Úrslitin úr rallycrossinu í dag

rallycross - 2009

Önnur umferð rallycrosskeppni sumarsins fór fram í dag á rallycrossbrautinn að sjálfsögðu. Mættir voru 17.bílar í fjórum flokkum.

Það er mjög gaman að sjá hvað mikil vakning hefur orðið í crossinu en það hefur ekkert verið keppt í því undanfarin ár en nú er það heldur betur farið af stað.

Keppnin í dag var var mjög skemmtileg og það voru nokkur tilþrif sem sáust og t.d. voru tvær veltur, það sem komst mest á óvart var að Himmi sigraði 2000 flokkinn:) en það væri gaman að vita hvað þessi drengur hefur unnið margar rallycrosskepnir. 

Það er gaman að segja frá því að gamli Clioin minn náði að klára:) og gott betur en það því hann sigraði í krónuflokknum.

Rallycross - 2009Úrslitin frá keppninni í dag, topp 3 í flokkunum.

Krónuflokkur

1. Gunnar Hjálmarsson
2. Úlfar Bjarki Stefánsson  
3. Tómas Orri Einarsson

2000 flokkur

1. Hilmar B. Þráinsson
2. Valgeir Mar Friðriksson
3. Linnet Ríkharðsson

Opinn flokkur

1. Steinar N. Kjartansson
2. Gunnar Bjarnason
3. Ágúst Aðalbjörnsson

Unglingaflokkur

1. Bragi Þórðarson

Myndir: Maggi http://teamyellow.blog.is/blog/teamyellow


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband