Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli

elvaro 9110Fyrsta umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram um helgina. Sex sérleiðar verða eknar. Fyrstu fjórar sérleiðirnar eru um hið margfræga Djúpavatn og síðustu tvær leiðarnar eru um Hvaleyravatn.

Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem heldur þessa keppni en þeir halda þrjár keppnir af þeim fimm sem fara fram á Íslandsmótinu 2014.

12 bílar eru skráðir til leiks og ef tekið er mið af þeim sem skráðir eru má reikna með mikilli baráttu um fyrstu sætin í rallinu. Aðeins eru þrjár áhafnir í non turbo flokki en sá flokkur hefur verið stór undanfarin ár en í staðin mæta til leiks margir grubbu N bílar sem er gaman að sjá.

Inná www.bikr.is  má finna rásröð rallsins sem og upplýsingar um lokanir vega og svo framvegis. Svo er hægt að fylgjast með beinum tímum hér http://www.tryggvi.org/rallytimes/index.php?RRComp=36&RRAction=4

Mynd: Baldur og Aðalsteinn mæta til leiks á öflugri Subaru bifreið og eru þeir að aka þessum bíl í annað sinn en þeir festu kaup á honum rétt fyrir haustrallið í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband