Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Flottustu myndir ársins

Ég hef valið 10 flottustu rallýmyndir ársins úr Íslenska rallinu, að mínu mati eru þetta þær flottustu en auðvitað er hægt að deila um þetta eins og allt annað!Smile.

Myndirnar hér að neðan er hægt að sjá stærri með því að klikka þær.

Svo hvet ég fólk til að taka þátt í könnunin hér til hægri á síðunni og velja bestu myndina.

Mynd 1 - Sigurður Bragi & Ísak - ljósmyndari Gerða.

Siggi & Ísak - 2008

Mynd 2 - Pétur & Heimir - ljósmyndari Elvar(elvaro)

Pétur & Heimir - 2008

Mynd 3 - Jón Bjarni & Borgar - ljósmyndari Jóhann(JAK)

Jón & Borgar 2008

Mynd 4 - Valdimar & Ingi - ljósmyndari Elvar(elvaro).

Valdi & Ingi - 2008

Mynd 5 - Daníel & Ásta - ljósmyndari Guðmundur.

Danni & Ásta - 2008

Mynd 6 - Pétur & Heimir - ljósmyndari Elvar(elvaro).

Pétur & Heimir - 2008

Mynd 7 - Marian & Jón Þór - ljósmyndari Gerða.

Marri & Jón Þór - 2008

Mynd 8 - Eyjólfur & Halldór - ljósmyndari Gulli Briem.

Eyjó & Dóri - 2008

Mynd 9 - Pétur & Heimir og Jón & Borgar - ljósmyndari - Jóhann(JAK).

Pétur & Heimir og Jón & Borgar - 2008

Mynd 10 - Úlfar & Birgir - ljósmyndari - Gulli Briem.

Úlfar & Birgir - 2208

Takk fyrir frábært rallár!.


Gleðileg Jól

Christmas Ég óska lesendum mínum sem og landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári.

Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar og verið góð við hvert annaðHappy.

Jólakveðja / Dóri


Þáttur fjögur

RÚV hefur síðustu laugardaga verið að sýna frá Íslenska mótorsportinu 2008 og var þáttur fjögur í gær, í þættinum gær var ralllinu gerð góð skil og var og sýnt frá fyrstu þremur keppnunum, þeir sem misstu af þættinum í gær geta klikkað á þennan link  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4454044/2008/12/20

Rallý - 2008


Loeb sigraði í Wales

Loeb - 2008Heimsmeistarinn í rallakstri Frakkinn Sebastien Loeb sigraði í síðustu wrc keppni ársins sem fór fram í Wales um helgina, það er óhætt að segja að loeb hafi haft yfirburði á þessu keppnistímabili því hann sigraði 11 mót af 15.

Finninn Jari-Matti Latvala lendi í 2.sæti í keppninni en hann var með forustu lengst af, Latvala sigraði 1 mót á þessu tímabili.

Dani Sordo lendi í 3.sæti í þessari keppni en Spánverjinn ungi endaði í 3.sæti á þessu keppnistímabili, hann náði samt ekki að sigra mót á þessu tímabili.

Mynd -  http://www.wrc.com 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband