Stuart og Ísak með örugga forustu

elvaro 9007Degi 2 í Mitsubishi Rallý Reykjavík lauk í kvöld. Það var mikið sem gekk á í dag og flestir lendu í einhverju basli!, samt eru flestir inn í rallinu ennþá.

Jón Bjarni og Sæmundur voru með forustuna í morgun en misstu hana á Kaldadal fyrri ferð, þeir sprengdu og töpuðu rúmum tveim mínútum, svo á seinni ferð um Kaldadal brotnaði dempari. þeir eru engu að síður í öruggu 2.sæti

Stuart Jones og Ísak hafa sýnt góðan akstur þrátt fyrir að hafa verið í töluverður basli í dag allan dag, þeir hafa sex mínútur í forkskot á Jón og Sæma. Það er gaman að sjá þennan unga Breta keyra og er hann líklega einn hraðasti útlendingur sem hefur komið hingað til lands.

Bræðurnir Fylkir og Elvar eru í 5.sæti og hafa einnig verið í miklu basli eins og margir aðrir, þeir sprengdu á Kaldadal og svo fór bremsudæla, þeir bræður eiga samt fína möguleika á að ná 3.sæti ef þeir keyra stíft á morgun.

elvaro 9039

Eyjó og Baldur hafa áfram góða forustu í jeppaflokki, þrátt fyrir að hafa tapaða tíma á Kaldadal í dag, þeir hafa ekið mjög vel allt rallið og Eyjó SAKNAR greinlega ekki cóarans sínsGrin, þeir eru í 9.sæti í heildinni.

Hilmar og Eyjólfur leiða 1600 og 2000 flokkinn. Hlöðver og Baldur hafa verið í hörku slag við þá í allan dag í 2000 flokknum, sá slagur verið eflaust til loka ralls.

Heildarúrslit eru inná www.rallyreykjavik.net . Svo er Elvar hetja búin að setja inn myndir frá degi 2 http://ehrally.blog.is/album/rr_2009_dagur_2  SVO er Gerða búin að setja myndir frá gærdeginum inná http://hipporace.blog.is/album/altjodarally_2009_fimmtudagur

elvaro 9221

elvaro 9225

                Fylkir og Elvar tóku síðustu beyjuna á Gufunes langflottast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband