Íslandsmeistararnir mæta til leiks í Skagafjörð

Siggi og Ísak - 2008Íslandsmeistararnir í rallakstri mæta til leiks í Skagafjarðarallið sem verður haldið um aðra helgi. 

Sigurður Bragi og Ísak hafa ekkert verið með í sumar. Flestir muna að þeir sláust við tvær aðrar áhafnir um titilinn í fyrra og höfðu að lokum betur eftir skemmtilegt tímabil!. Það er gaman að sjá þá ætla að mæta til leiks aftur en hvort þeir mæti í fleiri keppnir í ár veit ég ekki.

Þeir koma til með að vera í efstu þremur sætunum þó þeir hafi ekkert verið með í sumar, ef þeim tekst að sigra rallið verður það í þriðja sinn í röð sem þeir vinna Skagafjarðarrallið.

Ég man nú ekki alla tölfræðin í rallinu en undirritaður heldur að þeir Siggi og Ísak verði þeir keppendur sem hafa oftast keppt fyrir norðan, af þeim keppendum sem munu vera í ár allavega, þetta sýnir bara hvað þeir eru orðnir gamlirLoL.

Mynd: Gerða - Siggi og Ísak á ferð 2008.

P.S. Ef þið vitið um fleiri keppendur sem eru að mæta til leiks fyrir norðan, sem hafa annað hvort ekki keppt í ár eða hafa lítið verið með síðustu ár þá megið þið senda mér línu um það á dorijons@gmail.com .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband