Mitsubishi Rallý Reykjavík að hefjast

elvaro 304330. Alþjóðarallið byrjar í dag og fara 27. bílar af stað. Bílarnir verða ræstir frá Perlunni kl: 17:00. Fyrsta leiðin leggur um Djúpavatn/Ísólfsskóla og er 28 km, þessi leið er mjög skemmtileg en getur refsað mönnum ef þeir fara of geyst.

Ég hvet fólk að koma uppí Gufunes og horfa á skemmtilega leið, þar munu bílarnar aka tvær ferðir. Fyrsti bíll er ræstur af stað kl: 19:10 í fyrri ferð, það væri gott fyrir fólk að mæta sirka 15: mín fyrr.

Margar erlendar áhafnir mæta til leiks, þar ber hæsta að nefna Stuart Jones en hann er mjög hraður og verður hann með Ísak Guðjónsson sér við hlið en eins og allir vita er hann með mikla reynslu úr rallinu!, þeir verða líklega í hörku slag við Jón Bjarna og Sæmund og vonandi verður sá slagur allt rallið. Einnig verður mikil slagur í hinum flokkunum og ekkert verður gefið eftir.

Þegar bílarnir hafa lokið keppni í dag, fara þeir í þjónustuhlé við Shell á Vesturlandsvegi og koma fyrstu bílarnir þangað um kl: 20:00.

Umfjöllun eftir daginn kemur auðvita inná þessa síðu í kvöld.

Mynd: Jón Bjarni og Sæmundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband