Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Lex-Games - Rallýmyndir

Elvar er búin að setja inn myndir frá rallinu á Lex-Games í albúmið http://ehrally.blog.is/album/lexgames__super_rally. Það var töluvert um tilþrif og var þetta góð auglýsing fyrir rallið.

elvaro 7001

Ég veit ekki til þess að Alli hafi flugpróf Smile, en hann kann greinilega að fljúga! Smile.

Upphitun fyrir rallið um næstu helgi, kemur inn í kvöld eða morgun.


Rallý Reykjavík - vídeó

Það er gaman að sjá hvað keppendur eru orðnir duglegir að setja inn vídeó á netið.

Hér koma tvö vídeó.

Alli og Heimir

Fylkir og Elvar á Hvaleyravatni


Stuart Jones og Ísak sigruðu Rallý Reykjavík

elvaro 920630. Alþjóðarallinu lauk í gær í blíðskaparveðri. Bretinn Stuart Jones og Ísak sigruðu rallið með töluverðum yfirburðum. Þetta er í fyrsta skipti 17.ár sem útlendingur vinnur Alþjóðarallið, Finninn Saku Vierimaa var síðasti sem vann þetta rall árið 1992 og þá ók hann Lancia Delta en hann sigraði líka Alþjóðarallið 1985.

Stuart og Ísak óku vel allt rallið og gerðu engin mistök, þeir voru samt í vandræðum með bílinn um miðbik rallsins. Stuart er hraðasti útlendur sem hefur komið hingað til lands, Ísak á samt stóran þátt í þessum sigri, Ísak er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið marga sigra í gegnum árin. Þeir félagar sigruðu 16. sérleiðar af 23 sem voru keyrðar. Þetta er fimmta árið í röð sem MMC Lancer sigrar Rallý Reykjavík.

elvaro 9247Jón Bjarni og Sæmundur lentu í 2.sæti eftir mikið bras stóran part af rallinu. Þetta er fyrsta keppnin í ár sem þeir félagar ná ekki sigri en með þessum úrslitum er Jón Bjarni orðin meistari, Sæmi þarf að bíða aðeins. Hjá aðstoðarökumönnum er Sæmi með 40.stig og Ísak með 20,5 og það eru 20.stig eftir í pottinum, undirritaður veit ekki til þess að Ísak mæti í fleiri keppnir og því er Sæmi líklega orðin meistari EN ekki orðin öruggur.

Jóhannes og Björgvin tóku 3.sætið og var það vel af sér vikið hjá þeim. Þetta er besti árangur þeirra á þessum bíl. Þessi bifreið á samt að fara mikið hraðar yfir!. Ófarir annarra gerðu það að verkum að þeir náðu þessu sæti, besti árangur þeirra á sérleið í rallinu var 3.besti og það var aðeins þrisvar sinnum sem þeir náðu því.

elvaro 8834Bræðurnir Fylkir og Elvar lentu í 4.sæti. Þeir bræður voru í 3.sæti eftir fyrsta dag, áföll á degi 2 gerðu það að verkum að þeir voru komnir niðrí 5.sæti. Þeir ætluðu sér aftur uppí 3.sætið en það voru rúmar tvær mínútur þangað, þeir reyndu allt sitt og voru að taka góða tíma. Þegar rallinu lauk voru þeir ekki nema 40.sekúndum á eftir 3.sæti en engu að síður hetjuleg barátta, þetta er stór finn árangur hjá þeim, þetta er þriðja árið í röð sem þeir klára Alþjóðarallið í topp 4, það sannaðist sem undirritaður sagði fyrir rallið að þeir myndu klára ofarlega.

Mick Jones og Daníel enduðu í 5.sæti en Mick er faðir Stuart sem sigraði rallið. Þeir voru að aka flott í þessu ralli og taka fína tíma, refsingar gerðu það að virkum að þeir náðu ekki 3.sætinu. Eins og flestir vita er Danni ekki mikil cóari heldur ökumaður í rallinu, þeir voru ekki með leiðarnótur og því flottur árangur hjá þeim að ná 5.sæti.

elvaro 9079Hilmar og Eyjólfur sigruðu 1600 og 2000 flokkin og enduðu jafnframt í 7.sæti í heildarkeppninni. Það er ótrúlegt hvað Himmi kemur þessari Hondu áfram, Hondan er langt frá því að vera sterkasti bíllinn í rallinu. Þeir keyrðu mjög vel og voru vel af því komnir að sigra þessa tvo flokka. Þeir gáfu ekkert eftir í slagnum við feðgana Hlöðver og Baldur um sigur í 2000 flokkunum en þessar tvær áhafnir voru í slag allt rallið. Himmi hefur ekki enn tryggt sér titilinn í 2000 flokki, en er í góðri stöðu þegar tvö mót eru eftir.

elvaro 8899Feðgarnir Hlöðver og Baldur lentu í 2.sæti í 2000 flokknum. Hlölli er að byrja aftur í rallinu eftir nokkra ára hlé. Núna er Baldur sonur hans komin í hægra sætið en undirritaður var cóari hjá Hlölla á sínum tíma. Baldur er yngsti keppandinn í ralli frá upphafi. Þeir feðgar óku af skynsemi í þessu ralli en tóku vel á því af og til. Strákurinn var að standa sig geysilega vel í hægra sætinu og var með þetta allt á hreinu. Þeir enduðu í 8.sæti í heildarkeppninni og voru ekki nema 10.sekúndum á eftir Himma og Eyjólfi eftir 3.daga rallý.

elvaro 9275Eyjólfur og Baldur sigruðu jeppaflokkinn örugglega, þrátt fyrir að hafa sprengt tvö dekk í rallinu og þurft að skipta inná leið. þeir tóku flotta tíma og t.d. á Kaldadal á degi tvö voru þeir með 3.besta tíman og svo lengi mætti telja.

Guðmundur Orri og Hörður lentu í 3.sæti í Jeppaflokknum. Eftir þessu úrslit er ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í Jeppaflokki verður harður. Ásta og Tinna leið áfram flokkinn en núna munar ekki nema 2.stigum á þeim og Gumma og Herði.

elvaro 8878Sá maður sem bætti sig mest í þessu ralli. Var Aðalsteinn á MMC Lancer. Heimir settist í hægra sætið hjá honum. Þeir félagar óku mjög vel fyrstu tvo dagana, svo neitaði bíllinn að fara lengra á fyrstu leið á degi 3, eitthvað í drifbúnaði brotnaði og þeir loku því miður keppni. Eins og áður sagði var Aðalsteinn að bæta sína tíma verulega í þessari keppni, t.d. á kleifarvatni bætti hann sig um 21.sekúnduog á Uxahryggjum bætti hann sig um 31.sekúndu og á Tröllháls um 30.sekúndur, svona var bætingin á flestum leiðum. Þeir voru í 6.sæti þegar þeir féllu úr leik.

Nánari úrslit inná www.rallyreykjavik.net . SVO er ekki komnar nema 427 myndir frá rallinu í albúmið sem Elvar hefur sett inn, virkilega flottar myndir hjá kallinum! myndir hér http://www.ehrally.blog.is/album .

Áfram Rallý

Kveðja / Dóri.


Stuart og Ísak með örugga forustu

elvaro 9007Degi 2 í Mitsubishi Rallý Reykjavík lauk í kvöld. Það var mikið sem gekk á í dag og flestir lendu í einhverju basli!, samt eru flestir inn í rallinu ennþá.

Jón Bjarni og Sæmundur voru með forustuna í morgun en misstu hana á Kaldadal fyrri ferð, þeir sprengdu og töpuðu rúmum tveim mínútum, svo á seinni ferð um Kaldadal brotnaði dempari. þeir eru engu að síður í öruggu 2.sæti

Stuart Jones og Ísak hafa sýnt góðan akstur þrátt fyrir að hafa verið í töluverður basli í dag allan dag, þeir hafa sex mínútur í forkskot á Jón og Sæma. Það er gaman að sjá þennan unga Breta keyra og er hann líklega einn hraðasti útlendingur sem hefur komið hingað til lands.

Bræðurnir Fylkir og Elvar eru í 5.sæti og hafa einnig verið í miklu basli eins og margir aðrir, þeir sprengdu á Kaldadal og svo fór bremsudæla, þeir bræður eiga samt fína möguleika á að ná 3.sæti ef þeir keyra stíft á morgun.

elvaro 9039

Eyjó og Baldur hafa áfram góða forustu í jeppaflokki, þrátt fyrir að hafa tapaða tíma á Kaldadal í dag, þeir hafa ekið mjög vel allt rallið og Eyjó SAKNAR greinlega ekki cóarans sínsGrin, þeir eru í 9.sæti í heildinni.

Hilmar og Eyjólfur leiða 1600 og 2000 flokkinn. Hlöðver og Baldur hafa verið í hörku slag við þá í allan dag í 2000 flokknum, sá slagur verið eflaust til loka ralls.

Heildarúrslit eru inná www.rallyreykjavik.net . Svo er Elvar hetja búin að setja inn myndir frá degi 2 http://ehrally.blog.is/album/rr_2009_dagur_2  SVO er Gerða búin að setja myndir frá gærdeginum inná http://hipporace.blog.is/album/altjodarally_2009_fimmtudagur

elvaro 9221

elvaro 9225

                Fylkir og Elvar tóku síðustu beyjuna á Gufunes langflottast!


Fyrsta degi lokið í Rallý Reykjavík

Mitsubishi Rallý Reykjavík hófst í dag með fjórum leiðum. Þetta var létt upphitun fyrir næstu tvo dagaelvaro 8117 en á morgun verða eknar 150 km á sérleiðum. Margar skemmtilegar leiðar verða á morgun t.d. Kaldidalur og Uxahryggir en Kaldidalur er ekin í báðar áttir.

Jón Bjarni og Sæmundur leiða rallið en þeir settu nýtt Íslandsmet á Kleifarvatni, tími þeirra 3:13 og tóku þeir 13.sekúndur af Stuart Jones og Ísak á þessari leið. Slagurinn um fyrsta sætið er mikil því Stuart og Ísak eru ekki nema 17.sekúndum á eftir fyrsta.

Eyjó og Baldur óku geysilega vel í dag og eru í 5.sæti, í jeppaflokki eru þeir með góða forustu á næstu menn í. Með svona akstri ná þeir í verðlaun í heildarkeppninni.

Himmi og Eyjólfur leiða 2000 flokkinn og eru í 7.sæti í heildinni, þeir lendu í einhverjum vandræðum í lok dagsins en náðu að elvaro 8228laga bílinn í kvöld. Feðgarnir Hlöðver og Baldur óku af skynsemi í dag og eru ekki nema 18.sekúndum á eftir Himma. Baldur er að keppa í sínu fyrsta ralli, eins og áður hefur komið fram er hann yngsti keppandi í ralli frá upphafi.

Aðalsteinn og Heimir(bróðir) óku vel í dag og eru í 6.sæti. Bíllinn var aðeins að stríða þeim í kvöld, því var kippt í liðin að mestu og hann verður vonandi betri á morgun. Alli var að bæta sig mikið! í dag, hann bætti sinn persónulega tíma á kleifarvatni um 21.sekúndu frá síðasta ralli, það gerir 3.sek á km og það er bæting!Smile.

Hægt er að sjá heildarstöðu inná www.rallyreykjavik.net  og tíma á leiðum.

Umfjöllun eftir dag tvö kemur annað kvöld.  Elvar Snilli hefur sett fullt af myndumSmile í albúmið frá fyrsta degi http://ehrally.blog.is/album/rr_2009_perlan og hér  http://ehrally.blog.is/album/rr_2009

elvaro 8192

                                        Spútnik dagsins Wink


Mitsubishi Rallý Reykjavík að hefjast

elvaro 304330. Alþjóðarallið byrjar í dag og fara 27. bílar af stað. Bílarnir verða ræstir frá Perlunni kl: 17:00. Fyrsta leiðin leggur um Djúpavatn/Ísólfsskóla og er 28 km, þessi leið er mjög skemmtileg en getur refsað mönnum ef þeir fara of geyst.

Ég hvet fólk að koma uppí Gufunes og horfa á skemmtilega leið, þar munu bílarnar aka tvær ferðir. Fyrsti bíll er ræstur af stað kl: 19:10 í fyrri ferð, það væri gott fyrir fólk að mæta sirka 15: mín fyrr.

Margar erlendar áhafnir mæta til leiks, þar ber hæsta að nefna Stuart Jones en hann er mjög hraður og verður hann með Ísak Guðjónsson sér við hlið en eins og allir vita er hann með mikla reynslu úr rallinu!, þeir verða líklega í hörku slag við Jón Bjarna og Sæmund og vonandi verður sá slagur allt rallið. Einnig verður mikil slagur í hinum flokkunum og ekkert verður gefið eftir.

Þegar bílarnir hafa lokið keppni í dag, fara þeir í þjónustuhlé við Shell á Vesturlandsvegi og koma fyrstu bílarnir þangað um kl: 20:00.

Umfjöllun eftir daginn kemur auðvita inná þessa síðu í kvöld.

Mynd: Jón Bjarni og Sæmundur.


Rásröð - Rallý Reykjavík

900 6265[1]Rallý Reykjavík hefst á fimmtudag, allar upplýsingar um rallið hér www.rallyreykjavik.net . 27 bílar mæta til leiks að þessu sinni og er það minna en oft áður, því miður vantar margar hraðar áhafnir en auðvita eru nokkrar með!. 
Keppnisskoðun fer fram á morgun kl: 17:00, skoðunin verður við Frumherja á Hesthálsi, þar gefst fólki kostur á að bera þessi  trillitæki augu.
Mynd: Bræðurnir Fylkir og Elvar á ferð í Rallý Reykjavík í fyrra. Þeir bræður klára alltaf framarlega í þessu ralli og það verður held ég engin undantekning núna.

Stuart Jones mætir í Rallý Reykjavík

jonesteam[1]Mitsubishi www.rallyreykjavik.net hefst á fimmtudag, þetta er í 30 skipti sem þetta rall er haldið. 27 bílar eru skráðir til leiks að þessu sinni.

Nokkrar erlendar áhafnir mæta til leiks. Þar má helst nefna Breska rallökumanninn Stuart Jones, hann er hraður ökumaður og sagður vera í topp fimmtán á Bretlandseyjum, það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir geng Íslenskum ökumönnum.

Ísak Guðjónsson verður aðstoðarökumaður hjá honum, það ætti að vera stór kostur því Ísak hefur mikla reynslu úr rallinu og er núna ríkjandi Íslandsmeistari. Bíllinn sem Stuart og Ísak verða á er af gerðinni MMC Lancer Evo 10, þetta er bíllinn sem Daníel Sigurðarson hefur náð góðum árangri á í Bretlandi á þessu ári.

Hér er flott video með Stuart í Bulldog rallinu, fyrr á þessu ári.


Yngsti keppandi í ralli frá upphafi

20090724-IMG_5394

Baldur Hlöðversson verður í næstu viku yngsti keppandi í ralli frá upphafi. Baldur er sonur Hlöðvers Baldurssonar en strákurinn verður hann 15 ára á næsta þriðjudag, hann verður því aðeins 15 ára og 2 daga þegar þeir feðgar fara af stað í Alþjóðarallið. 15 ára aldurstakmark er í rallinu og því getur þetta ekki verið mikið tæpara hjá Baldri Smile. Það er gaman að þetta skuli gerast í 30 Alþjóðarallinu.

Eðlilega er mikil tilhlökkun hjá stráknum enda búin að vera í kringum rallið frá unga aldri og fylgst með föður sínum vinna marga sigra í rallkeppnum. Það er alltaf gaman að sjá unga menn og konur koma inn í sportið og vonandi verða þeir fleiri á næstu árum.

Þeir feðgar aka Toyotu Corollu og eru í 2000 flokki. Hlöðver ók í síðasta ralli eftir nokkra ára hlé, hann var með Borgar sér við hlið og enduðu þeir í 2.sæti í 2000 flokknum, þrátt fyrir að hafa sprengt 5 dekk.

Mynd: Bíllinn sem þeir feðgar aka.

IMG

Þeir feðgar í þjónustuhléi í Alþjóðarallinu 2001. Hlöðver ók þá sama bíl og nú, þetta sama ár var Hlölli ásamt undirrituðum Íslandsmeistari í eindrifsflokki.


Heimir mætir í hægra sætið hjá Alla

elvaro 3647Heimir (bróðir) hefur ákveðið að fara í hægra sætið aftur,  hann verður aðstoðarökumaður hjá Aðalsteini Jóhannssyni í Alþjóðarallinu sem byrjar í næstu viku, bíllinn sem Alli ekur er ekki af verri endanum, MMC Lancer Evo 6.

Aðalsteinn er á sínu fyrsta ári í rallinu og hefur staðið sig með mikilli prýði í sumar. Það verður gaman að sjá hvað þeir gera í Alþjóðarallinu, það er gott fyrir Aðalstein að fá Heimi sem aðstoðarökumann því Heimir er klárlega einn besti aðstoðarökumaður landsins!.

Rallið byrjar á fimmtudaginn 13/8 og líkur um 15:00 á laugardag 15/8. þegar þetta er skrifað eru 20.áhafnir skráðar til leiks, en skráning er út föstudaginn 7/8, hér eru upplýsingar um rallið  http://rallyreykjavik.net .

Mynd: Alli á ferð í vorrallinu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband