Glæsilegt mark Ellerts Jóns

Skagamenn heimsóttu FH-inga í dag í blíðskaparveðri,Tryggvi Guðmundsson kom FH-ingum yfir á 8 mínútu með marki úr vítaspyrnu.Þannig var staðan í hálfleik en FH-liðið var mun sterkari aðilinn í þeim fyrri,í seinni hálfleik kom allt annað skagalið inn á völlinn,og áttu þrjú mjög góð færi,en það var svo á 80 mínútu sem jöfnunarmarkið kom Ellert Jón Björnsson átti þrumuskoti óverjandi fyrir Daða í markinu,án efa eitt fallegasta mark sumarsins það sem af er,FH-ingar fengu tvö góð færi eftir þetta en jafntefli var niðurstaðan,dómari leiksins var mjög slappur að mínu mati,það voru dæmdar 23 aukaspyrnur á ÍA en aðeins 9 á FH liðið,það hefði mátt dæma mun fleiri aukaspyrnur á FH í þessu leik.Það var mjög góð mæting á leikinn og fín stemming og veður frábært,en gott stig í hús hjá skagamönnum.Næsti leikur hjá ÍA er 26 Júlí á Akranesvelli geng HK.
mbl.is FH og ÍA skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta eru ágæt úrslit fyrir Skagamenn en ég hefði viljað að þeir tækju öll stigin. Jafntefli kanski ásættanlegt. 
Hlíðarendastórveldið og Skaginn hafa sýnt að Fh er ekki ósigrandi.  Ef Hlíðarendastórveldið klárar sína leiki sem ég vona þá ætti titilinn að vera á leið úr Hafnarfirði og á Hlíðarenda.

Óðinn Þórisson, 15.7.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband