Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Loeb með forustu í Írlandi

Loeb - 2009Keppnistímabilið á heimsmeistaramótinu í rallakstri er farið af stað og er fyrsta mótið í gangi núna um helgina í Írlandi.

Frakkinn Sebastien Loeb sem er heimsmeistari síðustu fimm ára er með töluverða yfirburði í þessu fyrsta móti ársins.

Í öðru sæti er liðsfélagi Loeb Spánverjinn Dani Sordo og er hann rúmri mínútu á eftir Frakkanum þegar einum degi er ólokið en rallinu lýkur á morgun.

Þriðji er Finninn Mikko Hirvonen og hann er rúmum tveim mínútum á eftir fyrsta sætinu.


Flottasta myndin árið 2008

Jæja þá er könnuninni lokið sem ég setti af stað fyrir rúmum tveim vikum um flottustu rallý myndina árið 2008. Ég valdi 10 myndir sem MÉR fannst vera þær flottustu og ekki er hægt að kvarta yfir þátttökunni í könnuninni en 91 greiddu atkvæði.

Ekki munaði nema einu atkvæði á flottustu myndin og þeirri sem lenti í 2.sæti. Myndin af Pétri og Heimi á Stapanum(mynd 2) sigraði með 18,7% og voru 17 sem greiddu henni atkvæði og gaman að segja frá því að Pétur og Heimir unnu þessa keppni þar sem myndin er tekin, myndin af Danna og Ástu lenti í 2.sæti(mynd 5) en þau fengu 17,6% greidda atkvæða og eins og áður sagði gat munurinn ekki verið minni!.

Flottasta myndin árið 2008

Staður Stapinn - ökumenn Pétur og Heimir - Ljósmyndari Elvar(elvaro).

Flottasta myndin árið 2008


Gleðilegt nýtt ár

Ég óska öllum gleðilegt nýtt ár og með þökk fyrir það liðna.

Rallý - 2008

Ég þakka öllum þeim sem heimsóttu síðuna mína á árinu sem er liðið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband