Heimsmeistarinn í góðum málum eftir fyrsta keppnisdag

Petter Solberg-07-ArgFjórða mótið á þessu keppnistímabili á heimsmeistaramótinu í rallakstri fer fram nú um helgina í Argentínu,rallið hófst í dag og er níu sérleiðum þegar lokið,rallinu lýkur svo á sunnudag.

Heimsmeistarinn Sebastian Loeb sem ekur Citroen er með góða forustu en hann er 1,30 mín á undan öðru sætinu,Chris Atkinson sem ekur Subaru er í öðru sæti en hann er ekki nema átta sekúndum á undan liðsfélaga sínum Petter Solberg sem er þriðji.Mikko Hirvonen sem ekur Ford Focus var í forustu eftir fjórar sérleiðir en hann keyrði útaf á leið fimm og datt niður um mörg sæti og er hann 24 mínútum á eftir fyrsta sæti og á hann litla sem enga möguleika á stigasæti.

Á morgun verða eknar níu sérleiðir og lengsta leiðin er um 22.km en dagurinn á morgun er í heild um 150.km á sérleiðum.

Mynd: www.rallye-info.com ,Petter Solberg á ferð í Argentínurallinu í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband