Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

20 dagar í fyrstu keppni!

Aðeins 20 dagar í að veislan byrji Smile.

Flott myndband efir Bigga Braga!


23 dagar í fyrstu keppni!

Aðeins 23 dagar í að Íslandsmótið í ralli hefjist! Ef þið eru með fréttir af undirbúningi keppenda þá senda á dorijons@gmail.com , þó það sé ekki nema ein mynd af rallaranum Wink.


Úrslitin úr Rallycrossinu í gær

529170_2989122888433_1272905060_32237202_1755205928_n Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu í Rallycrossi fór fram í gær. Töluverður fjöldi keppenda var og baráttan mikil.

Steinar Nói Kjartansson á Dadge Stealth sigraði í opna flokknum.

Í 2000 flokki var það Ívar Örn Smárason á Honda Civic 1,6 sem tók 1 sætið.

Eiríkur K. Kristjánsson sigraði í Unglingaflokki.

Í fjölmennsta flokknum 4wd Krónu var það margfaldur Íslandsmeistari Hilmar Bragi Þráinsson á Mitsubishi Lancer sem varð sigurvegari.  Næsta keppni í crossinu er 20 maí .

Nánari úrslit er að finna hér http://spjall.aihsport.is/viewtopic.php?f=19&t=340 .

Mynd: Kristinn Eyjólfsson .


26 dagar í fyrstu keppni!

254011_2061797783072_1188518343_2491331_2374954_nAðeins 26 dagar eru í að keppnistímabilið í rallakstri byrji. Skráning er hafin í vorrall BÍKR sem fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi. Upplýsingar fyrir þá sem ætla taka þátt eru inná www.bikr.is 

Ef menn eru með fréttir af undirbúningi keppenda þá má senda á dorijons@gmail.com .

Video http://vimeo.com/37892918  Þetta video er heimildamynd eftir Stefán Örn en það var eitt af lokaverkefnum hans í kvikmyndaskólanum. Mjög flott hjá stráknum og vonandi verður hann duglegur að mynda mótorsport í sumar.


27 dagar í fyrstu keppni!

319599_2378725158170_1551892497_2540910_2034838460_nÁfram teljum við niður en aðeins 27 dagar eru í að ralltímabilið byrji. Flestar áhafnir eru á fullu þessa dagana að græja bíla sína fyrir átök sumarsins.

Baldur Hlöðversson og Hjalti Kristjánsson mæta til leiks á Subaru Imprezu í non turbo flokk og það verður gaman að fylgjast með þeim.

Baldur sagði við undirritðan að nú færi bleiki liturinn á blínum og verða gulur eins og alltaf hjá þeim! Komin er ný fjöðrun í bílinn að aftan og allt að gerast eins og hann orðið það. Um að gera fyrir fleiri keppendur að senda mér nokkrar línur og mynd og ég birti það hér á síðunni, sendið á dorijons@gmail.com .

Apríl 2012 026

                       Greinilega allt að gerast hjá Baldri og Hjalta


Fyrsta umferðin í Rallycrossi á morgun

elvaro 7551Fyrsta keppnin á þessu tímabili á Íslandsmótinu í Rallycrossi fer fram á morgun sunnudag við kapelluhraun í Hafnafirði. Keppnin byrjar kl: 13:00 en tímatökur byrja kl:11:00. Alls eru 24 keppendur með í fjórum flokkum.

Eins og lesendur hafa tekið eftir þá er síðan hjá mér komin í gang aftur og mun ég reyna vera lifandi hér í sumar. Rallið verður auðvita fyrirferðamikið en ég mun einnig fjalla um aðrar mótorsportgreinar.

Eitt gamall Rallycross video hér að neðan og minni á keppnin á morgun kl:13:00.


28 dagar í fyrstu keppni!

elvaro 6228Aðeins 28 dagar eru í að keppnistímabilið í rallakstri byrji. Skráning er hafin í vorrall BÍKR sem fer fram dagana 18 og 19 maí næstkomandi en hluti rallsins verður ekinn á föstudagskvöldi. Upplýsingar fyrir þá sem ætla taka þátt er inná www.bikr.is .

Helsta þátttakan í sumar verður líklega í non turbo flokki en sá flokkur var stofnaður 2010 og er ódýr en góður flokkur.

Ef menn eru með fréttir að slúður af undirbúningi keppenda þá má senda á dorijons@gmail.com .


Gleðilegt sumar!

Ekki nema 29 dagar í að ralltímabilið byrji Smile

Flottasta mótorsport video sem gert hefur verið á Íslandi!


37 dagar í fyrstu keppni!

Sumarið er í nánd og þá taka rallökumenn rallýbíla sína úr bílskúrnum. Fyrsta keppnin á Íslandsmótinu er 18 maí.

Væri gaman að sjá svona tilþrif í sumar eins og í myndbandinu hér að neðan.

Mick Jones og Ísak Guðjónsson í haustralli 2010. Sýntu frábæran akstur og flott tilþrif.


38 dagar í fyrstu keppni

elvaro 9204Aðeins 38 dagar í fyrsta rall. Hvar er allt slúðrið :). Koma með slúður í athugasemd.

Kveðja / Dóri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband