Fyrsta rall sumarsins byrjar á morgun - Hvernig mun ralliđ ţróast ?

252097_10150281603223901_642228900_7629365_4928725_n.jpgFyrsta keppni sumarsins á Íslandsmótinu í rallakstri fer fram á morgun föstudag og heldur áfram á laugardag. 18 áhafnir eru skráđar til leiks ţar af 8 í non turbo flokki.

Fyrsta sérleiđin verđur hin geysi skemmtilega leiđ Djúpavatn og verđur hún ekin á morgun (föstudag). Eftir Djúpavatniđ fara bílarnir uppá Shell Vesturlandsveg en ţar hefst einnig keppnin.

Ţeir sem vilja horfa á bílana inná Djúpavatni er bent á ađ leiđin lokar fyrir allri umferđ kl: 19:10. Tímamaster og rásröđ keppninnar er inná www.bikr.is

Ralliđ um helgina verđur mjög spennandi og keppt verđur í fjórum flokkum en einungis ţrír flokkar gilda til Íslandsmeistarar ţar sem jeppaflokkur er ekki gildur sökum ónógar ţátttöku.

Slagurinn um fyrsta sćtiđ verđur annars vegar milli Hilmars B og Dagbjartar og hins vegar Valdimars og Sigurjóns. Hilmar og Dagbjört, sem er spússa Hilmars, mćta til leiks á MMC Lancer Evo 7 sem er sá sami og Hilmar varđ Íslandsmeistari á í fyrra. Valdimar og Sigurjón mćta á Subaru Imprezu Sti sem er sami bíll og Valdimar ók í fyrra međ góđum árangri og lendi í 4. sćti á Íslandsmótinu.

Stutt á eftir ţessum tveim áhöfnum verđa tvćr til ţrjár áhafnir sem eru Jóhannes og Björgvin, Guđmundur Snorri og Guđni og Sigurđur Óli og Elsa. Nćstu áhafnir ţar á eftir verđa líklega einhverjir non turbo bílar og má helsta nefna Baldur Haralds og Ađalstein.

Í eindrifsflokknum verđa ţrjár áhafnir og tvćr ţeirra mun eflaust berjast um sigur alla keppnina. Ţćr eru annars vegar Henning og Árni og hins vegar brćđurnir Gunnar og Jóhann. Ţriđja áhöfnin í ţessum flokk eru Pálmi og Guđmundur Páll sem eru óreyndir og hafa allt ađ vinna og engu ađ tapa.

Jeppaflokkurinn er ţví miđur ekki gildur í ţessu ralli eins og áđur sagđi ţar sem ađeins tveir bílar mćta til leiks og eru erlendar áhafnar á ţeim báđum. Erlendir ökumenn telja hvort sem er ekki stig til Íslandsmeistara.

Mynd: Gerđa - Valdimar og Heimir Snćr á ferđ í Rally Reykjavík í fyrra. Heimir hefur áhveđiđ ađ taka sér pásu frá hćgra sćtinu í sumar en hann hefur verđiđ í fremstu röđ ađstođarökumanna undanfarin ár.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband