Daníel og Ísak keppa í Tempest Rallýinu í Bretlandi

Danni-ÍsakFélagarnir Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson hafa ákveðið að keppa í Tempest Rallýinu sem verður haldið þann 10.11.2007 í Bretland,þetta kom fram á heimasíðu þeirra www.hipporace.blog.is  í gær.

Danni hefur náð mjög góðum árangri í Bretlandi á þessu ári,þó aðallega með systur sinni Ástu,en eins og flestir vita er þau Íslandsmeistarar í ralli síðustu 2.ára.en hún kemst ekki í þetta rallý.

Ísak hefur tekið þátt í tveimur röllum á þessu ári í Bretlandi með Danna félaga sínum,en Ísak er okkar fremsti aðstoðarökumaður og hefur verið til margar ára.

Yfir 70.bílar eru skráðir í Tempest rallið,upplýsingar um rallið hér www.tempestrally.com..Ég ætla að vona að fjölmiðlar fari nú að fjalla um þátttöku okkar fremsta rallökufólks þarna úti,því umfjöllunin hefur engin verið og til skammar(þeir eru kannski of uppteknir af því að fylgjast með Birgi Leif að slá kúlu sem er í 500 sæti á heimslistanum,ég vil taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir Birgi Leif)..Við Íslendingar eigum líka frambærilega rallökumenn sem eru að gera það gott í Bretlandi og það er komin tími á að fjalla um það hjá íslenskum íþróttafréttamönnum.

Hér að neðan koma tvö myndbönd frá Tempest rallinu í fyrra.

www.youtube.com/watch?v=rDFOu9M0YhM .

www.youtube.com/watch?v=_4H8MTe76Uc .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Dóri

Doddi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 07:35

2 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Sæll vinur.

 Samkvæmt uppfærslu á heimasíðu rallsins eru 95bílar komnir á keppendalistann :)


þetta verður bara gaman - ég hreinlega veit hvort mig langi meira að horfa með ykkur eða keppa haha :)


DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 2.11.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ.

VÁ 95 bílar.Já þetta verður sko bara gaman hjá okkur,ég get ekki beðið.

Ég spái því að þið lendið í topp 15 yfir heildina.

Kveðja,Dóri

Heimir og Halldór Jónssynir, 3.11.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband