Umfjöllun um Suðurnesjarallið

Suðurnesjarallið fór fram á föstudag og laugardag. 17 bílar voru skráðir til leiks en 11 komust alla leið í mark. töluvert af toppbílunum lentu í vandræðum og sumir þeirra urðu frá að hverfa þegar líða tók á keppnina.  ahorfendur

Akstursíþróttafélag Suðurnesja (AÍFS) hélt þessa keppni og gerðu það bara vel,  vissulega má gagnrýna þá fyrir nokkra hluti sem undirritaður ætlar ekki að fara útí hér EN þeir vita sjálfir hvað ég er að tala um. bjombi

Þá að keppninni sjálfri það voru Jón Bjarni og Borgar sem sigruðu þessa keppni eftir glæsilegan akstur, umfjöllun um fyrstu þrjá bílana á þessum link http://www.ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/1066705 . 

 Óskar og Valtýr náðu 4 sæti og var mjög gaman að horfa á þá þeytast um rallývegina í þessari keppni, væri gaman að sjá þá í fleiri keppnum í sumar. Þeir aka Peugeot 306 s16 og sigruðu þeir jafnframt eindrifsflokkinn. oskar

Þorsteinn Páll og Ragnar sem aka óbrettum Subaru í Non-turbo flokknum lentu í 5 sæti. steini Þeir siguðu jafnframt flokkinn sinn, því miður voru bara tveir bílar skráðir í þessa keppni og hinn bílinn mætti ekki.  Það væri gaman að sjá fleiri bíla í þessum flokk því þetta er mjög ódýr útgerði á þessum bílum og hægt að fara ansi hratt fyrir lítin pening.

kiddiÍ 6 sæti komu Kristinn og Gunnar en þeir óku Grand Cherokee í jeppaflokki.  Þeir voru ekki nema 14 sekúndum á eftir 5 sæti, þeir sigruðu jeppaflokkinn eftir mikinn slag við Sighvat og Andrés sem lentu í 7 sæti.  Flottur akstur var á Kidda í þessu ralli og vonandi mæta þeir í þær keppnir sem eftir eru. hvati

Það var mikill slagur í þessu ralli og keppnin var mjög skemmtileg. Ekki munaði nema einni og hálfri mínútu á 4 sæti og því 9 eftir rúmlega 80 km akstur á sérleiðum. 

Það var rosalega gaman að sjá alla þá áhorfendur sem mættu á þessa keppni og þó aðallega á föstudeginum Smilehvilberg Undirritaður hefur ekki séð eins marga áhorfendur á rallkeppni síðan í byrjun þessar aldar og því ber að fagna!.  Lokastaðan er á þessum link http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=10&RRAction=4 , hægt að sjá sérleiðatímana líka.

Næsta keppni fer fram í Skagafirði og sú keppni er haldin af Bílaklúbbi Skagafjarðar. Keppnin fer fram 23 og 24 Júlí.

Myndir: Gerða, fleiri hér http://www.ehrally.blog.is/album/sudurnesjarally2010 .

Stórglæsilegt video frá Stefáni, þetta er frumraun hans að taka upp video af rallkeppni!. Einnig video inn á www.vf.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband