8 dagar - höldum áfram með kynningu á áhöfnum

Noregur_myndir_2.dagur_009[1]Áfram höldum við að kynna til leiks þá bíla og menn sem munu vera í toppbaráttunni í sumar.

Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson og Heimir Snær Jónsson mæta á MMC Lancer Evo X . Þeir félagar óku Lancer Evo 6 í fyrra en Aðalsteinn var þá að aka í fyrsta skipti í ralli, Heimir er hinsvegar með reyndari aðstoðarökumönnum landsins og einn sá besti.

Bíllinn hjá þeim er ekki enn komin til landsins þegar þetta er skrifað en von er á honum á næstu dögum.  Þetta er geysi öflugur bíll og það mun taka smá tíma fyrir þá að ná góðum tökum á honum, reyndar æfðu þeir sig á bílnum  í Noregi í Febrúar og það mun klárlega nýtast þeim í sumar.  Þeir hafa náð sér í allra bestu þjónustumenn landsins sem munu sjá til þess að bíllinn verði í toppstandi.  Það verður virkilega fróðlegt og gaman að fylgjast með þessu liði í sumar og á dögunum opnuðu þeir stórglæsilega heimasíðu www.xrally.is en liðið kallar sig einmitt X rallý keppnisliðið.

30095_429500036456_666221456_5171979_898119_n.jpgNæstu menn eru Marían Sigurðarson og Jón Þór Jónsson.

Þeir mæta til leiks á MMC Lancer Evo 8 í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim.  Þeir óku MMC Lancer Evo 5 sumarið 2008 með góðum árangri og enduðu þá í 6 sæti á Íslandsmótinu, voru á tíma í 2 sæti í mótinu en bíllinn fór að gefa eftir þegar leið á sumarið. Marían og Jón hafa mikla reynslu í rallinu og það mun klárlega nýtast þeim í sumar. Bíllinn gullfallegur og sá flottasti sem þeir vinir hafa mætt á.  Undirritaður þreytist seint á að hrósa mönnum fyrir útlitið á bílunum sem eru alltaf að verða fleiri og fleiri Smile.

Á sunnudag munu birtast fleiri kynningar af mönnum í toppbaráttunni.

Ásta bleika sæta var í kastljósinu í kvöld. Virkilega flott viðtal við hana og kom rallinu vel á framfæri Smile. Viðtalið á þessum link  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472191/2010/05/14/2  .

Myndir:Efri er af nýja bílnum hjá Alla og Heimi í Noregi í Febrúar. Neðri af bíl Marra og Jónsa á Burnout sýningunni í Kauptúni á dögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott umfjöllun hjá þér Dóri en ertu viss um að þessi evo X sé ekki komin til landsins??  Nokkrir aðilar segjast hafa séð gripinn með eigin augum

Jónbi (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Takk fyrir það Jónbi. Eins og ég sagði í greininni var bíllinn ekki komin til landsins þegar þetta var skrifað, bíllinn lenti á klakanum í gær eftir minni bestu vitund og eigandans einnig.  Það er nú skrítið ef margir hafa séð bílinn en EKKI eigandinn .

Heimir og Halldór Jónssynir, 16.5.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband