Hörkuleikur í Þorlákshöfn á morgun (föstudag)

Blikar-HaukarMínir menn í körfunni Breiðablik heimsækja Þór Þorlákshöfn á morgun (föstudag) og hefst leikurinn kl:20:00.Bæði lið hafa spilað tvo leiki í 1.deildinni á þessu tímabili,Blikar hafa unnið báða sína sannfærandi,en Þórsarar hafa tapað báðum sínum með litlum mun.

Ég býst við hörkuleik á morgun(föstudag).Heimavöllur Þórs er mjög sterkur,ég þekki það nú spilaði með Þór tímabilið 2001/2002 og 2002/2003.Þetta gæti orðið erfiður leikur hjá mínum mönnum,Þórsarar hafa á að skipa fínu liði reyndar ekki mikil breitt hjá þeim,en þeir eru með gott byrjunarlið,ef mínir menn mæta tilbúnir og spila vel í 40.mínútur þá eiga þeir að vinna þennan leik með 10+.Áfram Breiðablik.

Mynd, www.karfan.is .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja og hverjum ætlar þú að halda með Dóri minn? Ég verð einstaklega sár ef ég heyri áfram Breiðblik frá þér...einstaklega sár

Haddi (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband