Stuart Jones og Ísak sigruðu Rallý Reykjavík

elvaro 920630. Alþjóðarallinu lauk í gær í blíðskaparveðri. Bretinn Stuart Jones og Ísak sigruðu rallið með töluverðum yfirburðum. Þetta er í fyrsta skipti 17.ár sem útlendingur vinnur Alþjóðarallið, Finninn Saku Vierimaa var síðasti sem vann þetta rall árið 1992 og þá ók hann Lancia Delta en hann sigraði líka Alþjóðarallið 1985.

Stuart og Ísak óku vel allt rallið og gerðu engin mistök, þeir voru samt í vandræðum með bílinn um miðbik rallsins. Stuart er hraðasti útlendur sem hefur komið hingað til lands, Ísak á samt stóran þátt í þessum sigri, Ísak er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið marga sigra í gegnum árin. Þeir félagar sigruðu 16. sérleiðar af 23 sem voru keyrðar. Þetta er fimmta árið í röð sem MMC Lancer sigrar Rallý Reykjavík.

elvaro 9247Jón Bjarni og Sæmundur lentu í 2.sæti eftir mikið bras stóran part af rallinu. Þetta er fyrsta keppnin í ár sem þeir félagar ná ekki sigri en með þessum úrslitum er Jón Bjarni orðin meistari, Sæmi þarf að bíða aðeins. Hjá aðstoðarökumönnum er Sæmi með 40.stig og Ísak með 20,5 og það eru 20.stig eftir í pottinum, undirritaður veit ekki til þess að Ísak mæti í fleiri keppnir og því er Sæmi líklega orðin meistari EN ekki orðin öruggur.

Jóhannes og Björgvin tóku 3.sætið og var það vel af sér vikið hjá þeim. Þetta er besti árangur þeirra á þessum bíl. Þessi bifreið á samt að fara mikið hraðar yfir!. Ófarir annarra gerðu það að verkum að þeir náðu þessu sæti, besti árangur þeirra á sérleið í rallinu var 3.besti og það var aðeins þrisvar sinnum sem þeir náðu því.

elvaro 8834Bræðurnir Fylkir og Elvar lentu í 4.sæti. Þeir bræður voru í 3.sæti eftir fyrsta dag, áföll á degi 2 gerðu það að verkum að þeir voru komnir niðrí 5.sæti. Þeir ætluðu sér aftur uppí 3.sætið en það voru rúmar tvær mínútur þangað, þeir reyndu allt sitt og voru að taka góða tíma. Þegar rallinu lauk voru þeir ekki nema 40.sekúndum á eftir 3.sæti en engu að síður hetjuleg barátta, þetta er stór finn árangur hjá þeim, þetta er þriðja árið í röð sem þeir klára Alþjóðarallið í topp 4, það sannaðist sem undirritaður sagði fyrir rallið að þeir myndu klára ofarlega.

Mick Jones og Daníel enduðu í 5.sæti en Mick er faðir Stuart sem sigraði rallið. Þeir voru að aka flott í þessu ralli og taka fína tíma, refsingar gerðu það að virkum að þeir náðu ekki 3.sætinu. Eins og flestir vita er Danni ekki mikil cóari heldur ökumaður í rallinu, þeir voru ekki með leiðarnótur og því flottur árangur hjá þeim að ná 5.sæti.

elvaro 9079Hilmar og Eyjólfur sigruðu 1600 og 2000 flokkin og enduðu jafnframt í 7.sæti í heildarkeppninni. Það er ótrúlegt hvað Himmi kemur þessari Hondu áfram, Hondan er langt frá því að vera sterkasti bíllinn í rallinu. Þeir keyrðu mjög vel og voru vel af því komnir að sigra þessa tvo flokka. Þeir gáfu ekkert eftir í slagnum við feðgana Hlöðver og Baldur um sigur í 2000 flokkunum en þessar tvær áhafnir voru í slag allt rallið. Himmi hefur ekki enn tryggt sér titilinn í 2000 flokki, en er í góðri stöðu þegar tvö mót eru eftir.

elvaro 8899Feðgarnir Hlöðver og Baldur lentu í 2.sæti í 2000 flokknum. Hlölli er að byrja aftur í rallinu eftir nokkra ára hlé. Núna er Baldur sonur hans komin í hægra sætið en undirritaður var cóari hjá Hlölla á sínum tíma. Baldur er yngsti keppandinn í ralli frá upphafi. Þeir feðgar óku af skynsemi í þessu ralli en tóku vel á því af og til. Strákurinn var að standa sig geysilega vel í hægra sætinu og var með þetta allt á hreinu. Þeir enduðu í 8.sæti í heildarkeppninni og voru ekki nema 10.sekúndum á eftir Himma og Eyjólfi eftir 3.daga rallý.

elvaro 9275Eyjólfur og Baldur sigruðu jeppaflokkinn örugglega, þrátt fyrir að hafa sprengt tvö dekk í rallinu og þurft að skipta inná leið. þeir tóku flotta tíma og t.d. á Kaldadal á degi tvö voru þeir með 3.besta tíman og svo lengi mætti telja.

Guðmundur Orri og Hörður lentu í 3.sæti í Jeppaflokknum. Eftir þessu úrslit er ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í Jeppaflokki verður harður. Ásta og Tinna leið áfram flokkinn en núna munar ekki nema 2.stigum á þeim og Gumma og Herði.

elvaro 8878Sá maður sem bætti sig mest í þessu ralli. Var Aðalsteinn á MMC Lancer. Heimir settist í hægra sætið hjá honum. Þeir félagar óku mjög vel fyrstu tvo dagana, svo neitaði bíllinn að fara lengra á fyrstu leið á degi 3, eitthvað í drifbúnaði brotnaði og þeir loku því miður keppni. Eins og áður sagði var Aðalsteinn að bæta sína tíma verulega í þessari keppni, t.d. á kleifarvatni bætti hann sig um 21.sekúnduog á Uxahryggjum bætti hann sig um 31.sekúndu og á Tröllháls um 30.sekúndur, svona var bætingin á flestum leiðum. Þeir voru í 6.sæti þegar þeir féllu úr leik.

Nánari úrslit inná www.rallyreykjavik.net . SVO er ekki komnar nema 427 myndir frá rallinu í albúmið sem Elvar hefur sett inn, virkilega flottar myndir hjá kallinum! myndir hér http://www.ehrally.blog.is/album .

Áfram Rallý

Kveðja / Dóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skylst að Ísak fái engin stig í þessari keppni því þeir skráðu sig þannig að þeir borguðu ekki keppnisgjöld, og einnig er ómögulegt að bara annar aðili fái stig en ekki hinn.

Óli Þór (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:31

2 identicon

Ok. Þetta vissi ég ekki Óli, það var sagt við mig þeir hafi borgað..

Dóri (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:55

3 identicon

Ég hengi mig samt ekki uppá þetta, er ekki 100%

Óli Þór (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Steini Palli

Þeir borguðu að sjálfsögðu keppnisgjöld en erlendar áhafnir borga annað þátttökugjald heldur en Íslenskar áhafnir og því fá þeir engin stig.

Steini Palli, 17.8.2009 kl. 09:36

5 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Takk fyrir þetta Steini, þá vitum við þetta ..

Heimir og Halldór Jónssynir, 17.8.2009 kl. 18:43

6 Smámynd: Jóhannes V Gunnarsson

"Þessi bifreið á samt að fara mikið hraðar yfir!. Ófarir annarra gerðu það að verkum að þeir náðu þessu sæti,"

Gott að sjá hvaða mann þú hefur að geyma, svona skrif seigja meira um þinn karater en ég hefði kosið að þekkja til. Mæli með að tjái sig um það sem maður hefur vit á og láti annað óátalið nema einbeittur vilji sé til að standa í illindum við aðra. Ef svo er þá er netið ekki staðurinn.

JVG 

Jóhannes V Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 17:15

7 Smámynd: Heimir Snær Jónsson

vá Jói grenja.is mætt á svæðið :) , er þetta bara ekki hárrétt hjá honum þessi bíll hefur búnað og getu til að fara töluvert mikið hraðar áfram ? það er engin ósannindi í þessu hjá honum er það.

Heimir Snær Jónsson, 22.8.2009 kl. 09:05

8 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Jói minn er ekki alveg í góðu hjá þér vinur??. Þú mátt alveg skíta mig hérna út og tala um einhvern karakter hjá mér. EN það sem ég skrifaði í þessari grein, er ALLT gert af miklum heilindum og svo hefur reyndar verið í sumar hjá mér og fengið mikið hrós fyrir!.

Þegar maður skoðar þína tíma í þessu ralli, þá voru aðrar áhafnir í rallinu að taka betri tíma en þú en þeir lentu í misjöfnum áföllum í rallinu, því náðir þú þessu sæti!. ÞÚ talar um vit, það er vissulega rétt, ég er ekki besti bifvélavirkin! EN ég veit hvað búnaður er í hinum og þessum bílum og bíllinn þinn er einn best búni bíllinn!, ásamt 2/3 örðum.

Það er líka gaman að sjá hvaða MANN þú hefur að geyma!, búin að EYÐA mér sem bloggvin. Það er allt í góðu , þá getur hætt að lesa bloggið mitt, fyrst þetta fer svona fyrir brjótið á þér..

Kveðja / Dóri.

Heimir og Halldór Jónssynir, 22.8.2009 kl. 18:44

9 identicon

Flott grein Dóri eins og alltaf, sannleikurinn er samt oft sár.

Kv Boggi

Borgar Ólafsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 10:17

10 identicon

Ég veit ekki alveg hvað liggur að baki þeim skrifum sem hæla sumum áhöfnum en lasta aðrar, en vona að það sé eingöngu mistök þess sem greinina skrifar.

Samfélag akstursíþróttaáhugamanna er það lítið í Íslandi að það þolir ekki skrif að þessu tagi. Réttmæt gagnrýni á þó alltaf rétt á sér en það er hún ekki í þessu tilviki.

Eins og þú veist Dóri, er aðalmarkmið með rallýakstri að skila sér í mark. Ekkert vinnst á því að keyra eina sérleið rosalega hratt, en sumar ekki. Því er meira líkt með rally og maraþoni en spretthlaupi. (Mazda-n hans Dodda keyrði hraðar en Fylkir yfir Lyngdalsheiðina í sumar, en svo fór hún ekki lengra. Það gerir varla Mözduna betri en Subaru-inn hjá Fylki og Dodda betri ökumann en Fylki, er það?)

Það sem sumir kalla óhöpp kalla aðrir akstursmistök og koma "óhöpp" iðulega upp þegar menn keyra hraðar en þeir ráða við.

Stundum nást góðir tímar þannig vegna "heppni" en stundum kemur það í bakið á þeim þegar "óhöpp" verða.

Sumir kenna dekkjunum um að þau springa, ekki akstursmáta.

7-an hjá Jóa er líklega einn af fáum bílum sem núna keppa á Íslandi sem uppfylla gengis N reglur og hefur ekki verið breytt eftir að hann kom að utan.

Þar sem við sem þetta sport stundum þurfum á öllu okkar að halda til að halda þessari íþrótt gangandi, mæli ég með því að við hættum að níða skóinn hver af öðrum og reynum að hafa gaman af þessu.

Það gerum a.m.k. við Jói.

Svona skrif hjálpa ekki til.

kv

Björgvin

Björgvin Benediktsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 21:59

11 Smámynd: Heimir Snær Jónsson

"er þetta bara ekki hárrétt hjá honum þessi bíll hefur búnað og getu til að fara töluvert mikið hraðar áfram ? það er engin ósannindi í þessu hjá honum er það"

 Fæ ég svar Bjöggi eða Jói.

Heimir Snær Jónsson, 25.8.2009 kl. 00:24

12 identicon

Þessi evo 7 var nú sagður fljótasti evo7 bretlands 2007.  Sannleikurinn er bara sár en Jói er kanski að keyra á öðrum forsendum en aðrir. Sannleika sagt hefur hann ekki sama hraða og menn á verri bílum. t.d Óskar Sól og Valdi þegar þeir eru á imprezum sem eru ekki næstum eins góður bíll og þessi, og Pétur bakari sem er á mun eldir evo. Pétur og Valdi kláruðu öll röll 2008 báðir langt á undan Jóa.  Þannig að það sem ég er að segja að þessi evo7 kemst MIKLU hraðar en Jói er að keyra hann en Jói er að keyra sér kannski til skemmtunar og það er eingin að skrifa vont um Jóa bara að benda á að bíllin kemst mun hraðar. 

Baldur (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 00:24

13 identicon

Heimir, ég veit ekki hvaða búnaður á að vera í þessum bíl, sem er ekki í öðrum bílum hér á landi, sem á að gera hann að fljótari bíl en aðrir. Þú getur kannski upplýst um það?

Bíllinn er t.d. með mun minni bremsugetu en hin 7-an og 6-a bakarans.

Eins er afl hans minna, eins og sést ef horft er á þessa bíla í starti og átökum.

Bíllinn hefur talsverða getu og getur að öllum líkindum farið hraðar en hann gerir nú þegar.

Það að bíllinn sé ekki keyrður á fullum afköstum hefur skilað honum ótjónuðum í mark, sem ekki er hægt að segja um marga aðra sem eru að keyra umfram sína getu og sinna farartækja.

Það er ástæðan fyrir því að Jói tekur enn þátt í röllum en aðrir ökumenn eru með tóma vasa og láta ekki sjá sig.

Aðalpunkturinn er að það var ekki vegna  ófara annarra sem þessi bifreið endaði í þriðja sæti alþjóða rallsins, heldur vegna plans sem lagt var af stað með í upphafi þess, sem gekk út á að haga akstri á þann veg að koma honum heilum í mark.

Það segir svolítið mikið um málið að hér eru aðstoðarökumenn að röfla um getu ökumanna.

Eins og ég sagði áður, hættum að níða skóinn hver af hverjum öðrum og höfum gaman að þessu.

kv

Björgvin

Björgvin Benediktsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:39

14 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Ég bara skil ekki alveg þessi skrifa frá ykkur Björgvin og Jóhannes. Það er eins og ég hafi drullað yfir ykkur í þessari grein, þvert á móti!! og þið fáið nú hrós, vissulega gangrýni ég að bíllinn sé með getu til að fara hraðar og þú hefur viðurkennt það núna Björgvin. Í þessari grein fenguð þið mikið hrós frá mér í sumar http://ehrally.blog.is/blog/ehrally/entry/908314, SVO það er ekki rétt sem þú segir Björgvin að ég lasta ykkur mikið!. ÞAÐ virðist bara vera svo með ykkur eða Jóa að þið eruð hafnir yfir alla gangrýni, ÞVÍ ég man eftir þætti frá árinu 2007, þar sem Birgir Þór gangrýndi Jóhannes fyrir aksturstíl, og þá varð Jóhannes alveg tjúll.

Þetta kalla ég réttmæta gangrýni Björgvin ÞÓ þið viljið ekki meina það, eruð reyndar þeir einu sem sjáið það!!.

SVO segir þú orðrétt, Það segir svolítið mikið um málið að hér eru aðstoðarökumenn að röfla um getu ökumanna, vissulega rétt Heimir er aðstoðarökumaður reyndar SÁ besti, EN ég er eiginlega hættur því, það kemur þessu bara EKKERT við!, ég er að reyna að halda úti öflugri og góðri rallýsíðu EN það er greinilegt að það fer fyrir brjóstið á sumum.

Níða skóinn!!, hættu því ÞÁ, hverjir byrjuðuð á því!!..

P.S. ÉG hef ekki gangrýnt ykkur sem persónur EN það hefur Jóhannes gert við mig hér að ofan, finnst það MIÐUR því ég er að reyna gera mitt besta að fjalla um Íslenskt rallý og hef mjög Gaman af!.

Heimir og Halldór Jónssynir, 25.8.2009 kl. 12:32

15 identicon

Athugsemdin gekk eingöngu út á að það er ekki vegna "ófara" annarra að umrædd bifreið og áhöfn skilaði sér í þriðja sætið.

"Ófarir" eins og að keyra á steina og sprengja dekk eru hluti að sportinu. Ef þú sleppur við það, getur þú keyrt hægar pr. km.

(Í raun er ég svo latur að ég er búinn að banna Jóa að sprengja. Hvað við erum hægfara má því skrifa á mig!)

Að sjálfsögðu er enginn hafinn yfir gagnrýni, eins og gagnrýni á þín skrif sem eiga sér stað núna, en hverju skilar gagnrýni þín sportinu?

Athugasemdin með aðstoðarökumennina var ekki beint gegn neinni persónu. Eingöngu að við þurfum að vita um  hvað við erum að tala, þegar við látum það út úr okkur.

Hittumst við ekki ferskir á Snæfellsnesinu?

kv

Björgvin

Björgvin Benediktsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 13:32

16 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

OK gott mál Björgvin.

EN þetta með persónuna, ég veit þú varst ekki að beina þessu að persónu okkar. ÞAÐ sem ég átti við voru skrif ökumanns þín, þar gangrýndi hann mig sem persónu og finnst það MIÐUR!, hann sagði hann orðrétt, Gott að sjá hvaða mann þú hefur að geyma, svona skrif seigja meira um þinn karakter en ég hefði kosið að þekkja til.

Auðvita sjáumst við hressir og kátir fyrir vestan.

Heimir og Halldór Jónssynir, 26.8.2009 kl. 18:17

17 identicon

maður skreppur í sólina í nokkra daga og það er allt orðið vitlaust

Þetta er bara hans akstursstíll og finnst mér að menn sem hafa enga reynslu sem ökumenn í ralli á svona græjum ættu ekki að vera að lasta hans hraða, (ekki illa meint). Þetta er fljótur bíll.. ég þykist vita það að þessi bíll getur farið hraðar yfir en það kostar líka helling að keyra svona bíl eitt tímabil á fullum dampi og það eru ekki allir sem hafa tök á því, sérstaklega eins og ástandið er í sponsormálum í þessum litla rallýheimi á Íslandi.

Mér finnst þessi skrif um þá hefðu mátt vera aðeins jákvæðari.... annars að öðru leiti fín grein hjá þér Dóri.

jónbi

jónbi (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:52

18 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Æji strákar.  

 Dóri hefur alveg rétt fyrir sér í greininni en segir frá því frekar ónærgætið sem augljóslega særir - ekki hvað er sagt heldur hvernig. Dóri veit allt um hvað það er mikils virði að klára röllin áfallalaust til að ná árangri. Jói hefur aldrei verið sá sprettharðasti á klakanum en hann er samt alltaf þarna öðrum til skráveifu ef þeir gera í sig, bila eða yfirkeyra.

Ummælin eða greinin voru pottþétt ekki illa meint gagnvart einum eða neinum og ástæðulaust að halda því fram að annarlegir hvatar liggi að baki þeim - frekar orðóheppni :)

Hættum þessari ástæðulausu viðkvæmni og persónuníðum - elskið friðinn og strjúkið kviðinn :)

 DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 2.9.2009 kl. 09:37

19 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Takk fyrir gott innlegg Danni. Elskum nú firðin  , eins og Danni segir..

Heimir og Halldór Jónssynir, 2.9.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband