast góður árangur! :-).

 

Við bræður höfum allir fylgst með ralli frá árinu 1989 en þá keppti faðir okkar heitin og doddi frændi með góðum árangri á Opel Möntu

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Halldór Gunnar Jónsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband