Mikið gekk á í Rally Reykjavík á degi 2 - umfjöllun

39215_10150244823430463_554250462_14209093_6907060_nDagur tvö í Rally Reykjavík er á enda komin. Mikið gekk á í dag og því miður voru tvær veltur í dag. En enn og aftur sannar öryggisbúnaður sig í rallinu, engin slys voru á mönnum en menn eðlilega soldið stífir og smá mar hér og þar. Aðalsteinn og Heimir sem aka MMC Lancer veltu á Tröllháls  leið 3 í morgun, bíllinn töluvert illa farin og eru þeir félagar úr leik í rallinu en þeir voru í 2 sæti þegar þetta gerðist.  Óskar og Valtýr á Peugeot 306 veltu einnig en það var á Kaldadal og er bíllinn mikið skemmdur.

Slagurinn um fyrsta sætið er í fullum gangi.  Hilmar og Stefán hafa leitt rallið í allan dag en þeir félagar eru að aka af öruggi , þeir eru í góðri stöðu í Íslandsmótinu ef þeir landa 1 eða 2 sæti þegar rallið endar og því er ekkert annað en að aka skynsamlega fyrir þá.  Daníel og Ásta eru í 2 sæti og ekki nema  rúm mínúta í þá Hilmar og Stefán. Daníel og Ásta voru í forustu í gær en fengu það mikla refsingu fyrir að gera við bifreiðina eftir daginn í gær að þau duttu niður listan. Þau hafa því ekið mjög hratt og vel í dag og t.d. á leið um Kaldadal sem er ein erfiðasta leið landsins, voru þau í miklum sérflokki miða við aðra bíla í keppninni.

41314_1559367192400_1481901102_31420923_165574_nÍ 3 sæti eru þeir Pétur og Björn á MMC Lancer. Þeir hafa ekið vel í dag og eru ekki nema 32 sekúndum á eftir 2 sæti. Þeir töpuðu heldur miklum tíma á þau Daníel og Ástu á öllum þrem ferðunum um Kaldadal en á hinum voru þau nokkuð jöfn. Slagurinn um 4 og 5 sætið er mjög mikill, milli þeirra Marían og Jóns Þórs á MMC Lancer og hinsvegar Jóhannesar og Björgvins einnig á MMC Lancer. Þessar tvær áhafnir eru á sömu sekúndu og því verður baráttan hörð milli þeirra á síðasta degi.  Einar og Símon Audi Quattro eru í 6 sæti og eru öruggir í því sæti. Þeir hafa náð sér í mikla reynslu í dag því fyrir svona nýliða er best að fá sem flesta km á sérleiðum.

Feðgarnir Hlöðver og Baldur á Toyotu Corollu eru í 7 sæti og jafnfram með forustu í eindrifsflokki. Hinar þrjár áhafnirnar í þeirra flokki eru allar dottnar út.  Baldur og Elías koma í síðasta stigasætinu eða því 8. Þeir félagar hafa ekið vel í dag og hafa einnig forustu í jeppaflokki.  Jón Bjarni sem er ríkjandi Íslandsmeistari en hann leiðir einnig Íslandsmótið ásamt Borgari veltu á leið 2 í gær eins og kom fram hér síðunni. Löguðu bíllinn í nótt og mættu til leiks í morgun , þeir eru örugglega þakklátir mörgum mönnum að koma bílnum í gott stand á nokkrum klukkutímum.  Þeir fengu auðvita töluverða refsingu og það þarf mikið að gerast svo þeir ná í stigasæti. Það er ljóst ef keppnin endar svona þá verður rosalegur slagur um Íslandsmeistaratitilinn í síðustu tveim keppnunum milli þeirra Jóns og Borgars og Hilmars og Stefáns.  Upplýsingar um tíma og stöðuna hér http://tryggvi.org/rallytimes/?RRComp=12&RRAction=4 . Lokadagurinn fer fram á morgun og þetta rall er langt frá því að vera búið..

Myndir Efri af Danna og Ástu á Djúpavatni í gær og sú neðri af bíl Alla og Heimis eftir veltuna. eigendur þessara mynda www.geoffmayesmedia.com  og Kristinn Sveinsson.

ÁFRAM RALLÝ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ... afhverju ertu ekki í vinnu við að skrifa þessar greinar.... 

eg vissi að eg gæti kíkt á síðuna hjá þér og lesið eitthvað nytt um rally...;-) þú ert snilli..

petur (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hehe það er spurning Pétur. Allavega er ég alveg sáttur við heimsóknirnar á síðuna síðustu daga, yfir 100 i.p. tölur á sólarhring .

Heimir og Halldór Jónssynir, 15.8.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Alltaf gaman að fylgjast með hjá þér. Skemmtileg lesning

Elvar Örn Reynisson, 16.8.2010 kl. 19:57

4 identicon

Takk fyrir það Elvar ;).. mjög gaman að fá svona hrós eins og ég hef fengið síðustu daga fyrir að halda þessari síðu lifandi :-)...

Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband