Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Íslenska rallið 2007

Mjög flott myndband frá rallinu í fyrra.

Myndataka og klipping.Birgir Þór Bragason.


Kíkið á þessa síðu

BIKR-logo.Við í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur opnuðum í fyrra fínan vef www.bikr.is ,þessi síða var opnuð til að koma okkur betur á framfæri og auglýsa okkar frábæra sport,eðlilega hefur ekki mikið verið skrifað á síðuna í vetur þar sem rallið er í dvala á veturna,en núna er allt að fara á fullt í rallinu og þeir sem vilja fá upplýsingar um rallið fylgjast með www.bikr.is og þar verður hægt að fá upplýsingar hvar röllin verða og svo framvegis í sumar,fyrsta rallið verður helgina 16/17 maí.


24.dagar í fyrstu keppni

Evo 6-2007

Það styttist óðum í að ralltímabilið byrji hér á Íslandi en fyrsta keppnin fer fram 17.maí,gaman verður fylgjast með rallinu í sumar og spennan á eftir að vera mikil,margir nýjir bílar mun líta dagsins ljós og það verða 8-10 bílar í toppbaráttunni.

Mínir drengir Pétur og Heimir keppa á Mitsubishi Lancer Evo 6 í sumar en þetta er bíllinn sem Daníel og Ásta óku síðustu tvö tímabil og urðu Íslandsmeistarar á í bæði skiptin.Pétur og Heimir hafa verið að vinna mikið í bílnum undanfarnar vikur og eru að taka bílinn allan í gegn fyrir átökin í sumar.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim en þeir þurfa einhvern tíma til að venjast hraðanum,en þegar líður á verða þeir skæðir,Þeir náðu frábærum árangri í fyrra og urðu Íslandsmeistarar í nýliða og 2000 flokki og yfirburðir þeirra voru með eindæmum í þessum tveimur flokkum.Ég hef mikla trú á þeim og þeir eiga eftir að gera það gott í sumar.

Það er einna helst Jón Bjarni og Borgar og Sigurður Bragi og Ísak sem eru á vörum fólks sem líklegustu Íslandsmeistarar 2008 enda eru þeir með bestu bílana og mestu reynsluna en það segir ekki alltaf allt,þessir menn þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum því nokkrir ökumenn verða ekki langt á eftir þeim t.d Óskar sól verður mjög hraður en bíll hans er ekki eins góður og þeirra,svo verða menn eins og Valdi kaldi á Subaru Imprezu og Jói Gunn á Evo 7 sem koma til með að blanda sér í þessa baráttu og svo koma alltaf einhverjir á óvart.

Mín spá er að Jónbi og Boggi standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust en eins og áður sagði þá verður baráttan mikil í sumar og í raunin mjög erfitt að spá í hvernig þetta fer.

Fleiri fréttir af Íslenska rallinu þegar nær dregur fyrsta móti.

Mynd: www.hipporace.blog.is ,bíllinn hjá Pétri og Heimi en útlitið á bílnum verður allt öðruvísi en það var í fyrra.


Hann á afmæli

Eyjó við æfingar í noregií dag hann afmæli hann Eyjó hann er 29 ára í dag,til hamingju með daginn kæri vinur og njóttu kvöldsins með konunni þinni.


Í sjöunda sæti eftir tvö mót í Evo Challenge

Danni-Ísak.uk-2008Önnur umferðinni í Bresku meistarakeppninni fór fram í dag í Border Counties í Skotlandi,aðstæður voru gríðarlega erfiðar og sérleiðarnar voru hálar og á tímabili snjóaði á meðan keppninni stóð og til marks um það fóru margar bifreiðar útaf.

Okkar strákar byrjuðu rallið gríðarlega vel og náðu 5.besta tíma yfir heildina á fyrstu leið og 2.besta í Evo Challenge,á leið tvö fóru þeir útaf og töpuðu einni og hálfri mínútu og við það féllu þeir niðrí 23.sæti og 9.sæti í Evo,en strákarnir voru grimmir á næstu leiðum og keyrðu mjög vel.Þeir kláruðu rallið og gott betur en það og enduðu í 14.sæti og 5.sæti í Evo Challenge.Til hamingju með góðan árangur í þessu móti strákar og nú er bara að byggja ofná þessa keppni og vinna þá næstu.

Það er oft talað um ef þetta og hitt hefði ekki komið fyrir og svo framvegis,og EFSmile strákarnir okkar hefðu ekki farið útaf á leið 2 þá hefðu þeir lendi í 10.sæti yfir heildina og 4.sæti í Evo Challenge,alltaf gaman að tala um þetta efSmile.

Staðan í Evo Challenge mótaröðinni eftir tvær keppnir.

1.sæti.Daniel Barry - 20.stig

2.sæti.Richard Cathcart - 18.stig

3.sæti.David Bogie - 15.stig

4sæti.Nik Elsmore - 14.stig

5.sæti.Neil McCance - 13.stig

6.sæti.Sebastian Ling - 8.stig

7.sæti.Daníel og Ísak - 6.stig.

8.sæti.Jonathan Sparks - 6.stig

9.sæti.David Meredith - 5.stig

10.sæti.Keith Cronin - 4.stig

11.sæti.Miles Johnston - 3.stig.

Mynd: www.hipporace.blog.is  .


mbl.is Daníel og Ísak í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband