Síðasta ralli ársins lauk í gær - risa umfjöllun!

elvaro 6887Síðasta rallkeppni ársins lauk í gær á Snæfellsnesi. Úrslitin voru ráðin í öllum flokkum á Íslandsmótinu nema í jeppaflokki og hjá aðstoðarökumönnum í 1600 flokknum. 20.bílar voru skráðir til leiks en aðeins 13 komust í endamark. Bílarnir voru örugglega orðnir þreyttir í gær, því keppnin sem var á föstudagskvöldinu var erfið og áhafnir örugglega orðnar þreyttar.

Jóhannes og Björgvin óku vel í rallinu og uppskáru eftir því, þeir voru í hörku slag við Palla Harðar og Aðalstein fram á síðustu leið og ekki munaði nema 6 sekúndum þegar bílarnir fóru inná seinustu leiðina, bíllinn hjá Palla og Aðalsteini drap á sér og töpuðu þeir 3 mínútum og enduðu þeir í 4.sæti, við þetta skriðu Jóhannes og Björgvin upp í fyrsta sæti og unnu sinn fyrsta sigur á þessum bíl. Gummi Hösk og Óli Þór voru einnig í smá slag við þessar tvær áhafnir og Gummi og Óli lentu í 2.sæti, frábært hjá þeim félögum.

elvaro 8003Alli og Heimir lentu í 3.sæti  og voru þeir vel að því komnir. Alli er aðeins á sínu fyrsta ári í rallinu og hefur komið með ferskan blæ inn í þetta sport!. Það er frábært hjá honum að ná í verðlaunasæti á fyrsta ári, hraði hans hefur aukist með hverju ralli, það verður virkilega gaman að fylgjast með Alla á næsta ári.

Sighvatur og Andrés náðu 5.sætinu og sigruðu einnig jeppaflokkinn, þeir voru að aka mjög vel í þessum tveim keppnum um helgina. Marian og Jón Þór lentu í 2.sæti í jeppaflokknum og voru ekki nema 29 sekúndum á eftir Hvata og Andrési. Nýliðarnir í jeppaflokknum Baldur og Elias kláruðu báðar keppnirnar um helgina, það er alltaf gott þegar nýliðar klára sínu fyrstu keppnir sem  þeir gerðu, undirritaður var hrifin af þeirra akstri og vonandi mæta þeir á næsta ári.

elvaro 8204Feðgarnir Hlöðver og Baldur sigruðu 2000 flokkinn og enduðu í 6.sæti í heildarkeppninni, þeir feðgar koma alltaf vel undirbúnir til leiks bæði með bíl og nótna gerð og það skilar sér heldur betur. Þeir fengu samt verðuga keppni í gær því hinir feðgarnir í 2000 flokki Óskar og Oddurmættu til leiks á Peugoet 306, Óskar og Oddur voru að keyra mjög vel og taka góða tíma, svo neitaði bíllinn að fara lengra á fyrstu leið eftir hádegi, þá voru Óskar og Oddur með forustu í 2000 flokknum. Þessi flokkur verður mjög skemmtilegur á næsta ári en þá munu þessar áhafnir slást í öllum mótum.

Halldór Vilberg og Sigurður unnu 1600 flokkinn og tryggði Halldór þar með aðstoðarökumanni sínum titilinn líka, því hjá aðstoðarökumönnum gat Eyjólfur náð Sigurði en svo fór ekki. Halldór og Sigurður eru vel að þessu komnir og eru verðskuldaðir meistarar í þessum flokki. Júlíus og Eyjólfur sem keppa í 1600 flokknum  óku útaf á Jökulhálsi, bíllinn skemmdist mikið ef ekki ónýtur, það þurfti að kalla til sjúkrabíl og varð töf eðlilega á rallinu útaf þessu. Sem betur fer eru drengirnir heilir og óbrotnir en teygðir og tognaðir, ég óska þeim góðs bata og vonandi koma þeir ferskir aftur næsta ári.

elvaro 8550Jeppaflokkurinn var hvað mest spennandi í sumar. Ásta og Tinna voru með forustu í flokknum eftir hvert rallið á fætur öðru og voru að aka mjög vel. Bræðurnir Guðmundur Orri og Hörður Darri voru að berjast við þær um titilinn. Eftir rallið á föstudag voru bræðurnir komnir í forustu á Íslandsmótinu í fyrsta skipti í sumar. Ásta og Tinna tóku hárrétta ákvörðun í gærmorgun, keyra af öruggi og bíða og sjá hvað myndi gerast hjá Gumma og Herði, bræðurnir gerðu engin mistök og urðu verðskuldað Íslandsmeistarar í jeppaflokki árið 2009. Það var mjög gaman að fylgjast með jeppaflokknum í sumar fullt af bílum og mikil barátta!. Það verður samt ekki tekið af Gumma og Herði að þeir voru fljótastir í flokknum og því eru þeir Íslandsmeistarar. Ég óska þeim til hamingju með þennan titil. Ásta og Tinna geta samt gengið afar stoltar! frá þessu sumri, það tekur engin af þeim 2.sætið á Íslandsmótinu í jeppaflokki og fullt af verðlaunum  m.a. menn keppnirnar í Skagafjarðarrallinu í sumar, þær löguð mikið á sig í sumar þessar stelpur og geta verið sáttar með sitt!. 

Undirritaður fékk soldið nýja sýn á rallið í gær, með því að vera með þeim ljósmyndurum Elvari og Gerðu og það var mjög gaman Smile. Það sem þau gera fyrir rallið er meira heldur en margir halda!! og erum við heppinn hafa þessa ljósmyndara með okkur, takk fyrir skemmtilegan dag Gerða og Elvar.

Rallý kveðja / Dóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér.  Misstir samt af góðri síðustu sérleið en gaman að hitta þig.

Sigurlaug Dóra (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Flott grein eins og alltaf hjá þér nafni.  Það er alveg nauðsynlegt að einhver haldi pennanum á lofti fyrir okkur.

Halldór Vilberg Ómarsson, 6.9.2009 kl. 21:38

3 identicon

Takk sömuleiðis fyrir gærdaginn, ekkert smá gaman hjá okkur

Gerða (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Takk kærlega fyrir hrósið . Já þetta var gaman Gerða .

Heimir og Halldór Jónssynir, 6.9.2009 kl. 23:36

5 identicon

Flott grein hjá þér eins og alltaf, vil svo nota tækifærið og þakka þér fyrir allar greinarnar um rallið í sumar sem hafa verið frábærar. Þetta er eini staðurinn sem hefur fjallað svona vel um rallið í máli og myndum frábært framtak hjá þér.

Kv Boggi

Borgar Ólafsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:20

6 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Takk takk Boggi , mín er ánægjan að reyna koma rallinu betur á framfæri með því að halda þessari síðu lifandi. Gaman að fá svona mörg hrós og tala nú ekki um frá stjórnarmanni BÍKR líka , þetta eflir mann að halda þessari síðu áfram. Takk enn og aftur til allra sem hafa hrósað mér undanfarna dag! ..

Heimir og Halldór Jónssynir, 8.9.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband