Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Valsmótið byrjar á morgun

logo_breidablik2[1]Valsmótið í körfuboltanum byrjar á morgun og taka 10-lið taka þátt í mótinu sjö lið úr úrvalsdeildinni og 3 úr fyrstu deildinni,þetta er í 16.sinn sem Valsmenn halda þetta mót.Mitt lið í körfunni Breiðablik mæta til leiks í þetta mót,þeir spila í fyrstu deildinni í vetur en stefnan er að sjálfsögðu sett á að fara upp í úrsvalsdeildinni í vor.Einar Árni Jóhannsson tók við blikum í sumar en hann þjálfaði Njarðvík með mjög góðum árangri undanfarin þrjú ár og undir hans stjórn urðu þeir Íslandsmeistarar,bikarmeistarar og Powerademeistarar,auk þess að hreppa deildarmeistaratitilinn nú í vor og hann fór með liðið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu fyrir KR eftir rosalega baráttu,alveg greinilegt að blikar hafa náð sér í einn besta þjálfara Íslands.Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka Njarðvíkur og yngri landslið Íslands með mjög góðum árangri.Ég er með miklar væntingar til míns liðs í vetur því leikmannahópurinn er mjög sterkur.Breiðablik spila tvo leiki á morgun sá fyrri er kl.12:00 við KR svo kl.14:00 við Hamar,á sunnudag spila þeir við Þór ak kl.10:00 svo við Fjölni kl.12:00,síðasti leikurinn hjá þeim er svo úrslitaleikurinnSmile kl.16:00 en ekki vitað hvaða lið.Allar upplýsingar um mótið og úrslit má finna hér www.valur.is

Jakob hetja mögnuð sigurkarfa

841143066_390950720578703703704[1]Þvílíkur leikur sem fór fram í Laugardalshöll í kvöld þegar Ísland tók á móti Georgíu í B-deild Evrópumótsins í körfubolta.Georgíumenn voru taldir sigurstranglegri fyrir leikinn enda bara með eitt tap í riðlinum en við 4 töp,og í liði Georgíumanna var hinn sterki Zaza Pachulia sem spilar í NBA deildinni með Atlanta Hawks,en Íslenska liðið sýndi að þeir geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi,Logi var sjóðheitur í 1.Leikhluta og skoraði margar fallegar körfur,staðan í hálfleik var 36-38 Georgíumönnum í vil,Íslenska liðið barðist allan leikinn og strákarnir eiga hrós skilið,Jakob spilaði gríðarlega vel í 4.Leikhluta og kom með nokkrar stórar körfur hann átti svo síðasta orðið þegar boltinn barst til hans eftir að Logi hafði klikkað úr seinna víti sínu Jakob lét skotið ríða af og spjaldið ofaní og um leið rann leiktíminn út,gríðarlega sætur sigur hjá Íslenska liðinu 76-75,góð stemning var í höllinni,þetta er frábær sigur fyrir Íslenskan körfubolta,ég verð að hrósa mbl.is fyrir að vera með beina textalýsingu frábært hjá þeim eflaust hafa margir nýtt sér það,næsti leikur Íslands er á laugardag við Lúxembourg ytra,kvennalandsliðið spilar einnig á laugardag heimaleik við Holland og sá leikur er beint á RÚV.
mbl.is Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði Íslendingum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA leikmaður mætir í Laugardalshöll

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Georgíu í kvöld kl.19:15 í b-deild Evrópukeppninnar.Stærsta sjarna Georgíu er Zaza Pachulia en hann er leikmaður Atlanta Hawks í NBA-deildinni.Þetta verður erfiður leikur fyrir okkar menn og þeir þurfa að ná toppleik til að vinna og ég held að þeir geri það,Ísland vinnur 86-81,Logi og Páll Axel verða heitir og Frikki Stef og Fannar binda vörnina saman.Allir að fjölmenna í höllina í kvöld og sjá skemmtilegan körfubolta.Nánari fréttir um þennan leik inná www.kki.is og www.karfan.is einnig er skemmtilegt viðtal við Hlyn Bærings þar sem hann talar um Zaza Pachulia besta mann Georgíu viðtalið má finna hér www.visir.is/article/20070829/IDROTTIR03/108290115/-1/IDROTTIR


mbl.is Mæta besta miðherja í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnum tvo bikara á þessu tímabili

Þetta var góður sigur hjá mínum mönnum,en andstæðingurinn var nú mjög slappur,ég held að þetta verði okkar tímabil og við vinnum allavega tvo bikara,það er langt síðan ég hef séð Liverpool svona sterkt í upphaf tímabils.Það verður gaman að sjá hvaða lið verða með Liverpool í riðli í meistaradeildinni en dregið verður í riðla á fimmtudag.


mbl.is Benítez: Sýndum hvað liðið er sterkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeljungur og KKÍ skrifuðu undir stóran samninginn

kkilogo[1]Körfuknattleikssamband Íslands boðaði til blaðamannafundar í dag á Grand Hótel,en framundan eru landsleikir hjá karla og kvennaliðinu og voru þeir kynntir á fundinum,einnig var undirritaður stór samstarfssamningur við Skeljung,en þetta er auðvita frábært fyrir körfuna og greinilegt að menn innan Körfuknattleikssambandsins eru að gera góða hluti,það er frábært að sjá Skeljung styrkja körfuna með svona myndarbrag.Nánari frétt um þennan blaðamannafund má finna inná www.kki.is

Alþjóðarallið myndir

Það eru komnar fullt af myndum úr alþjóðarallinu í myndaalbúmið,en þær eiga eftir að vera mun fleiri á næstu dögum,myndir af öðrum keppendum eiga eftir að koma inn,og fleiri af mér og Eyjó,einnig eru komnar margar myndir inná aðrar síður og set ég tengla á þær síður hér að neðan,njótið vel.

www.motormynd.net

www.gullibriem.blog.is

www.hipporace.blog.is

www.flickr.com/photos/elvarorn


mbl.is getur gert betur en þetta

841091330_39093537037037037037E-03[1]Íslenska landsliði í körfubolta tapaði fyrir Finnum í dag 85-66 leikur okkar manna var ekki góður ágætir kaflar inná milli en góðu kaflarnir voru of studdir,einnig fannst mér algjör óþarfi hjá Íslenska liðinu að gefast hreinlega upp þegar 4 mín voru eftir af leiknum,bestu menn Íslands að mínu mati Páll Axel og Brenton einnig var Helgi Magnússon nokkuð sprækur,vítanýtingin hjá okkar mönnum var hræðileg 43,8%.RÚV á mikið hrós skilið fyrir að sýna frá þessum leik beint í sjónvarpi frábært hjá þeim,en ég var alls ekki sáttur við mbl.is hvað varðar umfjöllun um þennan leik það komu engar hálfleikstölur og umfjöllunin eftir leik var fyrir neðan allar hellur,svo var leikurinn í dag en ekki í gær eins og þeir segja í fréttinni.Næsti leikur Íslenska liðsins verður gegn Georgíu í Laugardalshöllinni á miðvikudag,leikurinn hefst klukkan 19:15 allir að fjölmenna á þann leik.

mbl.is Tap fyrir Finnum ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alonso vinnur þetta mót

Ég gæti alveg trúað því að Alonso vinni þessa keppni á morgun,keppnin verður mjög spenandi og slagurinn verður rosalegur milli Ferrari og McLaren,mín spá á morgun fyrstu 8 sætin.

1.Alonso-McLaren

2.Massa-Ferrari

3.Hamilton-McLaren

4.Räikkönen-Ferrari

5.Heidfeld-BMW

6.Rosberg-Williams

7.Trulli-Toyota

8.Kubica-BMW.


mbl.is Alonso segist geta sigrað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV að gera góða hluti

 841143066_390950717743055555556[1]

Í dag laugardag mun karlalandsliðið okkar mæta Finnum ytra í B-deild Evrópukeppninnar í körfubolta.Leikurinn hefts kl.15:00 og verður honum sjónvarpað beint á RÚV,þetta er í fyrsta sinn sem er sjónvarpað beint frá landsleik í körfubolta af erlendri grundu,ég er gríðarlega ánægður með þetta hjá RÚV og eiga þeir hrós skilið gott að þeir sjá að körfuboltinn á Íslandi er í gríðarlegri sókn.Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands á líka mikið hrós skilið,en í næstu viku verður kynntur nýr samstarfsaðili og mun hann koma að landsliðsstarfi sambandsins,alveg greinilegt að það eru bjartir tímar framundan í íslenskum körfuknattleik.En allir að stilla á RÚV kl.15:00 í dag og sjá góðan og skemmtilega körfubolta.

Kíkið á frétt inná www.kki.is eftir formann KKÍ og www.hannesjonsson.blog.is


Stöndum Saman bloggarar og nýtum miðilinn

Tekið af blogginu hennar Heiðu(www.skessa.blog.is) og vil með því leggja mitt af mörkum til þess að nauðgunarlyf verði ekki til á markaði hér.

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð

Virðingafyllst.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband